Breiðholt - hverfisskipulag í þágu íbúa Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2020 07:30 Íbúar Breiðholts eru lánsamir að búa í öðru hverfi í borginni, á eftir Árbænum, til fá staðbundið skipulag fyrir nærsamfélag sitt, svokallað hverfisskipulag. Markmið hverfisskipulagsins er tvíþætt. Annarsvegar er það hugsað til að einfalda líf borgabúans og hinsvegar til að endurskipuleggja gróin hverfi með komandi kynslóðir í huga. Fyrir venjulega íbúa í borginni geta skipulagsmál og umsóknir þeim tengdum virkað flóknar og hægfara í afgreiðslu. Sumum finnst tungutak tæknilegt og því getur verið torvelt að skilja leikreglurnar fyrir venjulegt fólk sem er ekki að byggja hús, reisa kvisti eða stækka eignina sína nema einu sinni á lífsleiðinni. Hverfisskipulagið er hannað á mannamáli og er aðgengilegt fólki á öllum aldri og einfalt í notkun. Vönduð vinna, myndræn framsetning og skýr efnistök gerir það í senn áhugavert og skiljanlegt fyrir hinn almenna borgarbúa. Með fyrra markmiði hverfisskipulagsins er ferli umsókna hraðað og það einfaldað. Með því að sýna á aðgengilegan hátt hvaða heimildir eru til staðar í skipulaginu og t.a.m. hvort hækka megi þak, reisa kvist eða stækka húsnæði. Í almennri umræðu hefur borið á þeim misskilningi að borgin ætli að hækka þök á fjölbýlishúsum í Breiðholti og byggja hús á bílastæðum við sundlaugina. Svo er ekki. Einungis er verið að útbúa heimildir til hækkunar húsa og breytinga á lóðum. Borgin ætlar ekki að byggja ofan á fjölbýlishús en hinsvegar er íbúum gert kleift að breyta og bæta eignir sínar, hvort sem það er í sérbýli eða fjölbýli. Seinna markmið hverfisskipulagsins er að skipuleggja gróin hverfi borgarinnar á vistvænan og sjálfbæran hátt í takt við samfélagslegar breytingar. Þar eru höfð að leiðarljósi græn gildi, mannfjöldaþróun, fjölbreyttar samgöngur og þarfir komandi kynslóða, styrking verslunar og nærþjónustu innan hverfanna, samhliða því að fegra borgarlandið og hvetja til heilbrigðs lífs. Skapandi samráð við borgarbúa Aldrei í sögu borgarinnar hefur jafn mikið og ítarlegt samráð verið haft við íbúa og hagsmunasamtök eins og við vinnu og undirbúning hverfisskipulagsins, sem hófst árið 2015 undir forystu Samfylkingarinnar og þáverandi meirihluta. Skapandi samráð er aðferðafræði sem byggir á samtali við íbúa og nýtir sérfræðiþekkingu þeirra á eigin nærumhverfi. í Breiðholti fengu 6. bekkingar í skólunum í hverfinu tækifæri til að búa til líkan af skólahverfinu sínu en líkanavinnan var gerð undir handleiðslu starfsmanna borgarinnar og kennara. Samráðsvinnan átti sér stað veturinn 2015 til 2016. Þarna voru krakkarnir, komandi kynslóðir, fengnir til að skoða sitt nærsamfélag og skoðanir þeirra á samgöngu-, samfélags- og umhverfismálum voru dregnar fram í dagsljósið. Vorið 2016 voru allir íbúar boðaðir til þátttöku á opnum íbúafundum. Þátttakendum gafst möguleiki að koma sínum ábendingum og sjónarmiðum á framfæri innan sex málaflokka: Mennta,- íþrótta- og tómstunda, menningar- og félagsmála, verslunar og þjónustu, umhverfis og náttúru, samgangna og húsnæðismála. Haldið er utanum hugmyndir borgarbúa í Miðasjá hverfisskipulagsins. Fjölbreyttur hópur fólks gaf sér tíma til að sækja samráðsfundina í hverjum skóla fyrir sig. Samhliða skapandi samráði var hverfisráðið nýtt til ráðgjafar og Gallup nýtti rýnihópa skipaða íbúum hverfisins. Þá voru hugmyndir sóttar innan úr stjórnsýslu borgarinnar, hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum sem varða hverfisskipulagið beint, sem og öðrum hagsmunaaðilum eins og fulltrúum fjölmenningar, eldri borgurum, grunnskólum og framhaldsskólum. Niðurstaða vinnunnar birtist í hverfisskipulaginu. Láttu sjá þig í hverfisgöngu Hverfisskipulag Breiðholtsbúa er í kynningarferli þar sem gengið verður um hverfið nokkur kvöld í röð. Fyrsta ferðin verður farin þriðjudagskvöldið 25.8.2020 við Arnarbakka í Neðra Breiðholti og sú næsta miðvikudaginn 26.8, þar sem verður gengið um Seljahverfið frá Seljakirkju. Síðasta gangan verður farin fimmtudaginn 27.8 þar sem gengið verður frá Markúsartorgi við Gerðuberg. Göngurnar hefjast allar kl.19:30 og eru allir íbúar hvattir til að koma í göngu um hverfið sitt og fá kynningu á hverfisskipulaginu í sínu nærumhverfi. Fyrir þá sem ekki komast í göngurnar verður haldinn opinn streymisfundur mánudaginn 31.8. Í kjölfarið opnast formlegt umsagnaferli með auglýsingu og þar sem öllum íbúum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir við skipulagið. Kjarninn í samráðsferlinu birtist í drögum hverfisskipulagsins sem liggur nú til kynningar og skiptir Breiðhyltinga og komandi kynslóðir miklu máli. Ég hvet því alla íbúa hverfisins til að kynna sér hverfisskipulagið fyrir sig og fjölskyldur sínar, kíkja í göngurnar, líta við í Mjódd í vikunni á kynningu og koma athugasemdum á framfæri. Höfundur er formaður íbúaráðs Breiðholts, varaborgarfulltrúi Samfylkingar í skipulagi og samgöngusviði og íbúi í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Íbúar Breiðholts eru lánsamir að búa í öðru hverfi í borginni, á eftir Árbænum, til fá staðbundið skipulag fyrir nærsamfélag sitt, svokallað hverfisskipulag. Markmið hverfisskipulagsins er tvíþætt. Annarsvegar er það hugsað til að einfalda líf borgabúans og hinsvegar til að endurskipuleggja gróin hverfi með komandi kynslóðir í huga. Fyrir venjulega íbúa í borginni geta skipulagsmál og umsóknir þeim tengdum virkað flóknar og hægfara í afgreiðslu. Sumum finnst tungutak tæknilegt og því getur verið torvelt að skilja leikreglurnar fyrir venjulegt fólk sem er ekki að byggja hús, reisa kvisti eða stækka eignina sína nema einu sinni á lífsleiðinni. Hverfisskipulagið er hannað á mannamáli og er aðgengilegt fólki á öllum aldri og einfalt í notkun. Vönduð vinna, myndræn framsetning og skýr efnistök gerir það í senn áhugavert og skiljanlegt fyrir hinn almenna borgarbúa. Með fyrra markmiði hverfisskipulagsins er ferli umsókna hraðað og það einfaldað. Með því að sýna á aðgengilegan hátt hvaða heimildir eru til staðar í skipulaginu og t.a.m. hvort hækka megi þak, reisa kvist eða stækka húsnæði. Í almennri umræðu hefur borið á þeim misskilningi að borgin ætli að hækka þök á fjölbýlishúsum í Breiðholti og byggja hús á bílastæðum við sundlaugina. Svo er ekki. Einungis er verið að útbúa heimildir til hækkunar húsa og breytinga á lóðum. Borgin ætlar ekki að byggja ofan á fjölbýlishús en hinsvegar er íbúum gert kleift að breyta og bæta eignir sínar, hvort sem það er í sérbýli eða fjölbýli. Seinna markmið hverfisskipulagsins er að skipuleggja gróin hverfi borgarinnar á vistvænan og sjálfbæran hátt í takt við samfélagslegar breytingar. Þar eru höfð að leiðarljósi græn gildi, mannfjöldaþróun, fjölbreyttar samgöngur og þarfir komandi kynslóða, styrking verslunar og nærþjónustu innan hverfanna, samhliða því að fegra borgarlandið og hvetja til heilbrigðs lífs. Skapandi samráð við borgarbúa Aldrei í sögu borgarinnar hefur jafn mikið og ítarlegt samráð verið haft við íbúa og hagsmunasamtök eins og við vinnu og undirbúning hverfisskipulagsins, sem hófst árið 2015 undir forystu Samfylkingarinnar og þáverandi meirihluta. Skapandi samráð er aðferðafræði sem byggir á samtali við íbúa og nýtir sérfræðiþekkingu þeirra á eigin nærumhverfi. í Breiðholti fengu 6. bekkingar í skólunum í hverfinu tækifæri til að búa til líkan af skólahverfinu sínu en líkanavinnan var gerð undir handleiðslu starfsmanna borgarinnar og kennara. Samráðsvinnan átti sér stað veturinn 2015 til 2016. Þarna voru krakkarnir, komandi kynslóðir, fengnir til að skoða sitt nærsamfélag og skoðanir þeirra á samgöngu-, samfélags- og umhverfismálum voru dregnar fram í dagsljósið. Vorið 2016 voru allir íbúar boðaðir til þátttöku á opnum íbúafundum. Þátttakendum gafst möguleiki að koma sínum ábendingum og sjónarmiðum á framfæri innan sex málaflokka: Mennta,- íþrótta- og tómstunda, menningar- og félagsmála, verslunar og þjónustu, umhverfis og náttúru, samgangna og húsnæðismála. Haldið er utanum hugmyndir borgarbúa í Miðasjá hverfisskipulagsins. Fjölbreyttur hópur fólks gaf sér tíma til að sækja samráðsfundina í hverjum skóla fyrir sig. Samhliða skapandi samráði var hverfisráðið nýtt til ráðgjafar og Gallup nýtti rýnihópa skipaða íbúum hverfisins. Þá voru hugmyndir sóttar innan úr stjórnsýslu borgarinnar, hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum sem varða hverfisskipulagið beint, sem og öðrum hagsmunaaðilum eins og fulltrúum fjölmenningar, eldri borgurum, grunnskólum og framhaldsskólum. Niðurstaða vinnunnar birtist í hverfisskipulaginu. Láttu sjá þig í hverfisgöngu Hverfisskipulag Breiðholtsbúa er í kynningarferli þar sem gengið verður um hverfið nokkur kvöld í röð. Fyrsta ferðin verður farin þriðjudagskvöldið 25.8.2020 við Arnarbakka í Neðra Breiðholti og sú næsta miðvikudaginn 26.8, þar sem verður gengið um Seljahverfið frá Seljakirkju. Síðasta gangan verður farin fimmtudaginn 27.8 þar sem gengið verður frá Markúsartorgi við Gerðuberg. Göngurnar hefjast allar kl.19:30 og eru allir íbúar hvattir til að koma í göngu um hverfið sitt og fá kynningu á hverfisskipulaginu í sínu nærumhverfi. Fyrir þá sem ekki komast í göngurnar verður haldinn opinn streymisfundur mánudaginn 31.8. Í kjölfarið opnast formlegt umsagnaferli með auglýsingu og þar sem öllum íbúum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir við skipulagið. Kjarninn í samráðsferlinu birtist í drögum hverfisskipulagsins sem liggur nú til kynningar og skiptir Breiðhyltinga og komandi kynslóðir miklu máli. Ég hvet því alla íbúa hverfisins til að kynna sér hverfisskipulagið fyrir sig og fjölskyldur sínar, kíkja í göngurnar, líta við í Mjódd í vikunni á kynningu og koma athugasemdum á framfæri. Höfundur er formaður íbúaráðs Breiðholts, varaborgarfulltrúi Samfylkingar í skipulagi og samgöngusviði og íbúi í Breiðholti.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun