Garðbæingar og Seltirningar mótfallnir Borgarlínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 06:13 Á þessari mynd má sjá fyrstu 25 stöðvarnar sem áætlað er að verði teknar í notkun í fyrsta áfanga Borgarlínu árið 2023. borgarlína Borgarlína nýtur áfram mikils stuðnings, ef marka má könnun sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið. Stuðningurinn er mestur í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði en í Garðabæ og Seltjarnarnesi mælist meiri andstaða við Borgarlínu. Næstum helmingur þeirra 1400 sem létu í ljós afstöðu sína í könnuninni segist hlynntur Borgarlínu en þrír af hverjum tíu eru henni andvígir. Stuðningurinn hefur þannig minnkað lítið eitt frá því í október, þegar Zentar vann sambærilega könnun. Konur eru hlynntari hraðvagnakerfinu en karlar og stuðningurinn er meiri meðal yngri aldurshópa. Þegar litið er til einstakra sveitarfélaga nýtur Borgarlínan mests stuðnings í Reykjavík. Þar mælist 57 prósent stuðningur en 29 prósent Reykvíkinga segjast andvíg verkefninu. „Það kemur kannski ekki á óvart að stuðningurinn sé sterkastur þar sem framkvæmdirnar varða fólk mest og fyrstu áfangarnir eru,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við Fréttablaðið. Mesta andstaðan á Seltjarnarnesi Næstmestur stuðningur er í Kópavogi og í Hafnarfirði þar sem tæplega helmingur segist hlynntur Borgarlínu og á bilinu 20 til 25 prósent segjast henni mótfallin. Skiptari skoðanir eru í Mosfellsbæ, þar segjast 38 prósent styðja verkefnið en 35 andvíg því. Í Garðabæ og á Seltjarnarnesi mælist hins vegar meiri andstaða við Borgarlínu heldur en stuðningur. Aðeins um þriðjungur Garðbæinga er hlynntur Borgarlínu en um helmingur mótfallinn henni. Svipaða sögu er að segja af Seltjarnarnesi. Þar segjast 39 prósent styðja verkefnið en heilt 61 prósent aðspurðra Seltirninga er andvígt Borgarlínu. Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum. Vagnar Borgarlínu munu geta tekið um 150-200 farþega, „tíðni ferða verður mikil, stöðvar verða yfir- byggðar, aðlaðandi og þægilegar með góðu aðgengi beint inn í vagnanna,“ eins og það er orðað á kynningarvef Borgarlínunnar þar sem nálgast má frekari upplýsingar um verkefnið. Samgöngur Borgarlína Skipulag Garðabær Seltjarnarnes Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira
Borgarlína nýtur áfram mikils stuðnings, ef marka má könnun sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið. Stuðningurinn er mestur í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði en í Garðabæ og Seltjarnarnesi mælist meiri andstaða við Borgarlínu. Næstum helmingur þeirra 1400 sem létu í ljós afstöðu sína í könnuninni segist hlynntur Borgarlínu en þrír af hverjum tíu eru henni andvígir. Stuðningurinn hefur þannig minnkað lítið eitt frá því í október, þegar Zentar vann sambærilega könnun. Konur eru hlynntari hraðvagnakerfinu en karlar og stuðningurinn er meiri meðal yngri aldurshópa. Þegar litið er til einstakra sveitarfélaga nýtur Borgarlínan mests stuðnings í Reykjavík. Þar mælist 57 prósent stuðningur en 29 prósent Reykvíkinga segjast andvíg verkefninu. „Það kemur kannski ekki á óvart að stuðningurinn sé sterkastur þar sem framkvæmdirnar varða fólk mest og fyrstu áfangarnir eru,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við Fréttablaðið. Mesta andstaðan á Seltjarnarnesi Næstmestur stuðningur er í Kópavogi og í Hafnarfirði þar sem tæplega helmingur segist hlynntur Borgarlínu og á bilinu 20 til 25 prósent segjast henni mótfallin. Skiptari skoðanir eru í Mosfellsbæ, þar segjast 38 prósent styðja verkefnið en 35 andvíg því. Í Garðabæ og á Seltjarnarnesi mælist hins vegar meiri andstaða við Borgarlínu heldur en stuðningur. Aðeins um þriðjungur Garðbæinga er hlynntur Borgarlínu en um helmingur mótfallinn henni. Svipaða sögu er að segja af Seltjarnarnesi. Þar segjast 39 prósent styðja verkefnið en heilt 61 prósent aðspurðra Seltirninga er andvígt Borgarlínu. Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum. Vagnar Borgarlínu munu geta tekið um 150-200 farþega, „tíðni ferða verður mikil, stöðvar verða yfir- byggðar, aðlaðandi og þægilegar með góðu aðgengi beint inn í vagnanna,“ eins og það er orðað á kynningarvef Borgarlínunnar þar sem nálgast má frekari upplýsingar um verkefnið.
Samgöngur Borgarlína Skipulag Garðabær Seltjarnarnes Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira