Byrjaðir á hringtorginu sem tengir Vík við jarðgöngin um Reynisfjall Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2020 20:41 Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og annar eigenda Framrásar ehf. í Vík. Eystri gangamunninn inn í Reynisfjall mun koma beint fyrir aftan Jóhann. Stöð 2/Einar Árnason Nýtt hringtorg sem byrjað er að gera í Vík í Mýrdal er um leið fyrsti áfanginn að tengingu við fyrirhuguð jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Alþingi samþykkti á dögunum ný lög sem heimila ríkissjóði að semja við einkaaðila um jarðgöngin. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Verktakafyrirtækið Framrás, sem er í eigu heimamanna, vinnur þessa dagana að gerð nýs hringtorgs í Vík en jafnframt að endurbótum þjóðvegarins í gegnum þorpið. „Þetta er stærðar verk. Það er malbikað hérna í gegnum þorpið,“ segir Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og annar eigenda Framrásar ehf. Vinna er hafin við gerð hringtorgsins, sem tengja mun veginn frá jarðgöngunum við þorpið í Vík.Stöð 2/Einar Árnason. Framrásarmenn tóku að sér verkið fyrir 209 milljónir króna en þeir áttu lægsta boð, 85 prósent af kostnaðaráætlun, og eiga að ljúka því fyrir 1. október í haust. Fyrir marga í Vík er gerð hringtorgsins táknrænt upphaf að miklu stærri en umdeildari framkvæmd. Verktakinn Jóhann velkist raunar ekki í vafa. „Þetta er byrjunin á jarðgöngunum, - eða veginum að jarðgöngunum,“ segir hann. Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig vegurinn frá jarðgöngunum mun tengjast byggðinni og núverandi hringvegi um nýja hringtorgið.Teikning/Mýrdalshreppur. Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir einmitt hvernig hringtorginu er ætlað að vera tenging nýs kafla hringvegarins sem liggja á sunnan við þorpið og í gegnum Reynisfjall. Alþingi markaði raunar stefnuna í lok júnímánaðar með samþykkt samgönguáætlunar og nýrra laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar eru hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli meðal sex verkefna sem ríkissjóði er núna heimilað að fjármagna með gjaldtöku af umferðinni og vinna í samstarfi við einkaaðila. Horft til Reynisfjalls. Jarðgangamuninn Víkurmegin verður skammt ofan fjörukambsins.Stöð 2/Einar Árnason. Engar fastmótaðar tímasetningar eru þó um verkið, umhverfismat er eftir og málið eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga. En jafnvel þótt göngin kæmu aldrei þá myndi nýja hringtorgið samt sem áður gagnast samfélaginu í Vík. „Já, já. Bara bætt aðkoma að þorpinu,“ segir Jóhann Guðlaugsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Nýtt hringtorg sem byrjað er að gera í Vík í Mýrdal er um leið fyrsti áfanginn að tengingu við fyrirhuguð jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Alþingi samþykkti á dögunum ný lög sem heimila ríkissjóði að semja við einkaaðila um jarðgöngin. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Verktakafyrirtækið Framrás, sem er í eigu heimamanna, vinnur þessa dagana að gerð nýs hringtorgs í Vík en jafnframt að endurbótum þjóðvegarins í gegnum þorpið. „Þetta er stærðar verk. Það er malbikað hérna í gegnum þorpið,“ segir Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og annar eigenda Framrásar ehf. Vinna er hafin við gerð hringtorgsins, sem tengja mun veginn frá jarðgöngunum við þorpið í Vík.Stöð 2/Einar Árnason. Framrásarmenn tóku að sér verkið fyrir 209 milljónir króna en þeir áttu lægsta boð, 85 prósent af kostnaðaráætlun, og eiga að ljúka því fyrir 1. október í haust. Fyrir marga í Vík er gerð hringtorgsins táknrænt upphaf að miklu stærri en umdeildari framkvæmd. Verktakinn Jóhann velkist raunar ekki í vafa. „Þetta er byrjunin á jarðgöngunum, - eða veginum að jarðgöngunum,“ segir hann. Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig vegurinn frá jarðgöngunum mun tengjast byggðinni og núverandi hringvegi um nýja hringtorgið.Teikning/Mýrdalshreppur. Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir einmitt hvernig hringtorginu er ætlað að vera tenging nýs kafla hringvegarins sem liggja á sunnan við þorpið og í gegnum Reynisfjall. Alþingi markaði raunar stefnuna í lok júnímánaðar með samþykkt samgönguáætlunar og nýrra laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar eru hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli meðal sex verkefna sem ríkissjóði er núna heimilað að fjármagna með gjaldtöku af umferðinni og vinna í samstarfi við einkaaðila. Horft til Reynisfjalls. Jarðgangamuninn Víkurmegin verður skammt ofan fjörukambsins.Stöð 2/Einar Árnason. Engar fastmótaðar tímasetningar eru þó um verkið, umhverfismat er eftir og málið eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga. En jafnvel þótt göngin kæmu aldrei þá myndi nýja hringtorgið samt sem áður gagnast samfélaginu í Vík. „Já, já. Bara bætt aðkoma að þorpinu,“ segir Jóhann Guðlaugsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira