Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Kristján Már Unnarsson skrifar 11. ágúst 2020 21:57 Frá svæðinu í Skjálfandafljóti þar sem Einbúavirkjun er áformuð. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Skjálfandafljót er eitt af stórfljótum Norðurlands og þekktast fyrir Goðafoss en það er við jörðina Einbúa sem landeigandinn Hilmar Ágústsson hefur kynnt áform um 9,8 megavatta rennslisvirkjun. Þar á 2,5 kílómetra kafla eru mikill straumur og flúðir í fljótinu og þar fæst 24 metra fallhæð sem hugmyndin er að virkja. Einbúavirkjun yrði í Bárðardal um sex kílómetra sunnan við GoðafossGrafík/Hafsteinn Þórðarson. Það verður þó hvorki með stíflu né miðlunarlóni. Þess í stað verður steyptur þröskuldur ofan í árbotninn, svokallað flóðvirki, sem beinir hluta árinnar inn í aðrennslisskurð og síðan í niðurgrafið stöðvarhús. Þarna verður því engu landi sökkt og engum fossi fórnað og áfram tryggt lágmarksrennsli á þessum kafla árinnar. Í áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismati Einbúavirkjunar er bent á að með aðrennslisskurði verði hrauni Bárðardals raskað. Sem eldhraun njóti það sérstakrar verndar sem forðast beri að raska nema vegna brýnna hagsmuna. Þegar við inntum systurnar í Svartárkoti, þær Sigurlínu og Guðrúnu Tryggvadætur, um afstöðu Bárðdælinga, sögðu þær að skiptar skoðanir væru í sveitinni um þessa og aðrar virkjanir, sem rætt hefði verið um á vatnasviði Skjálfandafljóts. Sigurlína Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst alveg líklegt að meiri sátt yrði um hana en margar,“ svarar Sigurlína um Einbúavirkjun. „Það vantar þriggja fasa rafmagn í stærsta hluta sveitarinnar og það er náttúrlega eitthvað sem þyrfti að vera líka ljóst; er það eitthvað sem kæmi með svona virkjun eða ekki,“ segir Guðrún. „Það eru margir sem vilja virkjanir út af vegamálum, vilja fá veg, og þá er svo gott að fá virkjun,“ segir Sigurlína. „Þýðir það samt bættar vegasamgöngur ef einhversstaðar verði virkjað? Það er enginn að fara að skella malbiki á Bárðardal, svona bara af því bara,“ segir Guðrún. Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst þetta nú með betri virkjanakostum, ef það á annað borð að virkja. En ég svo sem hef alltaf haft þá skoðun að ég vil hafa fljótið óvirkjað. Bara halda einhverjum ám á Íslandi óvirkjuðum,“ segir Sigurlína. „Það skiptir líka máli með svona virkjanir: Er hægt að nýta raforkuna í einhverja atvinnuuppbyggingu á svæðinu eða ekki? Það skiptir líka máli,“ segir Guðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þingeyjarsveit Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Friðlýsing Goðafoss undirrituð Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands. 11. júní 2020 16:52 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Skjálfandafljót er eitt af stórfljótum Norðurlands og þekktast fyrir Goðafoss en það er við jörðina Einbúa sem landeigandinn Hilmar Ágústsson hefur kynnt áform um 9,8 megavatta rennslisvirkjun. Þar á 2,5 kílómetra kafla eru mikill straumur og flúðir í fljótinu og þar fæst 24 metra fallhæð sem hugmyndin er að virkja. Einbúavirkjun yrði í Bárðardal um sex kílómetra sunnan við GoðafossGrafík/Hafsteinn Þórðarson. Það verður þó hvorki með stíflu né miðlunarlóni. Þess í stað verður steyptur þröskuldur ofan í árbotninn, svokallað flóðvirki, sem beinir hluta árinnar inn í aðrennslisskurð og síðan í niðurgrafið stöðvarhús. Þarna verður því engu landi sökkt og engum fossi fórnað og áfram tryggt lágmarksrennsli á þessum kafla árinnar. Í áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismati Einbúavirkjunar er bent á að með aðrennslisskurði verði hrauni Bárðardals raskað. Sem eldhraun njóti það sérstakrar verndar sem forðast beri að raska nema vegna brýnna hagsmuna. Þegar við inntum systurnar í Svartárkoti, þær Sigurlínu og Guðrúnu Tryggvadætur, um afstöðu Bárðdælinga, sögðu þær að skiptar skoðanir væru í sveitinni um þessa og aðrar virkjanir, sem rætt hefði verið um á vatnasviði Skjálfandafljóts. Sigurlína Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst alveg líklegt að meiri sátt yrði um hana en margar,“ svarar Sigurlína um Einbúavirkjun. „Það vantar þriggja fasa rafmagn í stærsta hluta sveitarinnar og það er náttúrlega eitthvað sem þyrfti að vera líka ljóst; er það eitthvað sem kæmi með svona virkjun eða ekki,“ segir Guðrún. „Það eru margir sem vilja virkjanir út af vegamálum, vilja fá veg, og þá er svo gott að fá virkjun,“ segir Sigurlína. „Þýðir það samt bættar vegasamgöngur ef einhversstaðar verði virkjað? Það er enginn að fara að skella malbiki á Bárðardal, svona bara af því bara,“ segir Guðrún. Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst þetta nú með betri virkjanakostum, ef það á annað borð að virkja. En ég svo sem hef alltaf haft þá skoðun að ég vil hafa fljótið óvirkjað. Bara halda einhverjum ám á Íslandi óvirkjuðum,“ segir Sigurlína. „Það skiptir líka máli með svona virkjanir: Er hægt að nýta raforkuna í einhverja atvinnuuppbyggingu á svæðinu eða ekki? Það skiptir líka máli,“ segir Guðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Þingeyjarsveit Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Friðlýsing Goðafoss undirrituð Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands. 11. júní 2020 16:52 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Friðlýsing Goðafoss undirrituð Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands. 11. júní 2020 16:52