
HM 2018 í Rússlandi

Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands
Framkvæmdastjóri KSÍ segir að formlegt samkomulag verði gert við Tólfuna um aðkomu hennar að HM í Rússlandi.

Eiður Smári: Þegar við komum heim frá Frakklandi var næstum því eins og við hefðum unnið EM
Eiður Smári Guðjohnsen er kominn til Indónesíu frá Kína og hann hélt í dag blaðamannafund á vegum Knattspyrnsambands Indónesíu í tilefni af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Indónesíu.

Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari
Ætlar ásamt Garðari Erni út í hinn stóra heim að ræða við íslenska landsliðsmenn, þjálfara og fyrrverandi heimsmeistara.

Lék með Wigan og á síðasta HM en dó aðeins 29 ára gamall
Juan Carlos Garcia, fyrrum leikmaður Wigan Athletic og landsliðs Hondúras, tapaði baráttunni á móti við krabbamein og lést áður en hann hélt upp á þrítugsafmælið sitt.

Miðinn kostar eina og hálfa milljón rúpía í VIP-sætin á leik Íslands og Indónesíu
Ísland og Indónesía mætast í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum en fyrri leikurinn fer fram á fimmtudaginn kemur.

Messi og félagar vildu ekki undirbúa sig fyrir Íslandsleikinn á móti landsliði Lagerbäck
Lars Lagerbäck þjálfar norska landsliðið en það var ekki nóg til að sannfæra Argentínumenn að spila vináttulandsleik við liðið svo þær gætu undirbúið sig fyrir fyrsta leikinn sinn á HM í Rússlandi 2018.

Töluverður fjöldi indónesískra miðla elta íslensku strákana út um allt
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt út til Indónesíu þar sem liðið mætir heimamönnum í tveimur vináttuleikjum á næstu dögum.

Stelpurnar fá 100 þúsund krónur á stig eins og strákarnir
Áður fengu leikmenn um 85 þúsund krónur fyrir sigurinn. Um margfalda hækkun er að ræða frá því sem áður var.

Myndbandsdómarar hugsanlega á HM og í enska boltanum
Það kemur enn til greina að nota myndbandsdómara á HM í sumar og enska knattspyrnusambandið ætlar að prófa að nýta sér tæknina mjög fljótlega.

Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar
Málum blandið hvort íþróttafréttamaðurinn verði lánaður til að lýsa leikjum Íslands á HM.

Andri Rúnar fer með íslenska landsliðinu til Indónesíu
Andri Rúnar Bjarnason, markakóngur Pepsi-deildar karla 2017 og markametshafi, spilar væntanlega sinn fyrsta A-landsleik í Indónesíu seinna í þessum mánuði.

Strákarnir mæta Perú í Bandaríkjunum
KSÍ staðfesti í dag að íslenska karlalandsliðið mun spila vináttulandsleik gegn Perú þann 27. mars í Bandaríkjunum.

Nóg af miðum á leikina við Nígeríu og Króatíu
FIFA gerir ekki ráð fyrir að Íslendingar klári þá miða sem ætlaðir eru stuðningsmönnum liðsins á HM. Eftirspurnin er langmest á fyrsta leikinn í Moskvu.

Aron segir mikinn heiður að hafna í öðru sæti
Landsliðsfyrirliðinn óskar Ólafíu og öðru tilnefndu íþróttafólki til hamingju.

Heimir valinn þjálfari ársins
Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna.

Karlalandsliðið er lið ársins
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lið ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna.

Neymar: Ísland verður liðið sem kemur á óvart
Brasilíska stórstjarnan Neymar telur að Ísland muni verða liðið sem komi á óvart á HM í Rússlandi næsta sumar.

Mutko kemur ekki nálægt HM lengur
Hinn umdeildi Vitaly Mutko hefur stigið niður sem yfirmaður skipulagsnefndar HM í Rússlandi að því er fram kemur í rússneskum fjölmiðlum í dag.

Stjóri Cardiff sendi Aron í aðgerð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson gæti þurft að sitja á hliðarlínunni næstu þrjá mánuði, en hann gekkst undir aðgerð á ökkla á dögunum.

Lars: Gylfi og Henrik Larsson bestu liðsmenn sem ég hef unnið með
Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins, segir að Nígeríumenn þurfi að varast Gylfa Þór Sigurðsson í leik liðanna á HM 22. júní á næsta ári.

Kókaínbann fyrirliða Perú stytt um helming
Fyrirliði landsliðs Perú, Paolo Guerrero, mun geta spilað með sínum mönnum á HM næsta sumar eftir að FIFA ákvað að stytta leikbann hans ansi hraustlega.

Strákarnir enda magnað ár í 22. sæti heimslistans
Frábært knattspyrnu ár íslenska landsliðsins er að baki.

Strákarnir óskuðu sjálfir eftir því að spila síðustu leikina fyrir HM á Íslandi
Íslensku landsliðsmennirnir fá góðan tíma á Íslandi áður en þeir fara til Rússlands.

Heimir: Leiðin er ekki löng úr janúar hópnum á HM
Heimir Hallgrímsson vonast til þess að strákarnir sem fá tækifærið í Indónesíu nýti það vel.

Ungt lið til Indónesíu | Albert og Kolbeinn fara mögulega með
Íslenski landsliðshópurinn var tilkynntur í dag fyrir æfingaleiki gegn Indónesíu í janúar.

Svona var blaðamannafundur Heimis
Heimir Hallgrímsson tilkynnti landsliðshópinn sem mætir Indónesíu í tveimur vináttuleikjum í janúar.

Ísland spilar síðustu tvo æfingaleikina fyrir HM heima
Íslendingar fá að sjá íslenska landsliðið spila síðustu tvo leiki sína fyrir HM á Laugardalsvelli.

Cantona fer yfir HM-dráttinn og Sigmundur Davíð kemur við sögu
Eric Cantona, eða The Commissioner of Football eins og hann kallar sig í vefþáttum Eurosport, er mættur á nýjan og í nýjasta þættinum fjallar hann um HM-dráttinn á sinn einstaka hátt.

Mótherjar Íslands á HM í Rússlandi notuðu ólöglegan leikmann í undankeppninni
Íslenska karlalandsliðið er að fara að mæta liði í úrslitakeppni HM í Rússlandi næsta sumar sem komst upp með að brjóta reglur í undankeppninni.

Alfreð: Má ekki gleyma hversu gott maður hefur það
Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason segist vita af áhuga nokkurra stærri liða, en hann sé ekkert að hugsa sér til hreyfings frá Augsburg. Hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í gær.