Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2018 13:46 Gummi Ben. Víst er að margir eru afar áhugasamir um að hann lýsi leikjum Íslands á HM í sumar, jafnvel of ákafir ef eitthvað er. Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 klóraði sér í kollinum í morgun en þá greindi Morgunblaðið frá því að til stæði að hann lýsti leikjum Íslands á HM í sumar. Ríkissjónvarpið mun sýna frá Heimsmeistarakeppninni í fótbolta og Höskuldur Daði Magnússon greinir frá því að undirbúningur íþróttadeildarinnar á RÚV, hvar Hilmar Björnsson ræður ríkjum, gangi vel. Fyrirsögn fréttarinnar er: „Unnið að því að Gummi Ben lýsi leikjum Íslands“. „Ég veit ekkert um það? Ég var að heyra af þessu fyrst í morgun,“ segir téður Gummi Ben í samtali við Vísi um þetta skúbb Moggans. Í fréttinni segir að Guðmundur hafi slegið í gegn með „lýsingum sínum á leikjum Íslands á EM í Frakklandi. Þá fékk Sjónvarp Símans hann að láni frá Stöð 2. Er ekki borðleggjandi að RÚV fái hann að láni hjá núverandi vinnuveitendum, Vodafone?Hilmar Björnsson sagði Mogganum af því að nú væri unnið að því að fá Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM í sumar.Morgunblaðið 4. janúar 2018.„Það mál er í vinnslu og ég get voða lítið tjáð mig um það núna. Þetta skýrist vonandi núna í janúar,“ segir Hilmar Björnsson íþróttastjóri hjá RÚV.“ Sú vinna er þó ekki langt komin ef marka má sjálfan og umræddan Gumma Ben sem kemur af fjöllum. Fyrir um mánuði kom þetta til tals í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í samtali við Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann hjá RÚV, sem þangað var mættur til að fara yfir fréttir vikunnar. Einar Örn sagði af undirbúningi íþróttadeildarinnar og var glatt hjá hjalla í hljóðstofu samkvæmt venju. Var hann spurður hvort komið hafi til tals að leigja Gumma Ben en Einar Örn gaf ekki mikið fyrir það, ekki þá: „Er þetta ekki eins og í bikarkeppninni. Hann er búinn að spila með öðru liði,“ sagði Einar Örn. Er helst á honum að skilja að það væri nokkuð sem varla kæmi til greina af sinni hálfu. Bíó og sjónvarp HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 klóraði sér í kollinum í morgun en þá greindi Morgunblaðið frá því að til stæði að hann lýsti leikjum Íslands á HM í sumar. Ríkissjónvarpið mun sýna frá Heimsmeistarakeppninni í fótbolta og Höskuldur Daði Magnússon greinir frá því að undirbúningur íþróttadeildarinnar á RÚV, hvar Hilmar Björnsson ræður ríkjum, gangi vel. Fyrirsögn fréttarinnar er: „Unnið að því að Gummi Ben lýsi leikjum Íslands“. „Ég veit ekkert um það? Ég var að heyra af þessu fyrst í morgun,“ segir téður Gummi Ben í samtali við Vísi um þetta skúbb Moggans. Í fréttinni segir að Guðmundur hafi slegið í gegn með „lýsingum sínum á leikjum Íslands á EM í Frakklandi. Þá fékk Sjónvarp Símans hann að láni frá Stöð 2. Er ekki borðleggjandi að RÚV fái hann að láni hjá núverandi vinnuveitendum, Vodafone?Hilmar Björnsson sagði Mogganum af því að nú væri unnið að því að fá Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM í sumar.Morgunblaðið 4. janúar 2018.„Það mál er í vinnslu og ég get voða lítið tjáð mig um það núna. Þetta skýrist vonandi núna í janúar,“ segir Hilmar Björnsson íþróttastjóri hjá RÚV.“ Sú vinna er þó ekki langt komin ef marka má sjálfan og umræddan Gumma Ben sem kemur af fjöllum. Fyrir um mánuði kom þetta til tals í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í samtali við Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann hjá RÚV, sem þangað var mættur til að fara yfir fréttir vikunnar. Einar Örn sagði af undirbúningi íþróttadeildarinnar og var glatt hjá hjalla í hljóðstofu samkvæmt venju. Var hann spurður hvort komið hafi til tals að leigja Gumma Ben en Einar Örn gaf ekki mikið fyrir það, ekki þá: „Er þetta ekki eins og í bikarkeppninni. Hann er búinn að spila með öðru liði,“ sagði Einar Örn. Er helst á honum að skilja að það væri nokkuð sem varla kæmi til greina af sinni hálfu.
Bíó og sjónvarp HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira