Fótbolti

Ísland spilar síðustu tvo æfingaleikina fyrir HM heima

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn landsliðsins taka víkingaklappið með stuðningsmönnum.
Leikmenn landsliðsins taka víkingaklappið með stuðningsmönnum. Vísir/Eyþór
Heimir Hallgrímsson, þjálfari A-landsliðs karla, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að Ísland muni leika síðustu tvo leiki sína fyrir HM í sumar á heimavelli.

Fyrir EM 2016 spilaði Ísland útileik gegn Noregi í lok maí og heimaleik gegn Liechtenstein í byrjun júní. Ekki hefur verið greint frá því hvaða liðum Ísland muni spila við í lokaundirbúningi sínum fyrir HM í Rússlandi.

Ísland leikur einnig tvo æfingaleiki í mars en ekki liggur fyrir hvaða lið það verða. Heimir staðfesti þó í dag að það verður gegn liðum í Afríku og Suður-Ameríku, en Ísland er í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu á HM í sumar.

Ísland leikur einnig tvo æfingaleiki gegn Indónesíu, dagana 10. og 14. janúar. Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því ekki kostur fyrir Heimi að velja sinn sterkasta hóp að þessu sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×