Framsóknarflokkurinn

Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var sá frambjóðandi í kjördæminu sem oftast var strikað yfir í nýafstöðnum kosningum. Næstur var oddviti Samfylkingarinnar en þar á eftir kom maðurinn í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins hugnaðist ekki 23 kjósendum flokksins.

Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi
Fimm af sex oddvitum flokkanna sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi raða sér í efstu sæti listans yfir þá frambjóðendur sem oftast var strikað yfir í kosningum til alþingis. Oddviti flokksins sem er stærstur í kjördæminu er ekki þeirra á meðal.

Burðarásar samfélagsins
Það er vel við hæfi að dagur sjálfboðaliðans sé haldinn hátíðlegur stuttu eftir nýafstaðnar kosningar. Þessi dagur minnir okkur á þá ómetanlegu vinnu sem sjálfboðaliðar inna af hendi við að halda uppi flokksstarfi og kosningabaráttu.

Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu
Starfandi forseti Alþingis segir rangt að yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis geti ekki tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu í kjördæminu líkt og formaður hennar hefur haldið fram.

Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði og nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi, lætur af störfum sem bæjarstjóri um áramótin eins og til stóð. Samkvæmt málefnasamningi við Framsóknarflokksins verður Valdimar Víðisson oddviti flokksins og formaður bæjarráðs bæjarstjóri síðasta eina og hálfa ár kjörtímabilsins.

Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu
Formaður Viðreisnar hefur lagt til að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, fái umboð til stjórnarmyndunar. Inga Sæland segist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð telur eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig.

Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar
Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag.

Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum
Fundir Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, með formönnum flokkanna hefjast klukkan níu en fyrst til að sækja hana heim verður Kristrún Frostadóttir.

Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn
Stjórnarandstaðan bætti við sig tuttugu og fjórum þingsætum og vann Samfylkingin stærsta sigurinn og bætti við sig níu mönnum. Kjörsókn var 80,2 prósent, örlítið meiri en í síðustu þingkosningum. Margir möguleikar eru á þriggja flokka stjórn. Stefanía Óskarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði fór yfir niðurstöðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti
Willum Þór Þórsson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu, alveg þar til síðustu tölur bárust eftir hádegi í dag. Björn Leví Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavík suður sem einnig kveður þingið segir niðurstöðuna vonbrigði og létti í senn.

Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi.

31 snýr ekki aftur á þing
Af 63 þingmönnum síðasta kjörtímabils hverfa 30 á braut þegar nýtt þing tekur til starfa.

Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil
Fjórir stjórnarandstöðuflokkar bættu samtals við sig 24 þingsætum í alþingiskosningunum í gær á meðan ríkisstjórnarflokkar síðasta kjörtímabils guldu sameiginleg afhroð. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en Sjálfstæðisflokkur vann varnarsigur.

Krossar fingur vegna Sigurðar Inga
Sigríður Á. Andersen hefur tryggt sér þingsæti fyrir Miðflokkinn og Halla Hrund Logadóttir tekur nýliðasæti fyrir Framsóknarflokkinn. Halla Hrund bindur enn vonir við að Sigurður Ingi tryggi sér sæti á þingi.

„Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er hvergi nærri af baki og lýsir því yfir að það séu ýmis stjórnarmynstur inni í myndinni. Hann lítur ekki á niðurstöður kosninganna sem einhvern sigur vinstrisins.

Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn.

Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða
Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur.

Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu
Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks er einn þeirra sem býður upp á greiningu á stöðu mála nú að loknum kosningum. Hann segir Kristrúnu Frost Taylor Swift kosninganna.

Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar
„Ákallið um breytingar er mikið og boltinn er þá kominn til þeirra sem unnu kosningarnar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrir stundu.

Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins
Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður.

Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar
Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent.

Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing
Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi.

Kanónurnar sem eru að hverfa
Miklar sveiflur eru á fylgi þingflokka sem hefur þau áhrif að þekktir þingmenn ýmissa flokka hverfa af þingi. Vísir tók saman stærstu nöfnin sem þurfa að öllum líkindum að hverfa á braut.

Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segist engar áhyggjur hafa af sinni eigin framtíð né heldur af framtíð flokksins. Hann segir það ekki hafa verið mistök að hafa gefið eftir sæti sitt sem oddvita. Útlit er fyrir að hann muni ekki ná sæti á þingi ef miðað er við talningar í kosningunum þegar þetta er skrifað.

Flokkurinn verði að líta inn á við
Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður benda til að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, sé að missa þingsæti sitt. Hún leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en samkvæmt fyrstu tölum fær Framsókn þar 4,7 prósent atkvæða.

Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn
Ásmundur Einar Daðason og Willum Þór Þórsson, ráðherrar Framsóknar, segjast ekki vera stressaðir þó einungis annar þeirra, Willum, mælist inni þegar þetta er skrifað og þá mælist formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, heldur ekki inni. Ásmundur Einar segist stoltur af sínum verkum en segir ljóst að uppbyggingarstarf bíði félaga sinna í Framsókn.

„Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“
Þorgerður Katrín segir þjóðina vilja sjá myndun samhentrar ríkisstjórnar. Ásmundi Einari er létt að kosningabaráttunni sé lokið en segist þó bjartsýnn. Frambjóðendur Lýðræðisflokksins trúa því að þjóðin sé búin að opna augun.

Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins var beðinn um að fjarlægja barmmerki merkt flokknum er hann mætti á kjörstað á Flúðum í dag.

Samvinna er leiðin til hagsældar
Frjálsar kosningar eru hornsteinn þess lýðræðissamfélags við búum í og blessunarlega er virk lýðræðisþátttaka er eitt af því sem hefur einkennt íslenskt samfélag. Í dag fara fram afar mikilvægar kosningar og skera um í hvað átt samfélagið okkar þróast á næstu árum.

Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki
Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega.