Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Árni Sæberg skrifar 20. júní 2025 16:51 Einar vonast til þess að meirihlutinn í borginni fallist á að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúar Framsóknar leggja til lækkun álagningarhlutfalls fasteignagjalda íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis, sem myndi skila tæplega tveimur milljörðum króna til borgarbúa. Oddviti Framsóknar í borginni segir tillöguna ekki popúlíska, enda eigi borgarsjóður vel fyrir henni eftir ráðdeild í rekstri borgarinnar undanfarið. Þá segir hann áform ríkisstjórnarinnar um að rukka borgarbúa um auðlindagjald af jarðhita fráleit. Tillagan, sem hefur verið birt á vef Reykjavíkurborgar, verður lögð fram á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Í henni er lagt til að borgarstjórn samþykki að fela fjármála- og áhættustýringarsviði að undirbúa tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur þar sem álagningarhlutfall fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði lækki þannig að hækkun fasteignamats hafi ekki áhrif til hækkunar gagnvart íbúum og fyrirtækjum og tekjur borgarsjóðs af fasteignagjöldum hækki ekki á milli áranna 2025 og 2026. Vel á annan milljarð Álagningarhlutfall fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði verði lækkað úr 0,18 prósent í 0,163 prósent og álagningarhlutfall fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði lækki úr 1,6 prósent í 1,536 prósent. Lóðaleiga lækki úr 0,2 prósent í 0,18 prósent. „Tillagan felur í sér að áætluð lækkun fasteignagjalda á næsta ári nemi rúmum 1,8 milljarði króna og skiptist þannig að tekjur vegna íbúðarhúsnæðis lækki um 857 milljónir, tekjur vegna atvinnuhúsnæðis lækki um 790 milljónir og tekjur vegna lóðaleigu lækki um 171 milljón.“ Eðlilegt að íbúar og fyrirtæki njóti árangursins Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, segir í samtali við Vísi að nú hafi tekist að snúa við rekstri borgarinnar og síðasta ár hafi borgarsjóður verið rekinn með fimm milljarða króna afgangi. „Þá er eðlilegt að leyfa borgarbúum og fyrirtækjunum í borginni að njóta árangursins, það munar um tæplega tveggja milljarða skattalækkun. Þessi tillaga er ekki popúlísk, við eigum fyrir þessu,“ segir hann. Ekki bjartsýnn miðað við ummæli Kristrúnar Hann segist vona að Samfylkingin og samstarfsflokkar hennar í borginni sjái ljósið og taki þátt í því að lækka skatta á íbúa en vissulega sé hann ekki bjartsýnn á það. „Miðað við síðustu ummæli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra þá hyggst Samfylkingin hækka skatta á borgarbúa með sérstöku auðlindagjaldi á hitaveitu. Það eru grafalvarleg tíðindi en koma ekki á óvart því stefna Samfylkingarinnar virðist vera að hækka sífellt skatta, hvort sem það er á vettvangi ríkisstjórnarinnar eða hér í Reykjavík.“ Þar vísar Einar til ummæla sem Kristrún lét falla á opnum fundi sem Samfylkingin stóð fyrir á Ísafirði í gær. Þar spurði íbúi hvers vegna íbúar höfuðborgarsvæðisins væru ekki rukkaðir um auðlindagjald af jarðhita. Auðlindamál voru einmitt talsvert til umræðu á fundinum, sér í lagi hvað boðaða hækkun veiðigjalda varðar. Morgunblaðið hafði í morgun eftir Kristrúnu á fundinum að ríkisstjórn hennar ynni nú að því að setja á heildstæða auðlindastefnu, sem myndi meðal annars fela í sér auðlindagjöld af jarðhita. „Það er verið að skoða þá leið að jafna það milli svæða, þó það þýði að einhver á höfuðborgarsvæðinu þurfi að borga aðeins meira.“ Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Tillagan, sem hefur verið birt á vef Reykjavíkurborgar, verður lögð fram á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Í henni er lagt til að borgarstjórn samþykki að fela fjármála- og áhættustýringarsviði að undirbúa tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur þar sem álagningarhlutfall fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði lækki þannig að hækkun fasteignamats hafi ekki áhrif til hækkunar gagnvart íbúum og fyrirtækjum og tekjur borgarsjóðs af fasteignagjöldum hækki ekki á milli áranna 2025 og 2026. Vel á annan milljarð Álagningarhlutfall fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði verði lækkað úr 0,18 prósent í 0,163 prósent og álagningarhlutfall fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði lækki úr 1,6 prósent í 1,536 prósent. Lóðaleiga lækki úr 0,2 prósent í 0,18 prósent. „Tillagan felur í sér að áætluð lækkun fasteignagjalda á næsta ári nemi rúmum 1,8 milljarði króna og skiptist þannig að tekjur vegna íbúðarhúsnæðis lækki um 857 milljónir, tekjur vegna atvinnuhúsnæðis lækki um 790 milljónir og tekjur vegna lóðaleigu lækki um 171 milljón.“ Eðlilegt að íbúar og fyrirtæki njóti árangursins Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, segir í samtali við Vísi að nú hafi tekist að snúa við rekstri borgarinnar og síðasta ár hafi borgarsjóður verið rekinn með fimm milljarða króna afgangi. „Þá er eðlilegt að leyfa borgarbúum og fyrirtækjunum í borginni að njóta árangursins, það munar um tæplega tveggja milljarða skattalækkun. Þessi tillaga er ekki popúlísk, við eigum fyrir þessu,“ segir hann. Ekki bjartsýnn miðað við ummæli Kristrúnar Hann segist vona að Samfylkingin og samstarfsflokkar hennar í borginni sjái ljósið og taki þátt í því að lækka skatta á íbúa en vissulega sé hann ekki bjartsýnn á það. „Miðað við síðustu ummæli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra þá hyggst Samfylkingin hækka skatta á borgarbúa með sérstöku auðlindagjaldi á hitaveitu. Það eru grafalvarleg tíðindi en koma ekki á óvart því stefna Samfylkingarinnar virðist vera að hækka sífellt skatta, hvort sem það er á vettvangi ríkisstjórnarinnar eða hér í Reykjavík.“ Þar vísar Einar til ummæla sem Kristrún lét falla á opnum fundi sem Samfylkingin stóð fyrir á Ísafirði í gær. Þar spurði íbúi hvers vegna íbúar höfuðborgarsvæðisins væru ekki rukkaðir um auðlindagjald af jarðhita. Auðlindamál voru einmitt talsvert til umræðu á fundinum, sér í lagi hvað boðaða hækkun veiðigjalda varðar. Morgunblaðið hafði í morgun eftir Kristrúnu á fundinum að ríkisstjórn hennar ynni nú að því að setja á heildstæða auðlindastefnu, sem myndi meðal annars fela í sér auðlindagjöld af jarðhita. „Það er verið að skoða þá leið að jafna það milli svæða, þó það þýði að einhver á höfuðborgarsvæðinu þurfi að borga aðeins meira.“
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent