Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2025 07:32 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í borginni, en Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingar, tók við borgarstjórastólnum af honum í febrúar síðastliðinn. Vísir/Ívar Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram með mest fylgi flokka í Reykjavík. Samfylkingin er á siglingu og myndi bæta við sig tveimur borgarfulltrúum í átta, en Framsókn myndi missa alla sína fjóra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið. Sjálfstæðisflokkurinn mælist þar með rúmlega 31 prósenta fylgi samanborið við 34 prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi þó bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef þetta yrði niðurstaða kosninga, fara úr sex í átta. Í könnuninni mælist Samfylkingin með 26 prósenta fylgi og fengi sjö borgarfulltrúa í stað fimm. Flokkurinn mældist með 20 prósenta fylgi í könnun Gallup sem framkvæmd var í mars og hefur því bætt nokkuð við sig á milli kannana. Athygli vekur að Framsókn – sem hlaut tæplega nítján prósenta fylgi í kosningunum 2022 og fjóra fulltrúa kjörna – mælist nú með 3,1 prósenta fylgi og myndi því missa alla sína borgarfulltrúa. Sósíalistar mælast með rúmlega níu prósenta fylgi en mældist með rúmlega þrettán prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi samkvæmt könnuninni halda sínum tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins og Vinstri græn mælast nú með um 4,5 prósenta fylgi og myndu báðir halda sínum eina borgarfulltrúa. Píratar myndi sömuleiðis fá einn borgarfulltrúa kjörinn, en eftir kosningarnar 2022 náði flokkurinn inn þremur. Í könnuninni nú mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi, aðeins meira en í síðustu könnun í mars. Viðreisn mælist í könnuninni með 10,6 prósenta fylgi og fengi tvo borgarfulltrúa kjörna, en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er nú eini borgarfulltrúi flokksins. Miðflokkurinn mælist í könnuninni með 5,4 prósenta fylgi og myndi ná inn einum manni, en flokkurinn náði ekki neinum manni inn í kosningunum 2022. Könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið var framkvæmd dagana 1. til 31. maí en í úrtaki voru 4.263 Reykvíkingar átján ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 43,4 prósent. Skoðanakannanir Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið. Sjálfstæðisflokkurinn mælist þar með rúmlega 31 prósenta fylgi samanborið við 34 prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi þó bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef þetta yrði niðurstaða kosninga, fara úr sex í átta. Í könnuninni mælist Samfylkingin með 26 prósenta fylgi og fengi sjö borgarfulltrúa í stað fimm. Flokkurinn mældist með 20 prósenta fylgi í könnun Gallup sem framkvæmd var í mars og hefur því bætt nokkuð við sig á milli kannana. Athygli vekur að Framsókn – sem hlaut tæplega nítján prósenta fylgi í kosningunum 2022 og fjóra fulltrúa kjörna – mælist nú með 3,1 prósenta fylgi og myndi því missa alla sína borgarfulltrúa. Sósíalistar mælast með rúmlega níu prósenta fylgi en mældist með rúmlega þrettán prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi samkvæmt könnuninni halda sínum tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins og Vinstri græn mælast nú með um 4,5 prósenta fylgi og myndu báðir halda sínum eina borgarfulltrúa. Píratar myndi sömuleiðis fá einn borgarfulltrúa kjörinn, en eftir kosningarnar 2022 náði flokkurinn inn þremur. Í könnuninni nú mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi, aðeins meira en í síðustu könnun í mars. Viðreisn mælist í könnuninni með 10,6 prósenta fylgi og fengi tvo borgarfulltrúa kjörna, en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er nú eini borgarfulltrúi flokksins. Miðflokkurinn mælist í könnuninni með 5,4 prósenta fylgi og myndi ná inn einum manni, en flokkurinn náði ekki neinum manni inn í kosningunum 2022. Könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið var framkvæmd dagana 1. til 31. maí en í úrtaki voru 4.263 Reykvíkingar átján ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 43,4 prósent.
Skoðanakannanir Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum