„Óásættanlegt“ að ofbeldi fái ekki sömu athygli og veiðigjöld Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 22:31 Halla hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar. Vísir/Vilhelm Þingmaður framsóknar segir óásættanlegt að ofbeldi, sem börn landsins verði fyrir, fái ekki sömu athygli á Alþingi og mál eins og veiðigjaldafrumvarpið. Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar setti nokkur þingmál í samhengi við borðspilið Matador, sem gengur út á að safna sem mestum auð í gegnum fasteignakaup og fjárfestingar, í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld. Niðurstöður rannsóknar þar sem Matador spil kom við sögu bendi til þess að völd geti aukið sjálfhverfu. „Og stóra áhyggjuefnið er að þegar þegar slíkur hroki nær yfirhöndinni að þá töpum við hæfninni til að hlusta á ólík sjónarmið og átök dýpka. Slík átök birtast okkur oft í þessum þingsal.“ Hún nefnir auðlindamálin sem dæmi og segir Ísland hafa skapað orkumarkað sem minni óþægilega á „eftirlitslausan fjármálamarkaðinn“ fyrir hrun. „Raforkuverð hefur aldrei hækkað jafn hratt. Skortur á framtíðarsýn hefur leitt af sér að tugir vindorkuverkefna í erlendri eigu eru í bígerð og valdið er hjá þeim sem vilja margar virkjanir hratt á meðan rödd náttúruverndar þagnar. Við eigum að framleiða meiri orku en við megum ekki líta á ráðstöfun takmarkaðra auðlinda, lands og víðerna, sömu augum og kaup á götum eða húsum í Matador leiknum.“ „Ofbeldi er vá“ Þá tók hún annað dæmi þar sem hún bar athygli sem veiðigjaldafrumvarpið fær á Alþingi saman við athygli sem mál tengd ofbeldi fá á Alþingi. Veiðigjöldin eru afar mikilvægt úrlausnarefni en það er óásættanlegt að ofbeldi, líkt og í skólum barnanna okkar í vetur fái ekki sömu athygli hér á þingi. Við þurfum kjark til að ræða orsakir, eins og ójöfnuð, árekstra við innflytjendur, og þverrandi andlega líðan. Hún kallar eftir því að brugðist verði við faraldur ofbeldis af sömu festu og Almannavarnir þegar eldgos steðjar að. „Þá koma allir saman, aðgerðir eru skýrar og mat á árangri er stöðugt þar til hættan er yfirstaðin. Ofbeldi er vá sem þarf sams konar aðgerðarfestu.“ Loks setti hún húsnæðismarkaðinn í samhengi við Matador spilið sem hún nefndi. „Við þurfum að passa að forgjöf og heppni ráði því ekki hvort þú eigir þak yfir höfuðið og vextir verða að lækka. Uppbygging íbúðarhúsnæðis á ekki bara að vera á forsendum þeirra ríku. Áður var hagkvæmara húsnæði byggt svo að fleiri kæmust að. Húsnæðismál eru lífsspursmál og húsnæðismarkaður má ekki vera í leikur anda Matador spilsins.“ Framsóknarflokkurinn Alþingi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar setti nokkur þingmál í samhengi við borðspilið Matador, sem gengur út á að safna sem mestum auð í gegnum fasteignakaup og fjárfestingar, í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld. Niðurstöður rannsóknar þar sem Matador spil kom við sögu bendi til þess að völd geti aukið sjálfhverfu. „Og stóra áhyggjuefnið er að þegar þegar slíkur hroki nær yfirhöndinni að þá töpum við hæfninni til að hlusta á ólík sjónarmið og átök dýpka. Slík átök birtast okkur oft í þessum þingsal.“ Hún nefnir auðlindamálin sem dæmi og segir Ísland hafa skapað orkumarkað sem minni óþægilega á „eftirlitslausan fjármálamarkaðinn“ fyrir hrun. „Raforkuverð hefur aldrei hækkað jafn hratt. Skortur á framtíðarsýn hefur leitt af sér að tugir vindorkuverkefna í erlendri eigu eru í bígerð og valdið er hjá þeim sem vilja margar virkjanir hratt á meðan rödd náttúruverndar þagnar. Við eigum að framleiða meiri orku en við megum ekki líta á ráðstöfun takmarkaðra auðlinda, lands og víðerna, sömu augum og kaup á götum eða húsum í Matador leiknum.“ „Ofbeldi er vá“ Þá tók hún annað dæmi þar sem hún bar athygli sem veiðigjaldafrumvarpið fær á Alþingi saman við athygli sem mál tengd ofbeldi fá á Alþingi. Veiðigjöldin eru afar mikilvægt úrlausnarefni en það er óásættanlegt að ofbeldi, líkt og í skólum barnanna okkar í vetur fái ekki sömu athygli hér á þingi. Við þurfum kjark til að ræða orsakir, eins og ójöfnuð, árekstra við innflytjendur, og þverrandi andlega líðan. Hún kallar eftir því að brugðist verði við faraldur ofbeldis af sömu festu og Almannavarnir þegar eldgos steðjar að. „Þá koma allir saman, aðgerðir eru skýrar og mat á árangri er stöðugt þar til hættan er yfirstaðin. Ofbeldi er vá sem þarf sams konar aðgerðarfestu.“ Loks setti hún húsnæðismarkaðinn í samhengi við Matador spilið sem hún nefndi. „Við þurfum að passa að forgjöf og heppni ráði því ekki hvort þú eigir þak yfir höfuðið og vextir verða að lækka. Uppbygging íbúðarhúsnæðis á ekki bara að vera á forsendum þeirra ríku. Áður var hagkvæmara húsnæði byggt svo að fleiri kæmust að. Húsnæðismál eru lífsspursmál og húsnæðismarkaður má ekki vera í leikur anda Matador spilsins.“
Framsóknarflokkurinn Alþingi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira