Sannleikur í mallakút Ögmundur Jónasson svaraði mér í Fréttablaðinu á mánudaginn. Við lestur þeirrar greinar kom upp í hugann hið enska orð "truthiness” sem bandaríski grínspjallþáttarstjórnandinn Stephen Colbert gerði frægt fyrir nokkrum árum og þýtt hefur verið sem "sannleikni”. Í lauslegri skilgreiningu er sannleikni "það sem einhver veit innra með sér að sé satt, án tillits til sönnunargagna, raka, rýningar eða staðreynda”. Skoðun 20. júlí 2012 06:00
Björgum Ingólfstorgsumræðunni Þessa dagana er rætt af kappi um verðlaunatillögu að skipulagi á húsareitnum milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis. Það er von. Þetta er í kvosinni miðri, í næsta nágrenni við Alþingishúsið og rétt þar hjá sem landnámsskálinn fannst fyrir fáeinum árum. Skoðun 18. júlí 2012 06:00
Made in Iceland Handverkskonur í Þingeyjarsýslum mótmæltu því, með orðum á borð við „að svívirða“ og „siðlaust“, að sumir íslenskir fataframleiðendur fjöldaframleiddu „íslenskar“ lopapeysur erlendis. Auðvitað má hafa samúð með afstöðu þeirra, en sú samúð má ekki bera skynsemina ofurliði. Enginn byggir upp iðnað með þjóðernishyggju og ást á óhagkvæmni að leiðarljósi. Fastir pennar 13. júlí 2012 06:00
Að elska límmiðann sinn Það gekk mynd um vefinn fyrir nýafstaðnar forsetakosningar þar sem allir frambjóðendur voru spurðir hvort þeir litu á sig sem femínista. Konurnar hófu svörin með "jái" en karlarnir með hvers kyns skilyrðingum. Það var vissulega athyglisvert. Ég lít á mig sem kapítalista, sem er reyndar ekki alltaf jákvætt orð í okkar umræðumenningu. Ef ég mætti sjálfur búa til skilgreiningu á kapítalista þá væri það "sá sem ber virðingu fyrir eigum annarra". Nú gæti ég spurt frambjóðendur í hin og þessi embætti hvort þeir litu á sig sem "kapítalista" og vopnaður minni eigin skilgreiningu á hugtakinu komist að því að fullt af íslenskum stjórnmálamönnum bæri enga virðingu fyrir eigum fólks. Fastir pennar 6. júlí 2012 11:30
Nýtt upphaf í Reykjavík Eftir fjögurra ára kreppu og nær algert byggingarstopp eru merki á lofti um að nýtt uppbyggingarskeið sé að hefjast í Reykjavík. Á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni, sem hefur verið skipulagt fyrir vísinda- og stúdentagarða, er verið að byggja 280 stúdentaíbúðir. Borgarráð samþykkti um daginn að auglýsa 100 stúdentaíbúðir við Bolholt. Skoðun 5. júlí 2012 06:00
Til hamingju með sigurinn, Ástþór Þegar sitjandi forseti var fyrst kosinn í embætti hafði ég ekki kosningarétt og hafði raunar einungis haft íslenskan ríkisborgararétt í sex vikur. Í þeim kosningum buðu sig annars vegar fram fjórir frambjóðendur sem kepptust við að máta sig við hlutverk forseta sem "sameiningartákn þjóðarinnar“ og hins vegar einn sem hafði öllu róttækari hugmyndir um embættið. Sá ætlaði að berjast fyrir friði í heiminum og vísa umdeildum lögum hiklaust í þjóðaratkvæði. Hann hét Ástþór Magnússon og endaði með 2,7% atkvæða. Fastir pennar 29. júní 2012 10:00
Stuðningsgrein: Atkvæði mitt fær Andrea Þegar forsetaframboðin ber á góma koma iðullega upp sömu tuggurnar. Við þurfum forseta með reynslu og allt að því barnalegt sé að kjósa framboð sem ekki eru líkleg til árangurs, því sé best að velja á milli þeirra sem líklegir eru til að vinna. Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér og heimfært þetta á ríkjandi pólitísk öfl í landinu. Ef við værum að ganga til Alþingiskosninga og ég færi með þann þankagang í kjörklefann væru valkostirnir ekki margir né ýkja áhugaverðir þ.e. valið stæði á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir eða Framsókn væru svo vilta kortið í stöðunni og ný framboð eða viðlíka ferskleiki kæmust ekki á blað vegna reynsluleysis því fyrirfram útilokað væri að þau næðu meirihluta. Skoðun 26. júní 2012 14:00
Að banna útlendinga Á undan leikjum á EM karla í knattspyrnu er auglýsing frá UEFA sem sýnir fólk af ólíkum stærðum og gerðum skiptast á fótboltatreyjum. Það eru auðvitað góð skilaboð: Við ættum aldrei að mismuna fólki vegna einhvers sem það ræður engu um. Síðan er það spurning hvort íþróttahreyfingar nær og fjær fylgi sjálfar þessari reglu. Fastir pennar 22. júní 2012 06:00
Að þurfa að hefna Eitt sinn var Plútó pláneta. Svo fóru að finnast hnettir sem voru svipaðir að stærð og Plútó, t.d. Eris. Vísindamennina grunaði að mjög margir slíkir hnettir gætu verið til. Það var ekki hægt að láta grunnskólabörn læra nöfn þeirra allra. Menn bjuggu því til nýja skilgreiningu á plánetum og afplánetuðu Plútó. Skoðun 15. júní 2012 06:00
Flikkað upp á Fasteign? Þann 4. júní sl. sendi Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. frá sér fréttatilkynningu vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Skoðun 14. júní 2012 06:00
"Heiða á tvo tannbursta“ Samkvæmt rannsókninni „Sameiginleg forsjá sem meginregla og íhlutun stjórnvalda – Rannsókn um sjónarhorn foreldra", frá árinu 2008, dvöldu 24% barna sem áttu fráskilda foreldra jafnlengi hjá þeim báðum. Ýmsar útgáfur af helgarfyrirkomulagi summuðust upp í 40%. Þótt nýrri tölur liggi ekki fyrir segir tilfinningin manni að víxlbúsetufyrirkomulagið hafi heldur sótt á síðan. Fastir pennar 8. júní 2012 06:00
Skemmdarverk Landssamband íslenskra útvegsmanna beitir nú grimmum skæruhernaði gagnvart löngu tímabærum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Alþýðusamband Íslands hefur bent á að þær aðgerðir LÍÚ að kyrrsetja fiskveiðiflotann við bryggju alla vikuna séu ólöglegar og feli í sér alvarlegt brot á samskiptareglum á vinnumarkaði. Skoðun 6. júní 2012 06:00
Fantasíur Ég ákvað að leggja út í tilraun sem, ef vel tækist til, gæti stuðlað að því að konur fengju betur notið kynferðislegs efnis á sínum forsendum. Í upphafi verkefnisins var ákveðið að segja eins lítið og mögulegt var um aðferðafræði þess. Hugmyndin var sú, að þannig yrði komið í veg fyrir einhvers konar miðstýringu á því hvernig konur kysu að mæta Skoðun 4. júní 2012 09:15
Eitt EM fyrir alla Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu hefst í næstu viku. Evrópumeistaramót kvenna verður á næsta ári. Í daglegu tali er karlamótið þó oftast einfaldlega kallað "EM“ en kvennamótið "EM kvenna“, ef það er yfirhöfuð kallað nokkuð. Oftast láta menn eins og síðarnefnda mótið sé varla til. Fastir pennar 1. júní 2012 06:00
Komdu út að leika Við fögnum Degi barnsins í fimmta sinn á morgun en samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í október árið 2007 er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Yfirskrift dagsins í ár er "Gleði og samvera“. Skoðun 26. maí 2012 06:00
Umsókn um málfrelsi Fyrir seinustu alþingiskosningar bauð RÚV framboðunum að fá ókeypis kynningartíma í sjónvarpi. Sum, til dæmis Borgarahreyfingin, vildu taka boðinu en þar sem rótgrónu flokkarnir höfðu ekki áhuga var hætt við allt. Ný framboð fengu því ekki að kynna sig í sjónvarpi því það hentaði ekki þeim sem fyrir voru. Fastir pennar 25. maí 2012 06:00
Lög lygum líkust Í frumvarpi að lögum um fjölmiðla sem nú liggur fyrir þinginu er lagt til að útlendingar utan EES megi ekki vera ábyrgðarmenn fjölmiðla. Einnig er reynt, með villandi vísunum í erlend fordæmi, að rökstyðja bann við birtingu skoðanakannana á ákveðnum tíma fyrir kosningar. Þetta frumvarp má ekki verða að lögum. Fastir pennar 18. maí 2012 08:00
Ónæg rök fyrir hjálmaskyldu Kæri lesandi, settir þú á þig hjálm í morgun? Nei, ég er ekki sérstaklega að tala við þig sem fórst á hjóli eða mótorhjóli. Ég er að tala við þig sem komst á bíl. Eða þig sem varst farþegi í bíl. Varstu með hjálm? Fastir pennar 11. maí 2012 06:00
Allt of mikið uppi á borðinu Austurrískur laganemi, Max Scherns, bað Facebook um að senda sér allar persónuupplýsingarnar sem samskiptasíðan geymdi um sig en á því átti hann rétt samkvæmt evrópskum lögum. Scherns fékk sendan geisladisk með yfir tólf hundruð skjölum um hvenær hann hefði loggað sig inn, hvað hann hefði sagt við hvern, í hvern hann hefði potað, hvað hann hefði lækað og hvar myndir sem hann og vinir hans settu inn á vefinn væru teknar og margt fleira. Fastir pennar 4. maí 2012 06:00
Af hverju er löglegur drykkjualdur á Íslandi ekki 16 ára? Samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára. Þrátt fyrir að þessi lög séu í gildi sýnir skýrslan "Fyrsta drykkjan 2010“ sem Rannsóknir og greining gerðu fram á það að 49,5% 16 ára ungmenna hafa orðið ölvuð um ævina og 90,1% 19 ára nemenda í menntaskólum hafa orðið ölvaðir um ævina. Þessar niðurstöður eru unnar úr könnun sem lögð var fyrir í öllum menntaskólum landsins. Skoðun 2. maí 2012 11:00
1. maí 2012 Á undanförnum árum virðist hróður hins alþjóðlega baráttudags verkalýðsins 1. maí því miður hafa minnkað á Íslandi. Samt sem áður hafa mörg stéttarfélög þurft að grípa til mjög harðrar baráttu fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna á þessum tíma, bæði á almennum markaði og ekki síður stórar stéttir opinberra starfsmanna eins og hjúkrunarfræðingar og kennarar. En í umróti síðustu þriggja ára hefur þessi mikilvægi dagur aftur orðið Íslendingum þörf áminning um að allir eigi skilið mannsæmandi kjör fyrir vinnu sína. Skoðun 1. maí 2012 06:00
Almenningssamgöngur: Já takk Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu munu eflast verulega næstu misseri. Í áætlunum Strætó bs. er meðal annars gert ráð fyrir að tíðni vagna á annatímum yfir daginn muni aukast mikið. Sama er að segja um kvöldin og um helgar. Þjónustutími margra leiða mun einnig lengjast þannig að vagnarnir keyra til klukkan eitt eftir miðnætti. Áætlunin tekur gildi strax næsta haust. Skoðun 28. apríl 2012 06:00
Landsdómur sögunnar Pólitísk réttarhöld tíðkast því miður víða. Fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, Júlía Týmosjenko, situr í fangelsi fyrir að hafa gert vondan gassamning við Rússa. Staðan í Hvíta-Rússlandi er jafnvel verri. En þar í landi enda pólitísk réttarhöld ekki með því að sakborningar fá að fara heim, eftir að hafa verið sýknaðir af langstærstum hluta ákæruatriðanna og ríkið hefur greitt þeim málsvarnarkostnaðinn. Þar með er ekki sagt að um dóm Landsdóms megi ekki deila, eða mótmæla því að hann sé oftúlkaður. Eftirfarandi setning úr dómsorðinu, kristallar það sem dæmt er fyrir. Fastir pennar 27. apríl 2012 06:00
Verðbólgan og meint auðsöfnun innflytjenda erlendis Hún er lífseig sagan af innflytjendum sem hagnast á verðbólguumhverfi með því að hækka verð umfram kostnað. Skoðun 20. apríl 2012 09:30
Danskan víkur Það hefur lengi verið hluti norrænnar samvinnu að Skandinavar hafa þóst skilja tungumál hver annars. Líklegast hefur þetta þó minnkað undanfarin ár, nú skilja færri. Og færri þykjast skilja og þykjast tala önnur norræn mál. Fyrir vikið er enskan æ oftar notuð sem samskiptamál á Norðurlöndum. Þetta er ekki einsdæmi. Svipað virðist vera að gerast í Sviss. Fastir pennar 20. apríl 2012 08:00
Barnaskattar Jóhönnu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer mikinn í ritdeilu við þann aldna heiðursmann Matthías Bjarnason hér á síðum blaðsins. Matthíasi ofbauð skattlagning á barnabörn sín og benti á að fjármagnstekjuskattar hefðu hækkað mjög í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Einnig taldi hann það vera ósanngjarnt að fjármagnstekjuskattur væri tekinn af verðbótum og hvatti til sparnaðar ungmenna með því að skora á "stjórnvöld að fella niður fjármagnstekjuskatt á öll börn að 16 ára aldri. Með því móti yrðir stuðlað að stórauknum sparnaði barna og ungmenna.” Skoðun 17. apríl 2012 06:00
Leyfið börnunum að koma sjálfkrafa til mín Í drögum að nýjum lögum um trúfélög er gerð sú breyting að börn verða ekki alltaf sjálfkrafa skráð í trúfélag móður, en samt eiginlega oftast. Börn foreldra sem eru giftir eða í sambúð og í sama trúfélagi verða áfram skráð sjálfkrafa í trúfélag foreldranna. Börn einstæðra mæðra verða áfram skráð sjálfkrafa í trúfélag móður. Breytingin tekur því helst til barna þar sem foreldrarnir fara saman með forsjá en tilheyra ólíkum trúfélögum. Í þeim tilfellum þurfa foreldrarnir að taka sameiginlega ákvörðun um skráningu barnsins í trúfélag. Fastir pennar 13. apríl 2012 06:00
Veikasti hlekkurinn Til stendur að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í ráðgefandi atkvæðagreiðslu í sumar. Hvort þetta sé góð hugmynd er annað mál, en látum það eiga sig að sinni. Fastir pennar 30. mars 2012 06:00
Hverra virkjun? Orkuveita Reykjavíkur sleppti heldur betur fram af sér beislinu í hinu svokallaða góðæri á Íslandi. Fyrir hrun var fjárfest fyrir milljarða króna. Það hefur svo komið á daginn að forsendur þessara fjárfestinga reyndust ekki halda. Skuldir Orkuveitunnar hafa hækkað allverulega vegna gengisbreytinga en tekjurnar hafa ekki aukist til samræmis, þrátt fyrir miklar hækkanir á gjaldskrám til almennra notenda. Skoðun 30. mars 2012 06:00
Kjósum Betri hverfi Ég er stoltur af því að vera Reykvíkingur. Íbúar höfuðborgarinnar hafa sýnt það að þeir hafa margt til málanna að leggja varðandi borgina sína. Síðan samráðsvefurinn Betri Reykjavík var tekinn í notkun í október sl. hafa mörg hundruð hugmyndir litið dagsins ljós á vefnum. Skoðun 29. mars 2012 06:00
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun