Stöðnun er ekki ávísun á stöðugleika Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2017 06:00 Í komandi kosningabaráttu verður hugtakinu stöðugleiki teflt fram með föðurlegu ívafi af flokkum sem telja að kosning allra flokka undir áttræðu boði ekkert nema upplausn og glundroða. Að minnsta áhættan felist í því að veðja á engar breytingar, meira bákn og flókinn strúktúr undir merkjum stöðugleika. Það má vel vera að þannig hafi þetta verið á árum áður en þeir tímar koma vonandi ekki aftur. Tími sterka leiðtogans (kk.) er liðinn undir lok og stóru blokkirnar í pólitík standa eftir hálftómar og með mikla þörf fyrir viðhald. Hann var hvorki stór né gamall flokkurinn sem leiddi borgarstjórn Reykjavíkur frá 2010-14 og þaðan af síður státaði hann af miklum strúktúr. Árin fjögur liðu engu að síður undir styrkri stjórn borgarstjórans, ólíkt kjörtímabilinu á undan þegar „kjölfestuflokkar“ íslenskra stjórnmála héldu um tauminn. Stöðugleikinn fæst nefnilega miklu frekar með því að vanda sig og þroskast í takti við margbreytilegan heim. Í því felst ekki upplausn heldur heilbrigð skynsemi. Þar standa margir nýju flokkanna stöðugri fótum en hinir enda frjálsari og opnari fyrir nútímanum. Stærðin skiptir nefnilega ekki alltaf máli heldur miklu frekar stefna og sveigjanleiki. Og hugrekki til að breytast og þroskast. Ein helsta áskorun stjórnmálanna er að hreyfa við kerfum, hvaða nafni sem þau nefnast, þannig að um þau skapist aukin sátt og traust á meðal almennings. Að sama skapi eru þeir sem mest eru andsnúnir slíkum breytingum að jafnaði þeir sem mest tala um stöðugleika. Gagnvart gylliboðum um slíkan stöðugleika þarf að vera á varðbergi. Loforð um stöðugleika felur í sér óstöðugleika ef það byggir á því að standa vörð um sérhagsmuni framar almannahagsmunum. Því fyrr sem við áttum okkur á því að samfélagið er fyrir okkur öll en ekki bara sum, þeim mun fyrr næst hinn raunverulegi stöðugleiki.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í komandi kosningabaráttu verður hugtakinu stöðugleiki teflt fram með föðurlegu ívafi af flokkum sem telja að kosning allra flokka undir áttræðu boði ekkert nema upplausn og glundroða. Að minnsta áhættan felist í því að veðja á engar breytingar, meira bákn og flókinn strúktúr undir merkjum stöðugleika. Það má vel vera að þannig hafi þetta verið á árum áður en þeir tímar koma vonandi ekki aftur. Tími sterka leiðtogans (kk.) er liðinn undir lok og stóru blokkirnar í pólitík standa eftir hálftómar og með mikla þörf fyrir viðhald. Hann var hvorki stór né gamall flokkurinn sem leiddi borgarstjórn Reykjavíkur frá 2010-14 og þaðan af síður státaði hann af miklum strúktúr. Árin fjögur liðu engu að síður undir styrkri stjórn borgarstjórans, ólíkt kjörtímabilinu á undan þegar „kjölfestuflokkar“ íslenskra stjórnmála héldu um tauminn. Stöðugleikinn fæst nefnilega miklu frekar með því að vanda sig og þroskast í takti við margbreytilegan heim. Í því felst ekki upplausn heldur heilbrigð skynsemi. Þar standa margir nýju flokkanna stöðugri fótum en hinir enda frjálsari og opnari fyrir nútímanum. Stærðin skiptir nefnilega ekki alltaf máli heldur miklu frekar stefna og sveigjanleiki. Og hugrekki til að breytast og þroskast. Ein helsta áskorun stjórnmálanna er að hreyfa við kerfum, hvaða nafni sem þau nefnast, þannig að um þau skapist aukin sátt og traust á meðal almennings. Að sama skapi eru þeir sem mest eru andsnúnir slíkum breytingum að jafnaði þeir sem mest tala um stöðugleika. Gagnvart gylliboðum um slíkan stöðugleika þarf að vera á varðbergi. Loforð um stöðugleika felur í sér óstöðugleika ef það byggir á því að standa vörð um sérhagsmuni framar almannahagsmunum. Því fyrr sem við áttum okkur á því að samfélagið er fyrir okkur öll en ekki bara sum, þeim mun fyrr næst hinn raunverulegi stöðugleiki.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmaður Viðreisnar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun