Í lokuðu bakherbergi Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. september 2017 07:00 Það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi og það eru kosningar fram undan. Mörg góð mál eru komin í bið vegna stöðunnar og þar er af ýmsu að taka. Ég gæti notað plássið í að kynna ýmis mikilvæg mál sem ég hafði persónulega á prjónunum eða flokkurinn minn, Viðreisn. Mál á borð við skilgreiningu á nauðgun út frá samþykki, rannsókn á aðdraganda að útgáfu á starfsleyfi til kísilverksmiðju í Helguvík, þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni meiriháttar opinberra fjárfestinga, umræðu um sjálfstæði fjölmiðla o.fl. En ég ætla að ræða um þverpólitísk mál sem snerta framtíð og velferð ákveðins hóps fólks. Fólks sem á annað og betra skilið af okkur stjórnmálamönnum en að verða einhver afgangsstærð í hita leiksins. Þar á ég í fyrsta lagi við mál sem varðar mikilvæga og margsamþykkta þjónustubót fyrir fatlað fólk. Svokallaða notendastýrða persónubundna aðstoð (NPA) sem skiptir sköpum fyrir það fólk sem nýtur slíkrar þjónustu. Annað mál varðar breytingar á útlendingalögum til að bæta stöðu flóttabarna á Íslandi. Undanfarið hafa þingmenn, þvert á flokka, lagt mikla vinnu í að koma þessum tveimur málum í höfn. En nú eru blikur á lofti. Síðustu daga hafa formenn allra flokka á þingi fundað nær daglega bak við luktar dyr til að freista þess að ná samkomulagi um tiltekin mál sem brýnt er að afgreiða fyrir kosningar. Þeirra á meðal eru breytingar á hegningarlögum hvað varðar margumrædda uppreist æru. Þetta er eins og alþjóð veit löngu tímabært. Ég set hins vegar spurningamerki við að tíma formannanna sé best varið, dag eftir dag, í að ræða niðurstöðu þar sem er í takt við það sem allir flokkar vilja. Umræðan virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eiga ekki að þurfa að bíða eftir því að nýtt þing verði kosið með úrlausn sinna mála. Og fyrir Mary og Haniye verður það einfaldlega of seint. Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf að opna bakherbergið og lofta út.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi og það eru kosningar fram undan. Mörg góð mál eru komin í bið vegna stöðunnar og þar er af ýmsu að taka. Ég gæti notað plássið í að kynna ýmis mikilvæg mál sem ég hafði persónulega á prjónunum eða flokkurinn minn, Viðreisn. Mál á borð við skilgreiningu á nauðgun út frá samþykki, rannsókn á aðdraganda að útgáfu á starfsleyfi til kísilverksmiðju í Helguvík, þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni meiriháttar opinberra fjárfestinga, umræðu um sjálfstæði fjölmiðla o.fl. En ég ætla að ræða um þverpólitísk mál sem snerta framtíð og velferð ákveðins hóps fólks. Fólks sem á annað og betra skilið af okkur stjórnmálamönnum en að verða einhver afgangsstærð í hita leiksins. Þar á ég í fyrsta lagi við mál sem varðar mikilvæga og margsamþykkta þjónustubót fyrir fatlað fólk. Svokallaða notendastýrða persónubundna aðstoð (NPA) sem skiptir sköpum fyrir það fólk sem nýtur slíkrar þjónustu. Annað mál varðar breytingar á útlendingalögum til að bæta stöðu flóttabarna á Íslandi. Undanfarið hafa þingmenn, þvert á flokka, lagt mikla vinnu í að koma þessum tveimur málum í höfn. En nú eru blikur á lofti. Síðustu daga hafa formenn allra flokka á þingi fundað nær daglega bak við luktar dyr til að freista þess að ná samkomulagi um tiltekin mál sem brýnt er að afgreiða fyrir kosningar. Þeirra á meðal eru breytingar á hegningarlögum hvað varðar margumrædda uppreist æru. Þetta er eins og alþjóð veit löngu tímabært. Ég set hins vegar spurningamerki við að tíma formannanna sé best varið, dag eftir dag, í að ræða niðurstöðu þar sem er í takt við það sem allir flokkar vilja. Umræðan virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eiga ekki að þurfa að bíða eftir því að nýtt þing verði kosið með úrlausn sinna mála. Og fyrir Mary og Haniye verður það einfaldlega of seint. Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf að opna bakherbergið og lofta út.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun