Brennuvargarnir Dóra Sif Tynes og Hanna Katrín Friðriksson skrifar 12. október 2017 15:11 Umræða um Evrópumál á Íslandi verður því miður gjarnan klisjukennd. Hræðsla við málefnalega umræðu um stöðu Íslands í Evrópu leiðir ýmsa í þá gildru að nota margþvældar og úreltar upphrópanir í von um að fæla fólk frá frekari skoðun. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar leituðu í sameiginlega klisjukistu þegar lífskjör almennings bar á góma í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins síðastliðinn sunnudag. Umræðuefnið var staða ungra Íslendinga og þær áskoranir sem stjórnmálin á Íslandi standa frammi fyrir við að tryggja hér samkeppnishæf lífskjör. Það er einfaldlega dýrt að búa á Íslandi. Það er ekki lögmál, það er val. Þeir ofurvextir sem einstaklingar, fyrirtæki og ríki bera af lánum sínum eru afleiðing af pólitískum ákvörðunum í gegnum tíðina. Því ástandi er hægt að breyta. En þá verða stjórnmálamenn að þora í málefnalega umræðu. Upp úr kistunni sl. sunnudag dró Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, klisjuna um brennandi Evrópu. Sigurður Ingi Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, varaði við Portúgal og Spáni, sem eins og margir vita hafa átt í verulegum efnahagsvanda. Líklega veit Sigurður Ingi þó að fátt ef eitthvað er sambærilegt við efnahagslíf Íslands og þessara tveggja suður Evrópulanda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að unga fólkið ætti frekar að vilja greiða þessa háu vexti frekar en búa við mikið atvinnuleysi. Á mannamáli þýðir þetta að unga fólkið á að borga fyrir að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína. Þá vinnu að tryggja þannig efnahagsumhverfi að hér verði næg störf án þess að fólk borgi beinlínis með sér í formi ofurvaxta. Hverjar eru svo staðreyndirnar um Evrópu? Hagvöxtur innan Evrópussambandsins hefur nú verið stöðugur um nokkurt skeið. Að sama skapi fer stuðningur við sambandið og grunngildi þess vaxandi. Í Bretlandi studdi meirihluti ungra kjósenda áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Þessir kjósendur hafa nú þungar áhyggjur af því að missa réttinn til að geta ferðast, numið og starfað víðsvegar í Evrópu. Það er jákvætt að ungt fólk skuli hafa áhuga á því að sækja sér menntun og reynslu til annarra landa, færa þannig mikilvæga þekkingu inn í samfélagið okkar, auka víðsýni og umburðarlyndi. Fæstir myndu vilja hverfa aftur til tíma vegabréfaáritana og flókins kerfis dvalar- og atvinnuleyfa. Það er rétt sem kom fram hjá forsætisráðherra að samgöngur við Ísland hafa sjaldan verið betri en nú. Við verðum bara að tryggja að unga fólkið okkar kaupi sér ekki bara miða aðra leið, heldur skili sér heim aftur.Dóra Sif er varaþingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður og Hanna Katrín er þingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Dóra Sif Tynes Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um Evrópumál á Íslandi verður því miður gjarnan klisjukennd. Hræðsla við málefnalega umræðu um stöðu Íslands í Evrópu leiðir ýmsa í þá gildru að nota margþvældar og úreltar upphrópanir í von um að fæla fólk frá frekari skoðun. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar leituðu í sameiginlega klisjukistu þegar lífskjör almennings bar á góma í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins síðastliðinn sunnudag. Umræðuefnið var staða ungra Íslendinga og þær áskoranir sem stjórnmálin á Íslandi standa frammi fyrir við að tryggja hér samkeppnishæf lífskjör. Það er einfaldlega dýrt að búa á Íslandi. Það er ekki lögmál, það er val. Þeir ofurvextir sem einstaklingar, fyrirtæki og ríki bera af lánum sínum eru afleiðing af pólitískum ákvörðunum í gegnum tíðina. Því ástandi er hægt að breyta. En þá verða stjórnmálamenn að þora í málefnalega umræðu. Upp úr kistunni sl. sunnudag dró Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, klisjuna um brennandi Evrópu. Sigurður Ingi Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, varaði við Portúgal og Spáni, sem eins og margir vita hafa átt í verulegum efnahagsvanda. Líklega veit Sigurður Ingi þó að fátt ef eitthvað er sambærilegt við efnahagslíf Íslands og þessara tveggja suður Evrópulanda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að unga fólkið ætti frekar að vilja greiða þessa háu vexti frekar en búa við mikið atvinnuleysi. Á mannamáli þýðir þetta að unga fólkið á að borga fyrir að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína. Þá vinnu að tryggja þannig efnahagsumhverfi að hér verði næg störf án þess að fólk borgi beinlínis með sér í formi ofurvaxta. Hverjar eru svo staðreyndirnar um Evrópu? Hagvöxtur innan Evrópussambandsins hefur nú verið stöðugur um nokkurt skeið. Að sama skapi fer stuðningur við sambandið og grunngildi þess vaxandi. Í Bretlandi studdi meirihluti ungra kjósenda áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Þessir kjósendur hafa nú þungar áhyggjur af því að missa réttinn til að geta ferðast, numið og starfað víðsvegar í Evrópu. Það er jákvætt að ungt fólk skuli hafa áhuga á því að sækja sér menntun og reynslu til annarra landa, færa þannig mikilvæga þekkingu inn í samfélagið okkar, auka víðsýni og umburðarlyndi. Fæstir myndu vilja hverfa aftur til tíma vegabréfaáritana og flókins kerfis dvalar- og atvinnuleyfa. Það er rétt sem kom fram hjá forsætisráðherra að samgöngur við Ísland hafa sjaldan verið betri en nú. Við verðum bara að tryggja að unga fólkið okkar kaupi sér ekki bara miða aðra leið, heldur skili sér heim aftur.Dóra Sif er varaþingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður og Hanna Katrín er þingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun