Tökum upp þrepaskiptan persónuafslátt Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 24. október 2017 10:30 Stórauknar skattbyrðar á lífeyrislaun og lágmarkslaun eru vegna þess að persónuafsláttur hefur ekki hækkað eins og launavísitalan frá 1988. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í Fréttablaðinu 20. september að hugmyndir um að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við þróun launavísitölu frá árinu 1990 myndu þýða tekjutap fyrir ríkissjóð upp á að lágmarki 130 milljarða króna á ári. Af þeirri fjárhæð færu um 74 prósent til þeirra tekjuhærri. Nei, það gerist ekki því 74% færu ekki til þeirra tekjuhærri. Persónuafslátturinn mun fjara út við tekjur sem komnar eru yfir eina milljón króna og verða enginn við 1,5 milljóna króna mánaðarlaun. Þetta gerir það að verkum að þetta kostar ríkið svo til ekkert í raun og lífeyrislaunaþegar og láglaunafólk á fyrir húsnæði, mat, læknisþjónustu og lyfjum. Þetta mun síðan hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks til góðs fyrir allt samfélagið. Fátæktarmörk eru í dag tekjur sem eru undir 360.000 krónum og því eru lífeyrislaunin um 130.000 krónum undir fátæktarmörkum, sem er ekkert annað en sárafátækt og lágmarkslaun 60.000 krónum undir fátæktarmörkum sem er ekkert annað en fáránlegt og SA ætti að skammast sín fyrir það. Hver fann upp þetta ómannlega refsikerfi mannvonskunnar og ber ábyrgð á því? Það gera ríkisstjórnir frá 1988 og til dagsins í dag, ASÍ og SA, því við upptöku á staðgreiðslu skatta voru lífeyrislaun TR skattlaus og þá var einnig afgangur upp í 30% af lífeyrissjóðstekjum. Þetta á að vera í dag 320.000 króna skatta- og skerðingarlausar greiðslur, ef rétt væri gefið. Skattbyrði á okkur lífeyrisþega er því upp á um 120.000 krónur frá 1988 með kjaragliðnuninni og þá eru eftir skerðingar og keðjuverkandi skerðingar, sem er ekkert annað en fjárhagslegt ofbeldi. Allar ríkisstjórnir frá þessum tíma hafa ekki bara viðhaldið þessari skattahækkun, heldur aukið hana og þá einnig bætt í skerðingar og keðjuverkandi skerðingar til að koma okkur í sárafátækt. Tökum strax upp þrepaskiptan persónuafslátt þannig að ráðstöfunartekjur lífeyrisþega, þeirra tekjulægstu og millitekjufólks aukist. Það er ekki eðlilegt að einstaklingar á lífeyri, með lægstu og millitekjur séu með sama persónuafslátt og hátekjufólk. Þrepaskiptur persónuafsláttur er góð leið til að láta persónuafsláttinn fjara út þegar lífeyrisþegar og launafólk hefur náð yfir 1 milljónar króna launum á mánuði. Sköttum því strax lífeyrissjóðsgreiðslur i lífeyrissjóðina, því það er fáránlegt að sjóðirnir séu að leika sér á markaði með skatttekjur framtíðarinnar. Tapaðar skatttekjur vegna hrunsins 2007 voru ekki undir 250 milljörðum króna og nú eru í lífeyrissjóðunum skattur á markaði upp á um 1.500 milljarða króna. Spáið í það og hvað væri hægt að gera við þá milljarða fyrir fólkið í landinu, en ekki bara útvalið hálaunafólk ríkisins, verkalýðsforingja og Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA segir í Fréttablaðinu tillöguna óraunhæfa. „Persónuafsláttur er 52.907 krónur á mánuði en uppreiknaður miðað við launavísitölu árið 1990 verður hann 112.881 krónur. Við það lækka mánaðarlega skattgreiðslur hvers einstaklings, sem fullnýtir afsláttinn, um tæpar 60 þúsund krónur burt séð frá því hvar hann er í tekjudreifingu. Skattleysismörk myndu þannig hækka úr tæpum 150 þúsund í tæp 320 þúsund á mánuði miðað við fjögurra prósenta framlag launþega í lífeyrissjóð.“ Skerðingar á lífeyrissjóðsgreiðslum er um 48 milljarðar króna í heildina á ári og þá er skatturinn ekki undir 60 milljarðar króna. Samtals er þetta yfir 108 milljarðar króna og þá er eftir virðisaukaskattur og aðrir skattar ríkisins. Þetta er ekkert annað en eignarupptaka á stórum hluta af lögþvinguðum og eignavörðum lífeyrissjóðgreiðslum okkar. Hver er það sem græðir því á þessu spillta mannvonskukerfi. Jú, það eru hátekjufólkið og aðrir útvaldir auðmenn. Við sem erum föst í þessu mannvonskukerfi þeirra lifum í fátækt og stór hópur í sárafátækt. Flokkur fólksins berst fyrir því númer eitt að engin börn, lífeyrislaunaþegar eða láglaunafólk lifi í fátækt, hvað þá í sárafátækt. Tökum höndum saman og útrýmum þessari þjóðarskömm sem fátækt er strax.Höfundur er varaformaður Flokk fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stórauknar skattbyrðar á lífeyrislaun og lágmarkslaun eru vegna þess að persónuafsláttur hefur ekki hækkað eins og launavísitalan frá 1988. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í Fréttablaðinu 20. september að hugmyndir um að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við þróun launavísitölu frá árinu 1990 myndu þýða tekjutap fyrir ríkissjóð upp á að lágmarki 130 milljarða króna á ári. Af þeirri fjárhæð færu um 74 prósent til þeirra tekjuhærri. Nei, það gerist ekki því 74% færu ekki til þeirra tekjuhærri. Persónuafslátturinn mun fjara út við tekjur sem komnar eru yfir eina milljón króna og verða enginn við 1,5 milljóna króna mánaðarlaun. Þetta gerir það að verkum að þetta kostar ríkið svo til ekkert í raun og lífeyrislaunaþegar og láglaunafólk á fyrir húsnæði, mat, læknisþjónustu og lyfjum. Þetta mun síðan hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks til góðs fyrir allt samfélagið. Fátæktarmörk eru í dag tekjur sem eru undir 360.000 krónum og því eru lífeyrislaunin um 130.000 krónum undir fátæktarmörkum, sem er ekkert annað en sárafátækt og lágmarkslaun 60.000 krónum undir fátæktarmörkum sem er ekkert annað en fáránlegt og SA ætti að skammast sín fyrir það. Hver fann upp þetta ómannlega refsikerfi mannvonskunnar og ber ábyrgð á því? Það gera ríkisstjórnir frá 1988 og til dagsins í dag, ASÍ og SA, því við upptöku á staðgreiðslu skatta voru lífeyrislaun TR skattlaus og þá var einnig afgangur upp í 30% af lífeyrissjóðstekjum. Þetta á að vera í dag 320.000 króna skatta- og skerðingarlausar greiðslur, ef rétt væri gefið. Skattbyrði á okkur lífeyrisþega er því upp á um 120.000 krónur frá 1988 með kjaragliðnuninni og þá eru eftir skerðingar og keðjuverkandi skerðingar, sem er ekkert annað en fjárhagslegt ofbeldi. Allar ríkisstjórnir frá þessum tíma hafa ekki bara viðhaldið þessari skattahækkun, heldur aukið hana og þá einnig bætt í skerðingar og keðjuverkandi skerðingar til að koma okkur í sárafátækt. Tökum strax upp þrepaskiptan persónuafslátt þannig að ráðstöfunartekjur lífeyrisþega, þeirra tekjulægstu og millitekjufólks aukist. Það er ekki eðlilegt að einstaklingar á lífeyri, með lægstu og millitekjur séu með sama persónuafslátt og hátekjufólk. Þrepaskiptur persónuafsláttur er góð leið til að láta persónuafsláttinn fjara út þegar lífeyrisþegar og launafólk hefur náð yfir 1 milljónar króna launum á mánuði. Sköttum því strax lífeyrissjóðsgreiðslur i lífeyrissjóðina, því það er fáránlegt að sjóðirnir séu að leika sér á markaði með skatttekjur framtíðarinnar. Tapaðar skatttekjur vegna hrunsins 2007 voru ekki undir 250 milljörðum króna og nú eru í lífeyrissjóðunum skattur á markaði upp á um 1.500 milljarða króna. Spáið í það og hvað væri hægt að gera við þá milljarða fyrir fólkið í landinu, en ekki bara útvalið hálaunafólk ríkisins, verkalýðsforingja og Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA segir í Fréttablaðinu tillöguna óraunhæfa. „Persónuafsláttur er 52.907 krónur á mánuði en uppreiknaður miðað við launavísitölu árið 1990 verður hann 112.881 krónur. Við það lækka mánaðarlega skattgreiðslur hvers einstaklings, sem fullnýtir afsláttinn, um tæpar 60 þúsund krónur burt séð frá því hvar hann er í tekjudreifingu. Skattleysismörk myndu þannig hækka úr tæpum 150 þúsund í tæp 320 þúsund á mánuði miðað við fjögurra prósenta framlag launþega í lífeyrissjóð.“ Skerðingar á lífeyrissjóðsgreiðslum er um 48 milljarðar króna í heildina á ári og þá er skatturinn ekki undir 60 milljarðar króna. Samtals er þetta yfir 108 milljarðar króna og þá er eftir virðisaukaskattur og aðrir skattar ríkisins. Þetta er ekkert annað en eignarupptaka á stórum hluta af lögþvinguðum og eignavörðum lífeyrissjóðgreiðslum okkar. Hver er það sem græðir því á þessu spillta mannvonskukerfi. Jú, það eru hátekjufólkið og aðrir útvaldir auðmenn. Við sem erum föst í þessu mannvonskukerfi þeirra lifum í fátækt og stór hópur í sárafátækt. Flokkur fólksins berst fyrir því númer eitt að engin börn, lífeyrislaunaþegar eða láglaunafólk lifi í fátækt, hvað þá í sárafátækt. Tökum höndum saman og útrýmum þessari þjóðarskömm sem fátækt er strax.Höfundur er varaformaður Flokk fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar