Höldum áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 26. september 2017 09:15 Á síðasta kjörtímabili náði Ísland hraðasta efnahagslega viðsnúningi nokkurs ríkis í seinni tíð. Á sama tíma komst stærsti hluti fjármálakerfis landsins í eigu ríkisins. Einstakar aðstæður sköpuðust til að ráðast í sögulegar samfélagsumbætur. Með bættu efnahagsástandi var hægt að hverfa frá dýrri varnarbaráttu og snúa sér þess í stað að arðbærri sókn. Þar með varð mögulegt að fjárfesta í framtíðinni í stað þess að fást fyrst og fremst við vandamál fortíðar. Það á við á mörgum sviðum, til dæmis í menntun, tækni og vísindum en einnig á sviði byggðamála. Fyrirheit höfðu verið gefin um stórsókn í byggðamálum þegar stjórnvöld sæju til lands í stóru efnahagsaðgerðunum eins og uppgjöri slitabúa bankanna. Slík sókn er nauðsynleg til þess að Ísland allt virki sem ein heild og hægt sé að leysa úr læðingi verðmæti sem liggja í landinu, byggðarlögunum og fólkinu. Bætt staða gerir okkur líka kleift að koma sérstaklega til móts við hópa fólks sem dregist hefur aftur úr í hinni hröðu kaupmáttaraukningu síðustu ára. Ítök ríkisins á fjármálamarkaði, auk hins efnahagslega stöðugleika, veittu svo einstakt tækifæri til að ráðast í umbætur á því sviði og byggja upp fjármálakerfi sem virkar betur fyrir almenning og atvinnulífið en nú er. Þótt eftirfylgnina hafi vantað í eitt og hálft ár veita kosningarnar nú tækifæri til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þótt undirbúningur hafi gengið vel og aðstæður séu góðar verður þó ekki auðvelt að hrinda svo stórum breytingum í framkvæmd, ekki nú frekar en áður. Ríkjandi fyrirkomulag verður varið af miklum krafti. Til að koma hreyfingu á hlutina þarf því enn meira afl að koma á móti. Það mun þurfa stjórnmálaflokka sem hafa þolgæði og festu. Flokka sem nálgast úrlausnarefnin af opnum hug en eru svo reiðubúnir til að beita sér fyrir skynsamlegustu lausnunum af krafti. Flokka sem eru reiðubúnir til að verja réttlætið bæði þegar það er auðvelt og þegar það er erfitt. Á næstu dögum birtist slíkur flokkur. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili náði Ísland hraðasta efnahagslega viðsnúningi nokkurs ríkis í seinni tíð. Á sama tíma komst stærsti hluti fjármálakerfis landsins í eigu ríkisins. Einstakar aðstæður sköpuðust til að ráðast í sögulegar samfélagsumbætur. Með bættu efnahagsástandi var hægt að hverfa frá dýrri varnarbaráttu og snúa sér þess í stað að arðbærri sókn. Þar með varð mögulegt að fjárfesta í framtíðinni í stað þess að fást fyrst og fremst við vandamál fortíðar. Það á við á mörgum sviðum, til dæmis í menntun, tækni og vísindum en einnig á sviði byggðamála. Fyrirheit höfðu verið gefin um stórsókn í byggðamálum þegar stjórnvöld sæju til lands í stóru efnahagsaðgerðunum eins og uppgjöri slitabúa bankanna. Slík sókn er nauðsynleg til þess að Ísland allt virki sem ein heild og hægt sé að leysa úr læðingi verðmæti sem liggja í landinu, byggðarlögunum og fólkinu. Bætt staða gerir okkur líka kleift að koma sérstaklega til móts við hópa fólks sem dregist hefur aftur úr í hinni hröðu kaupmáttaraukningu síðustu ára. Ítök ríkisins á fjármálamarkaði, auk hins efnahagslega stöðugleika, veittu svo einstakt tækifæri til að ráðast í umbætur á því sviði og byggja upp fjármálakerfi sem virkar betur fyrir almenning og atvinnulífið en nú er. Þótt eftirfylgnina hafi vantað í eitt og hálft ár veita kosningarnar nú tækifæri til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þótt undirbúningur hafi gengið vel og aðstæður séu góðar verður þó ekki auðvelt að hrinda svo stórum breytingum í framkvæmd, ekki nú frekar en áður. Ríkjandi fyrirkomulag verður varið af miklum krafti. Til að koma hreyfingu á hlutina þarf því enn meira afl að koma á móti. Það mun þurfa stjórnmálaflokka sem hafa þolgæði og festu. Flokka sem nálgast úrlausnarefnin af opnum hug en eru svo reiðubúnir til að beita sér fyrir skynsamlegustu lausnunum af krafti. Flokka sem eru reiðubúnir til að verja réttlætið bæði þegar það er auðvelt og þegar það er erfitt. Á næstu dögum birtist slíkur flokkur. Höfundur er alþingismaður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun