„Góða fólkið“ Logi Einarsson skrifar 26. október 2017 07:00 Við í Samfylkingunni erum iðulega uppnefnd „góða fólkið“ af andstæðingum okkar. Eins skrýtið og það er þá er það meint niðrandi, og ætlað að sýna fram á að við viljum sífellt hafa vit fyrir öðrum. Það væri í sjálfu sér undarleg stjórnmálahreyfing sem héldi ekki fram skoðunum sem hún teldi líklegar til að bæta samfélagið, en nóg um það. Við trúum því að samhjálpin sé einn göfugasti eiginleiki mannsins og jöfnuður sé vænlegasta leiðin til þess að byggja kraftmikið og friðsælt samfélag. Við trúum því að við fæðumst öll jöfn, með jafnan rétt til öruggs og innihaldsríks lífs og tækifæra til að þroska hæfileika okkar. Þess vegna tölum við svo oft um að auka hér félagslegan stöðugleika og styrkja almannaþjónustuna. Okkur finnst að hér eigi að vera fyrirtaks heilbrigðisþjónusta, góðir skólar og öflugir innviðir sem við njótum öll óháð efnahag og búsetu. Okkur finnst sanngjarnt að landsmenn njóti allir góðs af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, að við deilum byrðunum eftir getu hvers og eins‚ og tryggum þannig að þau sem eru í bágri stöðu geti lifað með reisn. Þess vegna ætlum við að styðja betur við eldri borgara og þau 6.000 börn sem líða skort. Við ætlum að hjálpa leigjendum sem eru fastir í fátæktargildru. Við viljum að lög um móttöku flóttamanna byggi á meiri mannúð og að skýrari reglur verði settar sem taka sérstakt tillit til fólks í viðkvæmri stöðu, einkum barna. Við ætlum að ráðast í stórsókn gegn ofbeldi og efla löggæsluna. Okkur þykir meira að segja að það geti verið skynsamlegt að hafa áhrif á neyslu fólks; til að mynda vegna lýðheilsusjónarmiða eða til að hafa betur í baráttunni gegn loftslagsvánni. Loks erum við sannfærð um að gott siðferði sé nauðsynlegt í stjórnmálum, samtvinnun þeirra og viðskipta sé skaðleg og við viljum að staðið sé við gefin loforð. Svona getum við nú verið afskiptasöm! Ef þú ert svo sammála þessari sýn okkar á samfélagið geturðu kosið XS á laugardaginn og tilheyrt hópi „góða fólksins“. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Logi Einarsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni erum iðulega uppnefnd „góða fólkið“ af andstæðingum okkar. Eins skrýtið og það er þá er það meint niðrandi, og ætlað að sýna fram á að við viljum sífellt hafa vit fyrir öðrum. Það væri í sjálfu sér undarleg stjórnmálahreyfing sem héldi ekki fram skoðunum sem hún teldi líklegar til að bæta samfélagið, en nóg um það. Við trúum því að samhjálpin sé einn göfugasti eiginleiki mannsins og jöfnuður sé vænlegasta leiðin til þess að byggja kraftmikið og friðsælt samfélag. Við trúum því að við fæðumst öll jöfn, með jafnan rétt til öruggs og innihaldsríks lífs og tækifæra til að þroska hæfileika okkar. Þess vegna tölum við svo oft um að auka hér félagslegan stöðugleika og styrkja almannaþjónustuna. Okkur finnst að hér eigi að vera fyrirtaks heilbrigðisþjónusta, góðir skólar og öflugir innviðir sem við njótum öll óháð efnahag og búsetu. Okkur finnst sanngjarnt að landsmenn njóti allir góðs af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, að við deilum byrðunum eftir getu hvers og eins‚ og tryggum þannig að þau sem eru í bágri stöðu geti lifað með reisn. Þess vegna ætlum við að styðja betur við eldri borgara og þau 6.000 börn sem líða skort. Við ætlum að hjálpa leigjendum sem eru fastir í fátæktargildru. Við viljum að lög um móttöku flóttamanna byggi á meiri mannúð og að skýrari reglur verði settar sem taka sérstakt tillit til fólks í viðkvæmri stöðu, einkum barna. Við ætlum að ráðast í stórsókn gegn ofbeldi og efla löggæsluna. Okkur þykir meira að segja að það geti verið skynsamlegt að hafa áhrif á neyslu fólks; til að mynda vegna lýðheilsusjónarmiða eða til að hafa betur í baráttunni gegn loftslagsvánni. Loks erum við sannfærð um að gott siðferði sé nauðsynlegt í stjórnmálum, samtvinnun þeirra og viðskipta sé skaðleg og við viljum að staðið sé við gefin loforð. Svona getum við nú verið afskiptasöm! Ef þú ert svo sammála þessari sýn okkar á samfélagið geturðu kosið XS á laugardaginn og tilheyrt hópi „góða fólksins“. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun