Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Er ein­hver að hlusta?

Á morgun göngum við til kosninga og nýtum lýðræðislegan rétt okkar til að kjósa þá flokka sem spegla hvað best gildi okkar og það samfélag sem við viljum byggja upp. Forsenda þess að lýðræði virki er að almenningur taki þátt í kosningum og velji fulltrúa sína.

Skoðun
Fréttamynd

Þrífætta svínið og auðlindar­entan

Það er sjálfsagt og eðlilegt að rætt sé um gjaldtöku af hinum ýmsu auðlindum frá einum tíma til annars og undan því eiga atvinnugreinar sem í hlut eiga ekki að kveinka sér. Öll erum við hagaðilar þegar kemur að nýtingu auðlinda hér á landi og höfum af því ríka hagsmuni að rétt sé gefið. Upplýst umræða er því mikilvæg.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er ó­hjá­kvæmi­legur meðafli“

Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út 3,800 tonna kvóta á djúpkarfa, en ráðlagður heildarafli Hafrannsóknarstofnunnar fyrir fiskveiðiárið er 0 tonn. Jón Gunnarsson, aðstoðarmaður matvælaráðherra, segir að djúpkarfi sé óhjákvæmilega veiddur sem meðafli, og með kvótanum sé hægt að nýta hann í verðmætasköpun.

Innlent
Fréttamynd

Aða­l­eig­andi Novo Nor­disk að kaupa Bench­mark fyrir um 45 milljarða

Félag í eigu Novo Holdings, sem fer með ráðandi eignarhlut í danska lyfjarisanum Novo Nordisk, hefur náð bindandi samkomulagi um að kaupa Benchmark Holdings fyrir samtals allt að 260 milljónir punda. Fyrirtækið er meðal annars eigandi Benchmark Genetics Iceland, áður Stofnfiskur, sem er með umfangsmikla starfsemi hér á landi í kynbótum á laxi og framleiðslu hrogna.

Innherji
Fréttamynd

Gekk ég yfir sjó og land og ríkis­stofnanir líka

Allir frambjóðendur voru spurðir: Hvaða skoðun hafið þið á sjókvíaeldi í Seyðisfirði? Sjá mínútu 37:30 í upptöku. Jens Garðar svaraði: “Það eru lög í landinu um fiskeldi. Það er búið að gera haf- og strandsvæðaskipulagið fyrir Austurland og þar á meðal Seyðisfjörð. Það kveður á um fiskeldi í Seyðisfirði. Við styðjum fiskeldi í Seyðisfirði“.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtan­leg verð­mæta­sköpun um allt land

Einn verðmætasti fyrirtækjakaupsamingur íslenskarar sögu átti sér stað fyrir ári síðan. Um var að ræða kaup á íslensku fyrirtæki sem að vinnur með fiskroð, ekki útgerðarfyrirtæki, fyrirtæki sem notar fiskroð úr íslenskum sjávarútvegi í sinni framleiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Lax­eldið verður ekki stöðvað

Kjördæmaþáttur RUV á miðvikudaginn var að mörgu leyti lýsandi fyrir stöðu laxeldisins. Undanfarin tvö ár hefur verið samfelldur áróður gegn sjókvíaeldinu og þá sérstaklega gegn eldinu á Vestfjörðum. Þar hafa einstakir hópar og samtök á vegum fjársterkra aðila varið miklu fé til að kosta áróðurinn.

Skoðun
Fréttamynd

„Lærið af mis­tökum okkar!“

Í gær var hrollvekjandi heimildarmynd Óskars Páls Sveinsson - Árnar þagna - sýnd fyrir troðfullum sal í Háskólabíó. Hún fjallar um hrun laxastofnsins í norskum ám. Samkvæmt myndinni er Ísland næst á dagskrá. Eftir myndina sátu svo frambjóðendur flokkanna fyrir svörum og áttu miserfitt með sig.

Innlent
Fréttamynd

Veiði­leyfa­gjaldið og flokkarnir

Veiðileyfagjald er gjald sem útgerðir greiða fyrir að fá leyfi til að veiða á miðunum við Ísland. Útgerðinni er mikið í mun að tala um veiðileyfagjald sem „skatt“ þó það sé ekki skattur heldur aðeins eitt af því sem þarf að vera til staðar áður en haldið er til veiða, sambærilegt við veiðarfæri, olíu á skipið, kost fyrir áhöfnina o.sv.frv.

Skoðun
Fréttamynd

Til­laga í sjókvía­eldis­málum

Eftir sýningu á heimildamyndinni Árnar þagna um grafalvarlega stöðu í norskum laxveiðiám vegna eldislaxa kom fram merkilegur samhljómur fulltrúa framboðanna sem sátu í pallborði í Háskólabíói þann 19. nóvember.

Skoðun
Fréttamynd

Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan

Þrjú fyrirtæki hafa sótt um halveiðileyfi til viðbótar við Hval hf. Öll þrjú sóttu um leyfi til veiða á hrefnu en ekki liggur fyrir hvenær umsóknirnar verða afgreiddar. Eigandi eins fyrirtækisins segir sjómenn á Vestfjörðum hafa orðið vara við breytingar á lífríkinu vegna ofgnóttar af hrefnu.

Innlent
Fréttamynd

Freista þess að sækja þrjá­tíu milljarða í nýtt hluta­fé frá er­lendum fjár­festum

Landeldisfyrirtækið First Water hóf formlega fyrr í þessum mánuði fjármögnunarferli með erlendum ráðgjafa sínum sem miðar að því að sækja allt að tvö hundruð milljónir evra í nýtt hlutafé frá alþjóðlegum fjárfestum og sjóðum. Félagið, sem stendur að uppbyggingu á eldisstöð með um fimmtíu þúsund tonna framleiðslugetu, hefur fram til þessa alfarið verið fjármagnað af íslenskum fjárfestum og bönkum.

Innherji
Fréttamynd

Norsku skipagöngin á leið í út­boðs­ferli

Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030.

Erlent
Fréttamynd

Tökum aftur völdin í sjávar­út­vegi

Það vekur athygli að Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem hefur rætt sjávarútvegsmál af fullri alvöru í aðdraganda kosninga. Örfáir flokkar hafa sagst vilja hærri veiðigjöld í ríkissjóð en útfæra það ekkert nánar. Þó liggur fyrir að veiðigjöldin standa ekki fjárhagslega undir lögboðnu hlutverki ríkissjóðs um þjónustu við ríkisstyrktu-einokunar-útgerðina.

Skoðun
Fréttamynd

Úr­eltar og órétt­mætar hval­veiðar

Fyrir nokkrum dögum birtu þrír einstaklingar grein hér á Vísi með fyrirsögninni „Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar“. Öll eiga ‏höfundarnir það sameiginlegt að hafa verið mikið í fjölmiðlum á kjörtímabilinu að ræða hvalveiðar – oftast að eigin frumkvæði – en samt furða þau sig á hversu mikil umræðan er núna þegar stutt er eftir af kosningabaráttunni.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­herji lagði lista­manninn Odee

Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja.

Innlent
Fréttamynd

Hefð­bundnar og lög­mætar hval­veiðar

Öllum að óvörum hafa sjálfbærar veiðar á langreyðum orðið að ítrekuðu umfjöllunar- og átakaefni í þjóðmálaumræðu í því ríkisstjórnarsamstarfi sem nú hefur verið slitið. Eins og vonlegt er sýnist sitt hverjum um þessar veiðar. Það er ekki nýtt.

Skoðun
Fréttamynd

Hvatning um stuðning við strand­veiðar

Strandveiðikerfið gefur sjómönnum tækifæri til að hefja útgerð á eigin báti. Kerfið er byggt á sóknardögum með margvíslegum takmörkunum umfram náttúrulegra aðstæðna.

Skoðun