Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar 7. janúar 2026 14:01 Nú þegar strandveiðisjómenn eru orðnir langeygir eftir fréttum af fyrirkomulagi næstu vertíðar fer að heyrast kunnuglegt stef. Það byrjar sem kjaftasaga hvísluð á göngum ráðuneyta en endar yfirleitt sem fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV og hljómar þannig: „Smábátaveiðar eru stórhættulegar, ef trillukarlar fá stærri sneið af kökunni missum við MSC vottun og þar með aðgang að mikilvægum mörkuðum.“ Þessa kjaftasögu hefur Landssamband smábátaeigenda margoft þurft að kveða í kútinn. En er eitthvað til í henni? Skoðum staðreyndir málsins. MSC vottunin – hvað segja gögnin? MSC (Marine Stewardship Council) vottun byggist á þremur meginreglum: sjálfbærum fiskistofnum, lágmörkun áhrifa á umhverfið og árangursríkri stjórnun. Meginreglurnar eru metnar samkvæmt 28 árangursvísum þar sem 60 er lágmarksstaðall en 80 telst til fyrirmyndar. Fiskveiðar verða að ná að minnsta kosti 60 í öllum árangursvísum og meðaltalið 80 fyrir hverja meginreglu. Oft eru vottanir veittar með „skilyrðum“ (aðgerðaráætlunum), þegar meðaltal lendir milli 60 og 80, til að tryggja stöðuga framþróun í átt að sjálfbærni og til að öðlast bláa MSC merkið. Ísland skorar hátt á öllum þremur meginreglum: 1.Sjálfbærir fiskistofnar (P1): Tryggt að stofninn standi nægilega vel til að viðhalda langtíma viðgangi hans. Í ítarlegri vottunarskýrslu sem birt var í febrúar 2023 kemur fram að íslenski þorskstofninn er talinn standa vel og fær 95 í einkunn. Í áfangaskýrslu sem birt var í mars 2025 voru engar athugasemdir gerðar. Veiði umfram ráðgjöf Hafró – sem nemur 10-15.000 tonnum á hverju ári frá útgáfu vottunarskýrslunnar frá 2023 – hefur engin áhrif á stigagjöf vottunarinnar og ekki talin tilefni til endurmats á P1. 2.Áhrif á umhverfið (P2): Lágmörkun á skaða á uppbyggingu, afköstum og fjölbreytileika vistkerfisins. Ísland fær lægri stigagjöf hvað áhrif á vistkerfið varðar en þó töluvert yfir 80. Þess ber að geta að handfæri skora næst hæst með 89,7 stig (aðeins sjóstöng er stigahærri). Vegur þar þyngst lítill meðafli og hverfandi áhrif á vistkerfið. Því má bæta við að skv. áfangaskýrslu frá mars 2025 heldur grálúða MSC vottun, þrátt fyrir að 3.800 tonna kvóti hafi verið gefinn út í djúpkarfa fram yfir núllráðgjöf Hafró, á þeim forsendum að hann veiðist hvort eð er sem meðafli við grálúðuveiðar. 3.Árangursrík stjórnun (P3): Fylgni við lög og öflug kerfi sem geta aðlagast breytingum. Að mati MSC býr Ísland við öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi og fær því ágætiseinkunn 95 í P3. Enn og aftur virðist veiði umfram ráðgjöf Hafró breyta litlu þar um. Af ofangreindu má ráða að líkurnar á því að Ísland missi MSC vottun séu hverfandi þó að strandveiðar fari nokkur þúsund tonn fram yfir. Þrátt fyrir 10-15.000 tonna árlegan þorskafla utan ráðgjöf hefur íslenski þorskurinn haldið vottun með áframhaldandi 95 stig, vel yfir fyrirmyndareinkunn 80 og langt yfir lágmarkseinkunn 60. MSC hefur lítil áhrif á verð Þegar kemur að áhrifum á verð og markaði, leiða nýjustu rannsóknir í Noregi í ljós að MSC vottunin hefur engin sýnileg áhrif á fiskverð til útgerða. Þegar Norðmenn misstu MSC vottun fyrir þorsk veiddan innan 12 sjómílna frá landi hafði það engin áhrif á verð þessa þorsks. Norskir strandveiðimenn sáu sér því engan hag í því að sigla lengra til að næla sér í MSC vottun. Helstu áhrifaþættir á verð eru aftur á móti veiðarfæri, stærð, gæði og hvar fiskinum er landað, frekar en hvort hann sé MSC vottaður. Það verðálag sem vottunin gefur rennur til erlendra verslunarkeðja en skilar sér ekki til þeirra sem veiða fiskinn. Krókafiskur – raunverulegt „premíum“ fyrir þjóðarbúið Það sem liggur þó fyrir í gögnum frá bæði Noregi og Íslandi er að krókaveiddur þorskur nýtur verulegs verðálags miðað við þorsk veiddan í botnvörpu. Norskar rannsóknir hafa sýnt að krókaveiddur þorskur selst á 15% hærra verði en togveiddur og að breskir neytendur eru tilbúnir til að borga 18% meira fyrir hann. Það sama virðist gilda um Ísland. Gögn frá Hagstofu Íslands og Reiknistofu fiskmarkaða sýna að aflaverðmæti þorsks úr strandveiðikerfinu er allt að 20% hærra en úr hefðbundnu kvótakerfi, og að krókaveiddur þorskur selst á 15% hærra verði en togaraþorskur. Af þessu má ráða að „premíumið“ af krókaveiddum fiski skilar sér því til útgerðanna sjálfra frekar en stórmarkaða. Stórútgerðin hamlar umbótum með MSC að vopni Það liggur fyrir að stærstu hagsmunamál stórútgerðarinnar eru ekki að tryggja sjálfbærni eða hámarka þjóðhagslega ávöxtun af þorskveiðunum, heldur að verja eigin kvóta og stöðu. Með því að berja stöðugt á MSC vottuninni og teikna upp dómsdagsmyndir við allar jákvæðar breytingar á strandveiðikerfinu hefur stórútgerðin þvingað stjórnvöld í aðgerðarleysi. Gögnin sýna þó að engin slík hætta sé á ferð – Ísland stendur traustum fótum hvað MSC vottun varðar, jafnvel þótt strandveiðar fari nokkur þúsund tonn umfram ráðgjöf. Það er því ekki annað að sjá en að stórútgerðin hafi hvíslað þessum hræðsluáróðri um MSC vottun í eyru stjórnvalda, til þess eins að hræða út þeim líftóruna. Þannig er verið að hamla umbótum sem myndu efla atvinnulíf og byggð í sjávarbyggðum. Krókaveiðar eru lykill þjóðhagslegri hagvæmni Ef stjórnvöld vilja hámarka þjóðhagslegan ávinning af þorskveiðum, ættu þau ekki að láta rangtúlkanir á MSC vottun ráða för eða láta stórútgerðina stjórna umræðunni. Gögnin sýna að besta leiðin til að nýta þorskinn er með hagkvæmum krókaveiðum á smábátum. Með því að leggja meiri áherslu á strandveiðikerfið og línuívilnun eru möguleikar samfélaga um allt land til atvinnusköpunar, verðmætasköpunar og velsældar auknir. Hræðsluáróður um MSC á ekki að standa í vegi fyrir þjóðhagslegri og samfélagslegri framþróun. Við skulum því treysta á gögn og skynsemi, ekki á hræðsluáróður og sérhagsmuni. Höfundur er trillukarl og formaður Landssambands smábátaeigenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Nú þegar strandveiðisjómenn eru orðnir langeygir eftir fréttum af fyrirkomulagi næstu vertíðar fer að heyrast kunnuglegt stef. Það byrjar sem kjaftasaga hvísluð á göngum ráðuneyta en endar yfirleitt sem fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV og hljómar þannig: „Smábátaveiðar eru stórhættulegar, ef trillukarlar fá stærri sneið af kökunni missum við MSC vottun og þar með aðgang að mikilvægum mörkuðum.“ Þessa kjaftasögu hefur Landssamband smábátaeigenda margoft þurft að kveða í kútinn. En er eitthvað til í henni? Skoðum staðreyndir málsins. MSC vottunin – hvað segja gögnin? MSC (Marine Stewardship Council) vottun byggist á þremur meginreglum: sjálfbærum fiskistofnum, lágmörkun áhrifa á umhverfið og árangursríkri stjórnun. Meginreglurnar eru metnar samkvæmt 28 árangursvísum þar sem 60 er lágmarksstaðall en 80 telst til fyrirmyndar. Fiskveiðar verða að ná að minnsta kosti 60 í öllum árangursvísum og meðaltalið 80 fyrir hverja meginreglu. Oft eru vottanir veittar með „skilyrðum“ (aðgerðaráætlunum), þegar meðaltal lendir milli 60 og 80, til að tryggja stöðuga framþróun í átt að sjálfbærni og til að öðlast bláa MSC merkið. Ísland skorar hátt á öllum þremur meginreglum: 1.Sjálfbærir fiskistofnar (P1): Tryggt að stofninn standi nægilega vel til að viðhalda langtíma viðgangi hans. Í ítarlegri vottunarskýrslu sem birt var í febrúar 2023 kemur fram að íslenski þorskstofninn er talinn standa vel og fær 95 í einkunn. Í áfangaskýrslu sem birt var í mars 2025 voru engar athugasemdir gerðar. Veiði umfram ráðgjöf Hafró – sem nemur 10-15.000 tonnum á hverju ári frá útgáfu vottunarskýrslunnar frá 2023 – hefur engin áhrif á stigagjöf vottunarinnar og ekki talin tilefni til endurmats á P1. 2.Áhrif á umhverfið (P2): Lágmörkun á skaða á uppbyggingu, afköstum og fjölbreytileika vistkerfisins. Ísland fær lægri stigagjöf hvað áhrif á vistkerfið varðar en þó töluvert yfir 80. Þess ber að geta að handfæri skora næst hæst með 89,7 stig (aðeins sjóstöng er stigahærri). Vegur þar þyngst lítill meðafli og hverfandi áhrif á vistkerfið. Því má bæta við að skv. áfangaskýrslu frá mars 2025 heldur grálúða MSC vottun, þrátt fyrir að 3.800 tonna kvóti hafi verið gefinn út í djúpkarfa fram yfir núllráðgjöf Hafró, á þeim forsendum að hann veiðist hvort eð er sem meðafli við grálúðuveiðar. 3.Árangursrík stjórnun (P3): Fylgni við lög og öflug kerfi sem geta aðlagast breytingum. Að mati MSC býr Ísland við öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi og fær því ágætiseinkunn 95 í P3. Enn og aftur virðist veiði umfram ráðgjöf Hafró breyta litlu þar um. Af ofangreindu má ráða að líkurnar á því að Ísland missi MSC vottun séu hverfandi þó að strandveiðar fari nokkur þúsund tonn fram yfir. Þrátt fyrir 10-15.000 tonna árlegan þorskafla utan ráðgjöf hefur íslenski þorskurinn haldið vottun með áframhaldandi 95 stig, vel yfir fyrirmyndareinkunn 80 og langt yfir lágmarkseinkunn 60. MSC hefur lítil áhrif á verð Þegar kemur að áhrifum á verð og markaði, leiða nýjustu rannsóknir í Noregi í ljós að MSC vottunin hefur engin sýnileg áhrif á fiskverð til útgerða. Þegar Norðmenn misstu MSC vottun fyrir þorsk veiddan innan 12 sjómílna frá landi hafði það engin áhrif á verð þessa þorsks. Norskir strandveiðimenn sáu sér því engan hag í því að sigla lengra til að næla sér í MSC vottun. Helstu áhrifaþættir á verð eru aftur á móti veiðarfæri, stærð, gæði og hvar fiskinum er landað, frekar en hvort hann sé MSC vottaður. Það verðálag sem vottunin gefur rennur til erlendra verslunarkeðja en skilar sér ekki til þeirra sem veiða fiskinn. Krókafiskur – raunverulegt „premíum“ fyrir þjóðarbúið Það sem liggur þó fyrir í gögnum frá bæði Noregi og Íslandi er að krókaveiddur þorskur nýtur verulegs verðálags miðað við þorsk veiddan í botnvörpu. Norskar rannsóknir hafa sýnt að krókaveiddur þorskur selst á 15% hærra verði en togveiddur og að breskir neytendur eru tilbúnir til að borga 18% meira fyrir hann. Það sama virðist gilda um Ísland. Gögn frá Hagstofu Íslands og Reiknistofu fiskmarkaða sýna að aflaverðmæti þorsks úr strandveiðikerfinu er allt að 20% hærra en úr hefðbundnu kvótakerfi, og að krókaveiddur þorskur selst á 15% hærra verði en togaraþorskur. Af þessu má ráða að „premíumið“ af krókaveiddum fiski skilar sér því til útgerðanna sjálfra frekar en stórmarkaða. Stórútgerðin hamlar umbótum með MSC að vopni Það liggur fyrir að stærstu hagsmunamál stórútgerðarinnar eru ekki að tryggja sjálfbærni eða hámarka þjóðhagslega ávöxtun af þorskveiðunum, heldur að verja eigin kvóta og stöðu. Með því að berja stöðugt á MSC vottuninni og teikna upp dómsdagsmyndir við allar jákvæðar breytingar á strandveiðikerfinu hefur stórútgerðin þvingað stjórnvöld í aðgerðarleysi. Gögnin sýna þó að engin slík hætta sé á ferð – Ísland stendur traustum fótum hvað MSC vottun varðar, jafnvel þótt strandveiðar fari nokkur þúsund tonn umfram ráðgjöf. Það er því ekki annað að sjá en að stórútgerðin hafi hvíslað þessum hræðsluáróðri um MSC vottun í eyru stjórnvalda, til þess eins að hræða út þeim líftóruna. Þannig er verið að hamla umbótum sem myndu efla atvinnulíf og byggð í sjávarbyggðum. Krókaveiðar eru lykill þjóðhagslegri hagvæmni Ef stjórnvöld vilja hámarka þjóðhagslegan ávinning af þorskveiðum, ættu þau ekki að láta rangtúlkanir á MSC vottun ráða för eða láta stórútgerðina stjórna umræðunni. Gögnin sýna að besta leiðin til að nýta þorskinn er með hagkvæmum krókaveiðum á smábátum. Með því að leggja meiri áherslu á strandveiðikerfið og línuívilnun eru möguleikar samfélaga um allt land til atvinnusköpunar, verðmætasköpunar og velsældar auknir. Hræðsluáróður um MSC á ekki að standa í vegi fyrir þjóðhagslegri og samfélagslegri framþróun. Við skulum því treysta á gögn og skynsemi, ekki á hræðsluáróður og sérhagsmuni. Höfundur er trillukarl og formaður Landssambands smábátaeigenda
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar