Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Aston Villa vann 1-0 sigur gegn Bayern Munchen í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Markið skoraði varamaðurinn Jhon Durán með glæsiskoti rétt fyrir framan miðju. Fótbolti 2. október 2024 21:00
Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. Fótbolti 2. október 2024 18:47
„Hann er klárlega magnaður þjálfari“ Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool, vildi lítið blanda sér í umræðuna um álag á knattspyrnumenn á efsta stigi. Sú umræða hefur verið hávær undanfarnar vikur. Hann hrósar þjálfara sínum þá í hástert. Enski boltinn 2. október 2024 16:45
Þúsund Walesverjar í Dalnum og Åge kallar eftir hjálp Til að eiga möguleika á að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni, og tryggja sér sæti í umspili fyrir HM 2026, er ljóst að Ísland þarf góð úrslit úr leikjunum við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli. Fótbolti 2. október 2024 16:00
Snýr aftur heim í KR Miðjumaðurinn Óliver Dagur Thorlacius er snúinn aftur í KR og hefur skrifaði undir samningu við félagið sem gildir til næstu þriggja ára. Íslenski boltinn 2. október 2024 15:04
Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. Fótbolti 2. október 2024 14:47
Dæmdi ekki í Meistaradeildinni eftir að hafa hótað að drepa leikmann Ítalski dómarinn Fabio Maresca var ekki fjórði dómari í leik í Meistaradeild Evrópu í gær þar sem hann hótaði leikmanni lífláti. Fótbolti 2. október 2024 14:02
Ekki ánægður með stöðu Hákons Rafns Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að Hákon Rafn Valdimarsson verði að spila meira með sínu félagsliði en hann hefur gert undanfarna mánuði. Fótbolti 2. október 2024 13:24
Enn pláss fyrir Aron sem fer í segulómun Åge Hareide segir ekki útilokað að hann bæti Aroni Einari Gunnarssyni við í landsliðshóp sinn sem 24. manni fyrir leikina við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli 11. og 14. október. Hann bindur vonir við að Gylfi Þór Sigurðsson verði klár í slaginn. Fótbolti 2. október 2024 13:13
Landsliðshópurinn: Sverrir kemur inn og Brynjólfur valinn Åge Hareide hefur tilkynnt hóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mætir Wales og Tyrklandi í Þjóðadeild Evrópu í þessum mánuði. Fótbolti 2. október 2024 12:50
Hættir við að hætta til að mæta Íslandi Joe Allen er í velska landsliðshópnum sem mætir Íslandi og Svartfjallalandi í Þjóðadeild Evrópu í fótbolta. Fótbolti 2. október 2024 12:03
Sjáðu markaflóðið úr Meistaradeildinni Alls voru 32 mörk skoruð í leikjunum níu í Meistaradeild Evrópu í gær. Öll mörkin má sjá í fréttinni. Fótbolti 2. október 2024 11:31
Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain. Fótbolti 2. október 2024 10:01
Leikmaður City handtekinn fyrir að stela síma Matheus Nunes, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, var handtekinn í Madríd þann 8. september vegna gruns um að hann hafi stolið síma. Enski boltinn 2. október 2024 08:30
Sakar leikmenn United um leti á æfingum Benni McCarthy, sem var í þjálfarateymi Manchester United í tvö ár, segir að leikmenn liðsins hafi ekki lagt sig alla fram á æfingum. Enski boltinn 2. október 2024 07:32
Bann og sekt fyrir að kalla fjórða dómara „litla helvítis kuntu“ Jack Stephens, varnarmaður Southampton, er á leið í tveggja leikja bann, fyrir að missa stjórn á skapi sínu og kalla fjórða dómarann í leik liðsins gegn Manchester United „litla helvítis kuntu.“ Þá þarf leikmaðurinn að borga sekt upp á níu milljónir króna. Enski boltinn 2. október 2024 07:00
Slæm höfuðmeiðsli Le Normand eftir áreksturinn við Tchouaméni Varnarmaðurinn Robin Le Normand lenti illa í því þegar hann og Aurélien Tchouaméni skullu saman í leik Atlético Madríd og Real Madríd í síðustu umferð La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Fótbolti 1. október 2024 23:33
Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. Fótbolti 1. október 2024 21:30
Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 1. október 2024 21:00
Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. Fótbolti 1. október 2024 21:00
Á met sem enginn vill Ben Brereton Diaz á nú met sem enginn vill í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Hann hefur leikið 20 leiki án þess að næla í einn einasta sigur. Fótbolti 1. október 2024 20:00
Brest tímabundið á topp Meistaradeildarinnar Brest er komið á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 útisigur á Salzburg. Þá gerði Sparta Prag 1-1 jafntefli við Stuttgart ytra. Fótbolti 1. október 2024 18:46
Rauða spjaldið hans Bruno dregið til baka Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, mun ekki missa af næstu þremur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem rauða spjaldið sem hann fékk gegn Tottenham Hotspur hefur verið dregið til baka. Enski boltinn 1. október 2024 18:02
„Vil ekki snúa þessu upp í sápuóperu“ Ég myndi gera þetta í hundrað af hverjum hundrað skiptum, segir stjóri Paris Saint-Germain sem setti stórstjönu út í kuldann fyrir stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 1. október 2024 17:15
Chiesa ekki með gegn Ítölunum Ítalinn Federico Chiesa verður ekki með Liverpool gegn liði Bologna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Diogo Jota ætti þó að ná leiknum eftir að hafa glímt við smávægileg meiðsli í vikunni. Fótbolti 1. október 2024 16:31
Tarik í bann eftir fræknu frammistöðuna Tarik Ibrahimagic, leikmaður Víkings, var í dag dæmdur í eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Hann missir af næsta leik Víkinga um komandi helgi. Íslenski boltinn 1. október 2024 15:51
Sonur Zlatans í fyrsta sinn í landslið Maximilian Seger Ibrahimovic, hinn 18 ára sonur sænsku goðsagnarinnar Zlatan Ibrahimovic, fær nú sitt fyrsta tækifæri í gulu landsliðstreyjunni eftir að hafa verið valinn í U18-landslið Svíþjóðar í fótbolta. Fótbolti 1. október 2024 14:15
Klopp heiðraður af Þýskalandsforseta Fótboltaþjálfarinn Jürgen Klopp var í dag heiðraður af forseta Þýskalands vegna vinnu hans í þágu þýska ríkisins. Fótbolti 1. október 2024 13:32
Scholes brjálaður: De Ligt geti ekkert og ten Hag þjálfi liðið varla Paul Scholes, goðsögn hjá Manchester United, vandar Erik ten Hag, þjálfara liðsins, ekki kveðjurnar. Hann segir United-liðið óþjálfað og leikmannakaupin ekki góð. Enski boltinn 1. október 2024 13:02
Gáfu skít í yfirmann sem hreykti sér af þeirra afrekum Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru lítt hrifnar af tilraunum Roger Palmgren, yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, til að eigna sér heiður að gríðarlegri velgengni liðsins í ár. Segja má að þær gefi skít í ummæli hans. Fótbolti 1. október 2024 11:30