Undirbýr Liverpool líf án Salah? Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2025 13:45 Mohamed Salah hafði átt fast sæti í byrjunarliði Liverpool í öllum deildarleikjum undir stjórn Arne Slot, þar til í gær. Getty/Stu Forster Mohamed Salah sat allan leikinn á varamannabekk Liverpool þegar liðið vann langþráðan 2-0 útisigur á West Ham United um helgina. Ákvörðun þjálfarans Arne Slot gæti gefið til kynna að hlutverk Egyptans fari minnkandi. Farið er að hitna undir stjórasæti Slot í Liverpool en Púllarar höfðu tapað níu af tólf leikjum í aðdraganda leiks helgarinnar. Þar á meðal voru 3-0 tap fyrir Nottingham Forest á heimavelli síðustu helgi og 4-1 tap á sama velli fyrir PSV í Meistaradeildinni í miðri viku. Mohamed Salah hefur verið besti leikmaður Liverpool síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir tæpum áratug og var lykillinn að Englandsmeistaratitli liðsins í vor. Frammistaða hans hefur hins vegar verið ámælisverð það sem af er vetri. Liverpool vann loks leik á ný og hélt hreinu í fyrsta skipti um hríð þegar Salah sat allan tímann á bekknum um helgina. Það var í fyrsta sinn frá því í apríl 2024 sem hann situr heilan leik á varamannabekknum í ensku úrvalsdeildinni, þá hafði Jurgen Klopp hann á bekknum, einnig í leik við West Ham í Lundúnum. Slot tók stóra ákvörðun með því að láta Salah sitja á bekknum en var verðlaunaður fyrir með 2-0 sigri, einn af aðeins tveimur sigrum Liverpool í síðustu átta deildarleikjum. Salah var einnig á bekknum í 5-1 útisigri á Frankfurt í Meistaradeild Evrópu fyrr í haust og veltir margur því upp hvort liðið sé hreinlega betra án Egyptans. Ljóst er að Púllarar verða án hans um nokkurra vikna skeið þegar hann heldur á Afríkumótið í Marokkó með egypska landsliðinu síðar í þessum mánuði. Góðu tíðindin fyrir Liverpool eru þau að Svíanum Alexander Isak tókst loks að brjóta ísinn í ensku úrvalsdeildinni í sigri sunnudagsins. „Salah getur ekki kvartað yfir þessu því að hann hefur ekki verið að spila vel, og þegar svo er, þá verður maður að sætta sig við ákvörðunina,“ segir Alan Shearer, knattspyrnufræðingur hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. „Þetta virkaði fyrir Liverpool, og það hefur virkað fyrir Isak, því hann var munurinn á liðunum,“ bætir Shearer við. Búast má við því að Salah snúi aftur í Liverpool-liðið þegar það mætir Sunderland á miðvikudagskvöldið kemur. Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni frá þriðjudegi fram á fimmtudag. Allir leikir vikunnar verða sýndir beint á Sýn Sport en sjá má dagskránna að neðan. Þriðjudagur 2. desember 18:50 VARsjáin (Sýn Sport) 19:30 Fulham - Manchester City (Sýn Sport 2) 19:30 Bournemouth - Everton (Sýn Sport 3) 20:15 Newcastle - Tottenham (Sýn Sport) Miðvikudagur 3. desember 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport) 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3) 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5) 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6) 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3) 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4) 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 4. desember 20:00 Manchester United - Everton (Sýn Sport) 22:10 Big Ben (Sýn Sport) Enski boltinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Sjá meira
Farið er að hitna undir stjórasæti Slot í Liverpool en Púllarar höfðu tapað níu af tólf leikjum í aðdraganda leiks helgarinnar. Þar á meðal voru 3-0 tap fyrir Nottingham Forest á heimavelli síðustu helgi og 4-1 tap á sama velli fyrir PSV í Meistaradeildinni í miðri viku. Mohamed Salah hefur verið besti leikmaður Liverpool síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir tæpum áratug og var lykillinn að Englandsmeistaratitli liðsins í vor. Frammistaða hans hefur hins vegar verið ámælisverð það sem af er vetri. Liverpool vann loks leik á ný og hélt hreinu í fyrsta skipti um hríð þegar Salah sat allan tímann á bekknum um helgina. Það var í fyrsta sinn frá því í apríl 2024 sem hann situr heilan leik á varamannabekknum í ensku úrvalsdeildinni, þá hafði Jurgen Klopp hann á bekknum, einnig í leik við West Ham í Lundúnum. Slot tók stóra ákvörðun með því að láta Salah sitja á bekknum en var verðlaunaður fyrir með 2-0 sigri, einn af aðeins tveimur sigrum Liverpool í síðustu átta deildarleikjum. Salah var einnig á bekknum í 5-1 útisigri á Frankfurt í Meistaradeild Evrópu fyrr í haust og veltir margur því upp hvort liðið sé hreinlega betra án Egyptans. Ljóst er að Púllarar verða án hans um nokkurra vikna skeið þegar hann heldur á Afríkumótið í Marokkó með egypska landsliðinu síðar í þessum mánuði. Góðu tíðindin fyrir Liverpool eru þau að Svíanum Alexander Isak tókst loks að brjóta ísinn í ensku úrvalsdeildinni í sigri sunnudagsins. „Salah getur ekki kvartað yfir þessu því að hann hefur ekki verið að spila vel, og þegar svo er, þá verður maður að sætta sig við ákvörðunina,“ segir Alan Shearer, knattspyrnufræðingur hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. „Þetta virkaði fyrir Liverpool, og það hefur virkað fyrir Isak, því hann var munurinn á liðunum,“ bætir Shearer við. Búast má við því að Salah snúi aftur í Liverpool-liðið þegar það mætir Sunderland á miðvikudagskvöldið kemur. Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni frá þriðjudegi fram á fimmtudag. Allir leikir vikunnar verða sýndir beint á Sýn Sport en sjá má dagskránna að neðan. Þriðjudagur 2. desember 18:50 VARsjáin (Sýn Sport) 19:30 Fulham - Manchester City (Sýn Sport 2) 19:30 Bournemouth - Everton (Sýn Sport 3) 20:15 Newcastle - Tottenham (Sýn Sport) Miðvikudagur 3. desember 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport) 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3) 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5) 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6) 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3) 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4) 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 4. desember 20:00 Manchester United - Everton (Sýn Sport) 22:10 Big Ben (Sýn Sport)
Enski boltinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Sjá meira