Undirbýr Liverpool líf án Salah? Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2025 13:45 Mohamed Salah hafði átt fast sæti í byrjunarliði Liverpool í öllum deildarleikjum undir stjórn Arne Slot, þar til í gær. Getty/Stu Forster Mohamed Salah sat allan leikinn á varamannabekk Liverpool þegar liðið vann langþráðan 2-0 útisigur á West Ham United um helgina. Ákvörðun þjálfarans Arne Slot gæti gefið til kynna að hlutverk Egyptans fari minnkandi. Farið er að hitna undir stjórasæti Slot í Liverpool en Púllarar höfðu tapað níu af tólf leikjum í aðdraganda leiks helgarinnar. Þar á meðal voru 3-0 tap fyrir Nottingham Forest á heimavelli síðustu helgi og 4-1 tap á sama velli fyrir PSV í Meistaradeildinni í miðri viku. Mohamed Salah hefur verið besti leikmaður Liverpool síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir tæpum áratug og var lykillinn að Englandsmeistaratitli liðsins í vor. Frammistaða hans hefur hins vegar verið ámælisverð það sem af er vetri. Liverpool vann loks leik á ný og hélt hreinu í fyrsta skipti um hríð þegar Salah sat allan tímann á bekknum um helgina. Það var í fyrsta sinn frá því í apríl 2024 sem hann situr heilan leik á varamannabekknum í ensku úrvalsdeildinni, þá hafði Jurgen Klopp hann á bekknum, einnig í leik við West Ham í Lundúnum. Slot tók stóra ákvörðun með því að láta Salah sitja á bekknum en var verðlaunaður fyrir með 2-0 sigri, einn af aðeins tveimur sigrum Liverpool í síðustu átta deildarleikjum. Salah var einnig á bekknum í 5-1 útisigri á Frankfurt í Meistaradeild Evrópu fyrr í haust og veltir margur því upp hvort liðið sé hreinlega betra án Egyptans. Ljóst er að Púllarar verða án hans um nokkurra vikna skeið þegar hann heldur á Afríkumótið í Marokkó með egypska landsliðinu síðar í þessum mánuði. Góðu tíðindin fyrir Liverpool eru þau að Svíanum Alexander Isak tókst loks að brjóta ísinn í ensku úrvalsdeildinni í sigri sunnudagsins. „Salah getur ekki kvartað yfir þessu því að hann hefur ekki verið að spila vel, og þegar svo er, þá verður maður að sætta sig við ákvörðunina,“ segir Alan Shearer, knattspyrnufræðingur hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. „Þetta virkaði fyrir Liverpool, og það hefur virkað fyrir Isak, því hann var munurinn á liðunum,“ bætir Shearer við. Búast má við því að Salah snúi aftur í Liverpool-liðið þegar það mætir Sunderland á miðvikudagskvöldið kemur. Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni frá þriðjudegi fram á fimmtudag. Allir leikir vikunnar verða sýndir beint á Sýn Sport en sjá má dagskránna að neðan. Þriðjudagur 2. desember 18:50 VARsjáin (Sýn Sport) 19:30 Fulham - Manchester City (Sýn Sport 2) 19:30 Bournemouth - Everton (Sýn Sport 3) 20:15 Newcastle - Tottenham (Sýn Sport) Miðvikudagur 3. desember 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport) 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3) 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5) 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6) 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3) 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4) 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 4. desember 20:00 Manchester United - Everton (Sýn Sport) 22:10 Big Ben (Sýn Sport) Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira
Farið er að hitna undir stjórasæti Slot í Liverpool en Púllarar höfðu tapað níu af tólf leikjum í aðdraganda leiks helgarinnar. Þar á meðal voru 3-0 tap fyrir Nottingham Forest á heimavelli síðustu helgi og 4-1 tap á sama velli fyrir PSV í Meistaradeildinni í miðri viku. Mohamed Salah hefur verið besti leikmaður Liverpool síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir tæpum áratug og var lykillinn að Englandsmeistaratitli liðsins í vor. Frammistaða hans hefur hins vegar verið ámælisverð það sem af er vetri. Liverpool vann loks leik á ný og hélt hreinu í fyrsta skipti um hríð þegar Salah sat allan tímann á bekknum um helgina. Það var í fyrsta sinn frá því í apríl 2024 sem hann situr heilan leik á varamannabekknum í ensku úrvalsdeildinni, þá hafði Jurgen Klopp hann á bekknum, einnig í leik við West Ham í Lundúnum. Slot tók stóra ákvörðun með því að láta Salah sitja á bekknum en var verðlaunaður fyrir með 2-0 sigri, einn af aðeins tveimur sigrum Liverpool í síðustu átta deildarleikjum. Salah var einnig á bekknum í 5-1 útisigri á Frankfurt í Meistaradeild Evrópu fyrr í haust og veltir margur því upp hvort liðið sé hreinlega betra án Egyptans. Ljóst er að Púllarar verða án hans um nokkurra vikna skeið þegar hann heldur á Afríkumótið í Marokkó með egypska landsliðinu síðar í þessum mánuði. Góðu tíðindin fyrir Liverpool eru þau að Svíanum Alexander Isak tókst loks að brjóta ísinn í ensku úrvalsdeildinni í sigri sunnudagsins. „Salah getur ekki kvartað yfir þessu því að hann hefur ekki verið að spila vel, og þegar svo er, þá verður maður að sætta sig við ákvörðunina,“ segir Alan Shearer, knattspyrnufræðingur hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. „Þetta virkaði fyrir Liverpool, og það hefur virkað fyrir Isak, því hann var munurinn á liðunum,“ bætir Shearer við. Búast má við því að Salah snúi aftur í Liverpool-liðið þegar það mætir Sunderland á miðvikudagskvöldið kemur. Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni frá þriðjudegi fram á fimmtudag. Allir leikir vikunnar verða sýndir beint á Sýn Sport en sjá má dagskránna að neðan. Þriðjudagur 2. desember 18:50 VARsjáin (Sýn Sport) 19:30 Fulham - Manchester City (Sýn Sport 2) 19:30 Bournemouth - Everton (Sýn Sport 3) 20:15 Newcastle - Tottenham (Sýn Sport) Miðvikudagur 3. desember 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport) 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3) 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5) 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6) 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3) 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4) 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 4. desember 20:00 Manchester United - Everton (Sýn Sport) 22:10 Big Ben (Sýn Sport)
Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira