Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2025 10:36 Igor Thiago skellti í 13 stiga frammistöðu gegn Burnley. Getty/Mike Hewitt Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þurfa líkt og leikmenn að glíma við aukið leikjaálag í desember. Næsta umferð hefst strax á morgun. Albert Þór Guðmundsson, annar stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, er kominn með sitt lið á mikið flug eftir vel heppnað fríspil um helgina. Albert og Sindri Kamban skelltu sér í stúdíó eftir að þrettándu umferð lauk í gær og fóru yfir allt sem tengist fantasy-leiknum nú þegar svo stutt er í næstu umferð. Afraksturinn má heyra hér að neðan. Lokað verður fyrir breytingar klukkan 18 á morgun. Albert fór afar vel út úr umferð helgarinnar og fékk 73 stig eða meira en helmingi meira en meðaltal umferðarinnar. Hann valdi þrjá leikmenn Aston Villa, þrjá leikmenn Brentford, þrjá úr Manchester City og svo Mohamed Salah og Bruno Fernandes. Spursarinn Kevin Danso datt svo inn þegar Salah kom ekkert við sögu í sigrinum gegn West Ham. „Góðu fréttirnar eru þær að enginn í liðinu mínu í þessari viku fékk minna en þrjú stig, sem ég held að sé nú oftast jákvætt,“ sagði Albert. Fékk aukastig seint og um síðir „Hjá Brentford tók ég Collins í vörnina en þeir héldu ekki hreinu, fengu á sig klúðurslegt víti. En hann fékk defcon [e. defensive contribution, varnarframlag] og samtals fjögur stig. Schade blankaði [engin stig fyrir mark eða stoðsendingu] algjörlega. Þetta var bara skelfilegur leikur hjá honum. Gerði ekki neitt. En Thiago skilaði 13 stigum. Hjá City skilaði O‘Reilly fjórum eftir að hafa náð í stoðsendingu. Foden með fimmtán þægileg stig. Hann var vinsæll fyrir þessa umferð. Svo var Haaland kapteinn en ég fagnaði því eiginlega að hann skyldi blanka,“ sagði Albert en nokkuð var um að Erling Haaland væri valinn sem þrefaldur fyrirliði í þessari umferð. „Salah bara kom ekki inná svo ég fékk Danso inn af bekknum. Það leit út fyrir að verða eitt stig þangað til eftir umferðina þegar þeir endurreiknuðu framlagið hans og hann fékk tvö aukastig,“ sagði Albert. „Þannig að þú fékkst jólabónusinn snemma í ár,“ skaut Sindri inn í. „Já, það má segja það. Þessi umferð henti mér úr 475.000 í heiminum upp í 113.000. Á tveimur vikum er ég kominn úr 975.000 í 113.000. Skjótt skipast veður í lofti, rétt fyrir jól, svo ég er bara í góðum gír,“ sagði Albert en þáttinn má heyra hér að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira
Albert og Sindri Kamban skelltu sér í stúdíó eftir að þrettándu umferð lauk í gær og fóru yfir allt sem tengist fantasy-leiknum nú þegar svo stutt er í næstu umferð. Afraksturinn má heyra hér að neðan. Lokað verður fyrir breytingar klukkan 18 á morgun. Albert fór afar vel út úr umferð helgarinnar og fékk 73 stig eða meira en helmingi meira en meðaltal umferðarinnar. Hann valdi þrjá leikmenn Aston Villa, þrjá leikmenn Brentford, þrjá úr Manchester City og svo Mohamed Salah og Bruno Fernandes. Spursarinn Kevin Danso datt svo inn þegar Salah kom ekkert við sögu í sigrinum gegn West Ham. „Góðu fréttirnar eru þær að enginn í liðinu mínu í þessari viku fékk minna en þrjú stig, sem ég held að sé nú oftast jákvætt,“ sagði Albert. Fékk aukastig seint og um síðir „Hjá Brentford tók ég Collins í vörnina en þeir héldu ekki hreinu, fengu á sig klúðurslegt víti. En hann fékk defcon [e. defensive contribution, varnarframlag] og samtals fjögur stig. Schade blankaði [engin stig fyrir mark eða stoðsendingu] algjörlega. Þetta var bara skelfilegur leikur hjá honum. Gerði ekki neitt. En Thiago skilaði 13 stigum. Hjá City skilaði O‘Reilly fjórum eftir að hafa náð í stoðsendingu. Foden með fimmtán þægileg stig. Hann var vinsæll fyrir þessa umferð. Svo var Haaland kapteinn en ég fagnaði því eiginlega að hann skyldi blanka,“ sagði Albert en nokkuð var um að Erling Haaland væri valinn sem þrefaldur fyrirliði í þessari umferð. „Salah bara kom ekki inná svo ég fékk Danso inn af bekknum. Það leit út fyrir að verða eitt stig þangað til eftir umferðina þegar þeir endurreiknuðu framlagið hans og hann fékk tvö aukastig,“ sagði Albert. „Þannig að þú fékkst jólabónusinn snemma í ár,“ skaut Sindri inn í. „Já, það má segja það. Þessi umferð henti mér úr 475.000 í heiminum upp í 113.000. Á tveimur vikum er ég kominn úr 975.000 í 113.000. Skjótt skipast veður í lofti, rétt fyrir jól, svo ég er bara í góðum gír,“ sagði Albert en þáttinn má heyra hér að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira