Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2025 17:31 Leikmaðurinn spilaði fyrir enska landsliðið en myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Harriet Lander Enskir fjölmiðlar segja í dag frá handtöku þekkts einstaklings innan enska boltans en nafn hans kemur þó hvergi fram í fréttum þeirra. Fyrrverandi enskur landsliðsmaður í knattspyrnu var handtekinn á Stansted-flugvelli á sunnudag, grunaður um tilraun til nauðgunar á fyrrverandi maka. Breska ríkisútvarpið segir frá þessu og vitnar í staðfestingu á handtöku hjá lögreglunni í Essex. The Athletic fjallar einnig um málið. A former England footballer has been arrested on suspicion of attempted rape.More from @TBurrows16 https://t.co/jWJZ2OCCXm— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 2, 2025 ESPN hefur fengið staðfest hver einstaklingurinn er en segist ekki geta nafngreint hann af lagalegum ástæðum. Lögreglan í Essex staðfesti við ESPN að maðurinn hafi verið látinn laus gegn tryggingu til „loka febrúar 2026“ á meðan frekari rannsókn fer fram. Talsmaður lögreglunnar sagði í yfirlýsingu: „Maður hefur verið handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar og hefur verið látinn laus gegn tryggingu til loka febrúar 2026 á meðan við höldum rannsókn okkar áfram.“ Maðurinn var stöðvaður við vegabréfaeftirlit á Stansted, eins og The Sun greindi fyrst frá. Talið er að fyrrverandi maki hans hafi lagt fram kæruna fyrir nokkrum vikum. Sagt er að leikmaðurinn hafi verið stöðvaður við vegabréfaeftirlit af landamæravörðum áður en hann gat farið um borð í flugvél á sunnudag. Við athugun á persónuupplýsingum hans kom í ljós að hann var eftirlýstur af lögreglu vegna eldri ásakanar um tilraun til nauðgunar. Í Bretlandi er nafn handtekins einstaklings sjaldan gefið upp eða staðfest af lögreglu. Þessi nálgun var tekin upp í kjölfar Leveson-rannsóknarinnar á breskum fjölmiðlum árið 2012 þar sem kom fram að ekki ætti að nafngreina grunaða einstaklinga sem eru handteknir „nema við óvenjulegar og skýrt afmarkaðar aðstæður“. Yfirleitt er nafn gefið upp ef hinn grunaði er ákærður. Leikmaðurinn á að hafa spilað fyrir enska landsliðið á öðrum áratug þessarar aldar eða frá 2010 til 2019. Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Fyrrverandi enskur landsliðsmaður í knattspyrnu var handtekinn á Stansted-flugvelli á sunnudag, grunaður um tilraun til nauðgunar á fyrrverandi maka. Breska ríkisútvarpið segir frá þessu og vitnar í staðfestingu á handtöku hjá lögreglunni í Essex. The Athletic fjallar einnig um málið. A former England footballer has been arrested on suspicion of attempted rape.More from @TBurrows16 https://t.co/jWJZ2OCCXm— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 2, 2025 ESPN hefur fengið staðfest hver einstaklingurinn er en segist ekki geta nafngreint hann af lagalegum ástæðum. Lögreglan í Essex staðfesti við ESPN að maðurinn hafi verið látinn laus gegn tryggingu til „loka febrúar 2026“ á meðan frekari rannsókn fer fram. Talsmaður lögreglunnar sagði í yfirlýsingu: „Maður hefur verið handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar og hefur verið látinn laus gegn tryggingu til loka febrúar 2026 á meðan við höldum rannsókn okkar áfram.“ Maðurinn var stöðvaður við vegabréfaeftirlit á Stansted, eins og The Sun greindi fyrst frá. Talið er að fyrrverandi maki hans hafi lagt fram kæruna fyrir nokkrum vikum. Sagt er að leikmaðurinn hafi verið stöðvaður við vegabréfaeftirlit af landamæravörðum áður en hann gat farið um borð í flugvél á sunnudag. Við athugun á persónuupplýsingum hans kom í ljós að hann var eftirlýstur af lögreglu vegna eldri ásakanar um tilraun til nauðgunar. Í Bretlandi er nafn handtekins einstaklings sjaldan gefið upp eða staðfest af lögreglu. Þessi nálgun var tekin upp í kjölfar Leveson-rannsóknarinnar á breskum fjölmiðlum árið 2012 þar sem kom fram að ekki ætti að nafngreina grunaða einstaklinga sem eru handteknir „nema við óvenjulegar og skýrt afmarkaðar aðstæður“. Yfirleitt er nafn gefið upp ef hinn grunaði er ákærður. Leikmaðurinn á að hafa spilað fyrir enska landsliðið á öðrum áratug þessarar aldar eða frá 2010 til 2019.
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira