Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 22:33 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, og samstarfsmenn hans eru líkar að horfa til framtíðar þegar kemur að leikmannamálum. Getty/ Stuart MacFarlane Arsenal hefur náð munnlegu samkomulagi um að kaupa ekvadorsku tvíburana Edwin og Holger Quintero frá Independiente Del Valle en samningurinn mun ganga í gegn þegar þeir verða átján ára í ágúst 2027. Strákarnir eru sextán ára gamlir og eru staddir í London í þessari viku þar sem búist er við að þeir gangi frá formsatriðum, þar á meðal undirritun samninga, áður en formleg tilkynning verður gefin út síðar. Kaupverðið er enn óljóst en þessi félagaskipti eru liður í stefnu Arsenal um að tryggja sér bestu hæfileikamenn næstu kynslóðar. Í október var staðfest að annar sextán ára leikmaður, Victor Ozhianvuna, muni ganga til liðs við Arsenal frá Shamrock Rovers í janúar 2027 þegar hann verður átján ára. 🚨🇪🇨 Arsenal agree deal to sign 16 year old Ecuadorian twins Edwin and Holger Quintero from Independiente Del Valle.Agreement in place after Quintero brothers travelled to London this week to join #AFC. ❤️🤍Deal valid from when they turn 18 in 2027, as @JamesOlley reports. pic.twitter.com/xEzWr9ozrL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 1, 2025 Independiente, lið í efstu deild Ekvador, er talið vera gróðrarstía ekvadorskra hæfileikamanna og hefur alið af sér leikmenn á borð við Moisés Caicedo hjá Chelsea og Piero Hincapié, sem gekk til liðs við Arsenal frá Bayer Leverkusen í september á lánssamningi út tímabilið með kauprétti. Chelsea hefur einnig gert samninga um kaup á unglingunum Kendry Páez og Deinner Ordonez frá Independiente, en Arsenal hafði betur í samkeppni við fjölda stórliða víðs vegar um Evrópu um að tryggja sér Quintero-tvíburana. Heimildir herma við ESPN að Arsenal hafi fylgst með þeim í vel rúmt ár. Edwin Quintero er hraður hægri kantmaður sem sagður er minna á ungan Neymar, en Holger er talinn vera sóknarsinnaður miðjumaður. Samningurinn er talinn vera mikið afrek fyrir njósnateymi unglingaakademíu félagsins og heimildir segja að skýr leið að aðalliðinu, sem sést á framförum leikmanna eins og Myles Lewis-Skelly, Ethan Nwaneri og nú síðast Max Dowman, hafi verið lykilatriði. Dowman, sem verður sextán ára í desember, skrifaði undir námsstyrkssamning við félagið í október og hefur þegar leikið sína fyrstu leiki bæði í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Slavia Prag í síðasta mánuði varð hann yngsti leikmaðurinn til að spila í Meistaradeildinni. 🤩 Edwin and Holger Quintero combining for a brilliant goal! 🇪🇨 🎥 @_TheNextWave_ pic.twitter.com/84ekTdtFYZ— Eduardo Hagn (@EduardoHagn) December 1, 2025 Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Strákarnir eru sextán ára gamlir og eru staddir í London í þessari viku þar sem búist er við að þeir gangi frá formsatriðum, þar á meðal undirritun samninga, áður en formleg tilkynning verður gefin út síðar. Kaupverðið er enn óljóst en þessi félagaskipti eru liður í stefnu Arsenal um að tryggja sér bestu hæfileikamenn næstu kynslóðar. Í október var staðfest að annar sextán ára leikmaður, Victor Ozhianvuna, muni ganga til liðs við Arsenal frá Shamrock Rovers í janúar 2027 þegar hann verður átján ára. 🚨🇪🇨 Arsenal agree deal to sign 16 year old Ecuadorian twins Edwin and Holger Quintero from Independiente Del Valle.Agreement in place after Quintero brothers travelled to London this week to join #AFC. ❤️🤍Deal valid from when they turn 18 in 2027, as @JamesOlley reports. pic.twitter.com/xEzWr9ozrL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 1, 2025 Independiente, lið í efstu deild Ekvador, er talið vera gróðrarstía ekvadorskra hæfileikamanna og hefur alið af sér leikmenn á borð við Moisés Caicedo hjá Chelsea og Piero Hincapié, sem gekk til liðs við Arsenal frá Bayer Leverkusen í september á lánssamningi út tímabilið með kauprétti. Chelsea hefur einnig gert samninga um kaup á unglingunum Kendry Páez og Deinner Ordonez frá Independiente, en Arsenal hafði betur í samkeppni við fjölda stórliða víðs vegar um Evrópu um að tryggja sér Quintero-tvíburana. Heimildir herma við ESPN að Arsenal hafi fylgst með þeim í vel rúmt ár. Edwin Quintero er hraður hægri kantmaður sem sagður er minna á ungan Neymar, en Holger er talinn vera sóknarsinnaður miðjumaður. Samningurinn er talinn vera mikið afrek fyrir njósnateymi unglingaakademíu félagsins og heimildir segja að skýr leið að aðalliðinu, sem sést á framförum leikmanna eins og Myles Lewis-Skelly, Ethan Nwaneri og nú síðast Max Dowman, hafi verið lykilatriði. Dowman, sem verður sextán ára í desember, skrifaði undir námsstyrkssamning við félagið í október og hefur þegar leikið sína fyrstu leiki bæði í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Slavia Prag í síðasta mánuði varð hann yngsti leikmaðurinn til að spila í Meistaradeildinni. 🤩 Edwin and Holger Quintero combining for a brilliant goal! 🇪🇨 🎥 @_TheNextWave_ pic.twitter.com/84ekTdtFYZ— Eduardo Hagn (@EduardoHagn) December 1, 2025
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira