Fótbolti

Barcelona-leikmaður í leyfi vegna and­legrar heilsu sinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronald Araujo fékk rauða spjaldið í tapleiknum á móti Chelsea í Meistaradeildinni í síðustu viku.
Ronald Araujo fékk rauða spjaldið í tapleiknum á móti Chelsea í Meistaradeildinni í síðustu viku. Getty/Pedro Salado

Barcelona hefur leyft varnarmanninum Ronald Araújo að fara í leyfi á meðan hann reynir að takast á við andleg vandamál sem hafa haft áhrif á frammistöðu hans á tímabilinu.

Araújo, 26 ára, hefur spilað 15 leiki fyrir Barça í öllum keppnum á þessu tímabili, en síðasti leikur hans endaði með rauðu spjaldi í 3-0 tapi í Meistaradeildinni gegn Chelsea í síðustu viku.

Miðvörðurinn missti af 3-1 sigri um helgina gegn Alavés, en Barcelona sagði þá að hann væri með magakveisu.

Þegar Hansi Flick, þjálfari Barça, ræddi við fjölmiðla fyrir LaLiga-leikinn gegn Atlético Madrid annað kvöld sagði hann að úrúgvæski landsliðsmaðurinn væri að glíma við persónuleg mál.

Araújo hefur verið í góðu lagi líkamlega á tímabilinu, en að hann hafi ekki verið hundrað prósent andlega um nokkurt skeið og hafi beðið félagið um frí til að ná sér.

Heimildarmaður ESPN vildi skýra stöðuna til að forðast misskilning á því sem Flick hafði sagt fyrr á mánudaginn.

„Ronald er ekki tilbúinn í augnablikinu,“ sagði þýski þjálfarinn á blaðamannafundi.

„Þetta er persónulegt mál. Ég vil ekki segja meira. Vinsamlegast virðið það líka. Þetta er það sem ég get sagt og það sem ég vil segja,“ sagði Hansi Flick.

Araújo hefur verið hjá Barcelona síðan 2018, en hann gekk fyrst til liðs við B-liðið áður en hann var færður upp í aðalliðið.

Hann hefur síðan þá spilað 190 leiki fyrir Barça í öllum keppnum og skorað 12 mörk, og er nú hluti af reynslumestu leikmönnum liðsins ásamt þeim Marc-André ter Stegen, Frenkie de Jong, Raphinha og Pedri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×