Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum

Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 

Fótbolti
Fréttamynd

Níu hand­teknir eftir á­rás á liðs­rútu Lyon

Alls hafa níu verið handteknir eftir að stuðningsmenn Marseille réðust á liðsrútu Lyon fyrir leik liðanna í frönsku úrvalsdeildinni með þeim afleiðingum að sauma þurfti 13 spor í andlit Fabio Grosso, þjálfara Lyon.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi kosinn bestur í áttunda sinn

Argentínumaðurinn Lionel Messi hlaut í kvöld Gullboltann (Ballon d‘Or) fyrir að vera besti knattspyrnumaður í heimi. Þetta er í áttunda sinn sem hann hlýtur verðlaunin.

Fótbolti
Fréttamynd

Bon­mati besta knatt­spyrnu­kona heims

Hin 25 ára gamla Aitana Bonmatí er besta knattspyrnu heims árið 2023 að mati France Football, tímaritinu sem gefur Gullboltann (Ballon d‘Or) ár hvert. Þá var félagslið Bonmati, Barcelona, valið lið ársins.

Fótbolti
Fréttamynd

Belling­ham valinn besti ungi leik­maður heims

Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham fékk í kvöld Kopa-verðlaunin en þau fær besti leikmaður heims undir 21 árs aldri. Brasilíumaðurinn Vinicíus Jr. fékk verðlaun sem kennd eru við landa hans Socrates og Emi Martínez, 

Fótbolti
Fréttamynd

Hristov hættir sem þjálfari kvennaliðsins

Todor Hristov er hættur með kvennalið ÍBV í knattspyrnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eyjamönnum en þar segir að Hristov muni áfram starfa hjá félaginu en hann verður þjálfari 2.flokks karla.

Sport