FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 07:02 Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko og íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson eftir leik þjóðanna í umspili um sæti á EM 2024. Getty/Andrzej Iwanczuk Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur sent Úkraínumönnum afsökunarbeiðni vegna dráttarins í undankeppni HM 2026 á föstudaginn var. Úkraína lenti þar í riðli með okkur Íslendingum auk Aserbaísjan og sigurvegaranum úr leik Frakklands og Króatíu í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Í drættinum þá sýndi FIFA kort af Úkraínu þegar farið var yfir hvaða þjóðir mættu ekki mæta hvorri annarri. TV2 segir frá. Úkraínumenn voru fljótir að benda á það að á landakorti FIFA var Krímskaginn hluti af Rússlandi en ekki hluti af Úkraínu. Rússar réðust inn á Krímskagann fyrir meira en áratug (2014) og réðust síðan inn í Úkraínu árið 2022. „Með því að teikna kortið upp á rangan hátt þá ertu ekki aðeins að vanvirða alþjóðleg lög heldur einnig að taka undir rússneskan áróður, stríðsglæpi þeirra og styðja árás þeirra á Úkraínumenn,“ sagði Heorhij Tykhy, utanríkisráðherra Úkraínu. Utanríkisráðuneyti Úkraínu hafði samband við FIFA og sambandið hefur nú sent frá sér afsökunarbeiðni. „Kortið var unnið af þriðja aðila og við höfum þegar hafið vinnu við að betrumbæta þetta. Þar á meðal er að fjarlægja þetta kort úr öllum okkar kerfum,“ sagði í bréfi frá Mathias Grafström, framkvæmdastjóra FIFA. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu viðkvæmt þetta er. Við hörmum alla vanlíðan sem kortið olli og við biðjum um skilning á meðan við leysum málið.“ FIFA apology expected: UAF and MFA react to map of Ukraine without Crimea during 2026 World Cup drawThe Ukrainian Football Association sent a letter to FIFA Secretary General Mathias Grafström and UEFA Secretary General Theodore Theodoridis, in which they emphasized the… pic.twitter.com/mQ7ES8ivTk— Devana 🇺🇦 (@DevanaUkraine) December 14, 2024 FIFA HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Úkraína lenti þar í riðli með okkur Íslendingum auk Aserbaísjan og sigurvegaranum úr leik Frakklands og Króatíu í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Í drættinum þá sýndi FIFA kort af Úkraínu þegar farið var yfir hvaða þjóðir mættu ekki mæta hvorri annarri. TV2 segir frá. Úkraínumenn voru fljótir að benda á það að á landakorti FIFA var Krímskaginn hluti af Rússlandi en ekki hluti af Úkraínu. Rússar réðust inn á Krímskagann fyrir meira en áratug (2014) og réðust síðan inn í Úkraínu árið 2022. „Með því að teikna kortið upp á rangan hátt þá ertu ekki aðeins að vanvirða alþjóðleg lög heldur einnig að taka undir rússneskan áróður, stríðsglæpi þeirra og styðja árás þeirra á Úkraínumenn,“ sagði Heorhij Tykhy, utanríkisráðherra Úkraínu. Utanríkisráðuneyti Úkraínu hafði samband við FIFA og sambandið hefur nú sent frá sér afsökunarbeiðni. „Kortið var unnið af þriðja aðila og við höfum þegar hafið vinnu við að betrumbæta þetta. Þar á meðal er að fjarlægja þetta kort úr öllum okkar kerfum,“ sagði í bréfi frá Mathias Grafström, framkvæmdastjóra FIFA. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu viðkvæmt þetta er. Við hörmum alla vanlíðan sem kortið olli og við biðjum um skilning á meðan við leysum málið.“ FIFA apology expected: UAF and MFA react to map of Ukraine without Crimea during 2026 World Cup drawThe Ukrainian Football Association sent a letter to FIFA Secretary General Mathias Grafström and UEFA Secretary General Theodore Theodoridis, in which they emphasized the… pic.twitter.com/mQ7ES8ivTk— Devana 🇺🇦 (@DevanaUkraine) December 14, 2024
FIFA HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira