
HM 2026 í fótbolta

Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar
Brasilíska knattspyrnusambandið hefur mikinn áhuga á að ráða Carlo Ancelotti sem þjálfara landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári.

Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM
Heimsmeistarar Argentínu rústuðu Brasilíu, 4-1, í undankeppni HM 2026 í nótt. Argentínumenn eru komnir á HM þarnæsta sumar á meðan vandræði Brasilíumanna halda áfram.

Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael
Noregur vann sannfærandi 4-2 sigur á Ísrael í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer á næsta ári.

Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti
Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert.

Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði
Mauricio Pochettino hefur beðið bandarísku þjóðina um að sýna þolinmæði og hafa ekki áhyggjur af slæmum úrslitum núna, liðið verði klárt þegar keppni hefst á heimsmeistaramótinu á næsta ári.

Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands
England vann 3-0 gegn Lettlandi í undankeppni HM. Reece James mætti aftur í landsliðið og skoraði beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik, Harry Kane og Eberechi Eze bættu svo við í seinni hálfleik.

Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi
Nýja-Sjáland varð í nótt fimmta liðið til þess að festa sér sæti á HM karla í fótbolta sumarið 2026. Nýsjálendingar verða þá með í þriðja sinn en leiðin hefur aldrei verið greiðari fyrir þá. Ísland á hins vegar erfiða leið fyrir höndum.

Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum
Noregur vann þægilegan 5-0 sigur gegn Moldavíu í fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins 2026.

Tuchel skammaði Foden og Rashford
Thomas Tuchel, þjálfara enska fótboltalandsliðsins, fannst Phil Foden og Marcus Rashford ekki spila nógu vel gegn Albaníu í gær.

Alisson fór meiddur af velli vegna höfuðmeiðsla
Markvörðurinn Alisson þurfti að fara af velli í leik Brasilíu og Kólumbíu í undankeppni HM 2026 eftir að lent í samstuði við Davinson Sánchez.

Fékk gult spjald fyrir að gefa eiginhandaráritanir
Markahrókurinn Chris Wood fékk gult spjald fyrir nokkuð sérstakar sakir í leik Nýja-Sjálands og Fídjí í undankeppni HM 2026.

Japan fyrsta þjóðin til að vinna sig inn á HM
Japanir urðu í dag, 169 dögum áður en Ísland byrjar sína undankeppni, fyrstir þjóða til að vinna sér inn sæti á HM karla í fótbolta sumarið 2026.

Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM
Argentína mætir Úrúgvæ og Brasilíu í undankeppni HM karla í knattspyrnu síðar í mánuðinum. Argentínumenn þurfa að knýja fram sigur án fyrirliða síns Lionel Messi.

Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn
Morgan Gibbs-White, fyrirliði Nottingham Forest, hefur verið kallaður inn í enska landsliðið í fótbolta.

Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna
Cole Palmer, leikmaður Chelsea, mun að öllum líkindum missa af leikjum enska landsliðsins í komandi landsleikjaglugga.

Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið
Neymar verður ekki með brasilíska landsliðinu í komandi leikjum í undankeppni HM eins og áður hafði verið auglýst.

Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn
Bólivíska knattspyrnusambandið hefur sett leikmann í tveggja ára bann en ástæðan fyrir því hefur vakið heimsathygli.

Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er kominn aftur í brasilíska landsliðið en hann er í hópnum fyrir komandi leiki í undankeppni HM.

FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM
Möguleikar Íslands á að komast aftur á HM í fótbolta gætu aukist ef hugmyndir um enn frekari stækkun mótsins ganga eftir. Til greina kemur að fjölga þátttökuþjóðum í 64 fyrir HM 2030.

Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM
Í fyrsta sinn verður hálfleikssýning í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta á næsta ári. Um er að ræða svipaða sýningu og er í úrslitaleik NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum, Super Bowl.

Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada
Hinn bandaríski Jesse Marsch, þjálfari kanadíska landsliðsins í fótbolta, hefur sagt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hætta öllu rugli varðandi Kanada og að það eigi að vera 51. ríki Bandaríkjanna.

Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári og Ólympíuleikarnir í Los Angeles tveimur árum seinna. Hagsmunaaðilar ferðamála í landinu segja Bandaríkin ekki tilbúin að halda þessa stóru íþróttaviðburði.

Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps
Didier Deschamps hefur nú staðfest að hann muni hætta sem landsliðsþjálfari Frakka í fótbolta eftir HM í Ameríku á næsta ári. Zinedine Zidane þykir líklegasti arftaki hans.

Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026
Didier Deschamps mun samkvæmt erlendum fréttamiðlum hætta sem þjálfari franska karlalandsliðsins í fótbolta eftir heimsmeistarakeppnina sumarið 2026.

FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur sent Úkraínumönnum afsökunarbeiðni vegna dráttarins í undankeppni HM 2026 á föstudaginn var.

Enska landsliðið fær ekki að spila á Wembley
Wembley leikvangurinn í Lundúnum hefur verið heimavöllur enska landsliðsins í knattspyrnu svo lengi sem elstu menn muna. Þegar liðið mætir Andorra í undankeppni HM í haust munu þeir hins vegar þurfa að finna annan heimavöll.

Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“
Dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2026 í fótbolta karla í gær. Íslenska landsliðið var í pottinum og tekur sérfræðingurinn og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Baldur Sigurðsson ekki undir bölsýnisspár um möguleika Íslands. Hann hefur trú.

Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030
Cristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður allra tíma í fótboltanum og hann er hvergi nærri hættur ef marka má fyrrum liðsfélaga hans hjá Manchester United og portúgalska landsliðinu.

Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum
Ísland verður í fjögurra liða riðli í undankeppni HM karla í fótbolta. Erfiðasti mótherji liðsins verður annað hvort Frakkland eða Króatía.

Svona eru riðlarnir í undankeppni HM
Ísland lenti í riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu, í undankeppni HM karla í fótbolta. Dregið var í dag í beinni útsendingu á Vísi.