Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 19:31 Florentino Perez, forseti Real Madrid mætti verðlaunahátíð FIFA á dögunum. Hér er hann í góðum hópi. Getty/Mohamed Farag A22 Sports, skipuleggjandi Ofurdeildarinnar, segist hafa sent UEFA og FIFA beiðni um að samböndin viðurkenni rétt fyrirtækisins til að stofna nýja Evrópukeppni fyrir félagslið. Ofurdeildin er því aftur komin á dagskrá en stofendur hennar nýttu tækifærið eftir úrskurð Evrópudómstólsins um að UEFA og FIFA hafi misnotað yfirburðastöðu sína og brotið þar með reglur Evrópusambandsins. Þetta gerir skipuleggjandi Ofurdeildarinnar þrátt fyrir að UEFA hafi breytt lögum sínum til að fara eftir lögum Evrópusambandsins. A22 hefur breytt aðeins hugmynd sinni um Ofurdeildina og þá hefur hún einnig breytt um nafn. Ofurdeildin mun hér eftir heita „Unify League“ eða Samstöðudeildin ef við reyndum að þýða þetta. The return of the Super League agitators with a new "Unify League" plan from Real Madrid-backed A22 which today says it submitted a proposal to UEFA and FIFA to "obtain official recognition for its new cross-border European club football competitions." pic.twitter.com/cK7EIzVBaN— Rob Harris (@RobHarris) December 17, 2024 Lykilatriði er breytt fyrirkomulag á leið félaga í keppnina en hún myndi þá byggja á árangri liðanna í heimadeild sinni. Áður áttu aðeins 64 félög að vera með en nú eru plön um að liðin verði 96. A22 segir að deildin innihaldi nú fjórar deildir. Tvær efstu, Stjörnudeildin og Gulldeildin, munu báðar vera með sextán lið hvor sem skiptast niður á tvo átta liða riðla. Í bláu deildinni og Sameiningadeildinni verður 32 liðum skipt niður í fjóra átta liða riðla. Liðin muna mæta öðrum liðum í riðlinum á bæði heima- og útivelli og bestu liðin fara síðan áfram í úrslitakeppnin. Undanúrslit og úrslitaleikurinn fara fram á hlutlausum velli. Real Madrid, Barcelona, Atlético Madrid, AC Milan, Arsenal, Chelsea, Inter Milan, Juventus, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur ætluðu upphaflega að vera með í Ofurdeildinni en ensku liðin hættu fljótlega við. Real Madrid og Barcelona hafa aldrei dregið í land þrátt fyrir að hin öll hafi hætt við. Eftir dóminn í desember ítrekuðu samt enska úrvalsdeildin, þýska deildin, spænska deildin og ítalska deildin andstöðu sína gegn Ofurdeildinni. 𝐄𝐗𝐂𝐋𝐔𝐒𝐈𝐕𝐄: European Super League re-launched as the 'Unify League'✍️ @SamWallaceTel#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) December 17, 2024 UEFA FIFA Ofurdeildin Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira
Ofurdeildin er því aftur komin á dagskrá en stofendur hennar nýttu tækifærið eftir úrskurð Evrópudómstólsins um að UEFA og FIFA hafi misnotað yfirburðastöðu sína og brotið þar með reglur Evrópusambandsins. Þetta gerir skipuleggjandi Ofurdeildarinnar þrátt fyrir að UEFA hafi breytt lögum sínum til að fara eftir lögum Evrópusambandsins. A22 hefur breytt aðeins hugmynd sinni um Ofurdeildina og þá hefur hún einnig breytt um nafn. Ofurdeildin mun hér eftir heita „Unify League“ eða Samstöðudeildin ef við reyndum að þýða þetta. The return of the Super League agitators with a new "Unify League" plan from Real Madrid-backed A22 which today says it submitted a proposal to UEFA and FIFA to "obtain official recognition for its new cross-border European club football competitions." pic.twitter.com/cK7EIzVBaN— Rob Harris (@RobHarris) December 17, 2024 Lykilatriði er breytt fyrirkomulag á leið félaga í keppnina en hún myndi þá byggja á árangri liðanna í heimadeild sinni. Áður áttu aðeins 64 félög að vera með en nú eru plön um að liðin verði 96. A22 segir að deildin innihaldi nú fjórar deildir. Tvær efstu, Stjörnudeildin og Gulldeildin, munu báðar vera með sextán lið hvor sem skiptast niður á tvo átta liða riðla. Í bláu deildinni og Sameiningadeildinni verður 32 liðum skipt niður í fjóra átta liða riðla. Liðin muna mæta öðrum liðum í riðlinum á bæði heima- og útivelli og bestu liðin fara síðan áfram í úrslitakeppnin. Undanúrslit og úrslitaleikurinn fara fram á hlutlausum velli. Real Madrid, Barcelona, Atlético Madrid, AC Milan, Arsenal, Chelsea, Inter Milan, Juventus, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur ætluðu upphaflega að vera með í Ofurdeildinni en ensku liðin hættu fljótlega við. Real Madrid og Barcelona hafa aldrei dregið í land þrátt fyrir að hin öll hafi hætt við. Eftir dóminn í desember ítrekuðu samt enska úrvalsdeildin, þýska deildin, spænska deildin og ítalska deildin andstöðu sína gegn Ofurdeildinni. 𝐄𝐗𝐂𝐋𝐔𝐒𝐈𝐕𝐄: European Super League re-launched as the 'Unify League'✍️ @SamWallaceTel#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) December 17, 2024
UEFA FIFA Ofurdeildin Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira