Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 19:31 Florentino Perez, forseti Real Madrid mætti verðlaunahátíð FIFA á dögunum. Hér er hann í góðum hópi. Getty/Mohamed Farag A22 Sports, skipuleggjandi Ofurdeildarinnar, segist hafa sent UEFA og FIFA beiðni um að samböndin viðurkenni rétt fyrirtækisins til að stofna nýja Evrópukeppni fyrir félagslið. Ofurdeildin er því aftur komin á dagskrá en stofendur hennar nýttu tækifærið eftir úrskurð Evrópudómstólsins um að UEFA og FIFA hafi misnotað yfirburðastöðu sína og brotið þar með reglur Evrópusambandsins. Þetta gerir skipuleggjandi Ofurdeildarinnar þrátt fyrir að UEFA hafi breytt lögum sínum til að fara eftir lögum Evrópusambandsins. A22 hefur breytt aðeins hugmynd sinni um Ofurdeildina og þá hefur hún einnig breytt um nafn. Ofurdeildin mun hér eftir heita „Unify League“ eða Samstöðudeildin ef við reyndum að þýða þetta. The return of the Super League agitators with a new "Unify League" plan from Real Madrid-backed A22 which today says it submitted a proposal to UEFA and FIFA to "obtain official recognition for its new cross-border European club football competitions." pic.twitter.com/cK7EIzVBaN— Rob Harris (@RobHarris) December 17, 2024 Lykilatriði er breytt fyrirkomulag á leið félaga í keppnina en hún myndi þá byggja á árangri liðanna í heimadeild sinni. Áður áttu aðeins 64 félög að vera með en nú eru plön um að liðin verði 96. A22 segir að deildin innihaldi nú fjórar deildir. Tvær efstu, Stjörnudeildin og Gulldeildin, munu báðar vera með sextán lið hvor sem skiptast niður á tvo átta liða riðla. Í bláu deildinni og Sameiningadeildinni verður 32 liðum skipt niður í fjóra átta liða riðla. Liðin muna mæta öðrum liðum í riðlinum á bæði heima- og útivelli og bestu liðin fara síðan áfram í úrslitakeppnin. Undanúrslit og úrslitaleikurinn fara fram á hlutlausum velli. Real Madrid, Barcelona, Atlético Madrid, AC Milan, Arsenal, Chelsea, Inter Milan, Juventus, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur ætluðu upphaflega að vera með í Ofurdeildinni en ensku liðin hættu fljótlega við. Real Madrid og Barcelona hafa aldrei dregið í land þrátt fyrir að hin öll hafi hætt við. Eftir dóminn í desember ítrekuðu samt enska úrvalsdeildin, þýska deildin, spænska deildin og ítalska deildin andstöðu sína gegn Ofurdeildinni. 𝐄𝐗𝐂𝐋𝐔𝐒𝐈𝐕𝐄: European Super League re-launched as the 'Unify League'✍️ @SamWallaceTel#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) December 17, 2024 UEFA FIFA Ofurdeildin Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Sjá meira
Ofurdeildin er því aftur komin á dagskrá en stofendur hennar nýttu tækifærið eftir úrskurð Evrópudómstólsins um að UEFA og FIFA hafi misnotað yfirburðastöðu sína og brotið þar með reglur Evrópusambandsins. Þetta gerir skipuleggjandi Ofurdeildarinnar þrátt fyrir að UEFA hafi breytt lögum sínum til að fara eftir lögum Evrópusambandsins. A22 hefur breytt aðeins hugmynd sinni um Ofurdeildina og þá hefur hún einnig breytt um nafn. Ofurdeildin mun hér eftir heita „Unify League“ eða Samstöðudeildin ef við reyndum að þýða þetta. The return of the Super League agitators with a new "Unify League" plan from Real Madrid-backed A22 which today says it submitted a proposal to UEFA and FIFA to "obtain official recognition for its new cross-border European club football competitions." pic.twitter.com/cK7EIzVBaN— Rob Harris (@RobHarris) December 17, 2024 Lykilatriði er breytt fyrirkomulag á leið félaga í keppnina en hún myndi þá byggja á árangri liðanna í heimadeild sinni. Áður áttu aðeins 64 félög að vera með en nú eru plön um að liðin verði 96. A22 segir að deildin innihaldi nú fjórar deildir. Tvær efstu, Stjörnudeildin og Gulldeildin, munu báðar vera með sextán lið hvor sem skiptast niður á tvo átta liða riðla. Í bláu deildinni og Sameiningadeildinni verður 32 liðum skipt niður í fjóra átta liða riðla. Liðin muna mæta öðrum liðum í riðlinum á bæði heima- og útivelli og bestu liðin fara síðan áfram í úrslitakeppnin. Undanúrslit og úrslitaleikurinn fara fram á hlutlausum velli. Real Madrid, Barcelona, Atlético Madrid, AC Milan, Arsenal, Chelsea, Inter Milan, Juventus, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur ætluðu upphaflega að vera með í Ofurdeildinni en ensku liðin hættu fljótlega við. Real Madrid og Barcelona hafa aldrei dregið í land þrátt fyrir að hin öll hafi hætt við. Eftir dóminn í desember ítrekuðu samt enska úrvalsdeildin, þýska deildin, spænska deildin og ítalska deildin andstöðu sína gegn Ofurdeildinni. 𝐄𝐗𝐂𝐋𝐔𝐒𝐈𝐕𝐄: European Super League re-launched as the 'Unify League'✍️ @SamWallaceTel#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) December 17, 2024
UEFA FIFA Ofurdeildin Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Sjá meira