Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 19:31 Florentino Perez, forseti Real Madrid mætti verðlaunahátíð FIFA á dögunum. Hér er hann í góðum hópi. Getty/Mohamed Farag A22 Sports, skipuleggjandi Ofurdeildarinnar, segist hafa sent UEFA og FIFA beiðni um að samböndin viðurkenni rétt fyrirtækisins til að stofna nýja Evrópukeppni fyrir félagslið. Ofurdeildin er því aftur komin á dagskrá en stofendur hennar nýttu tækifærið eftir úrskurð Evrópudómstólsins um að UEFA og FIFA hafi misnotað yfirburðastöðu sína og brotið þar með reglur Evrópusambandsins. Þetta gerir skipuleggjandi Ofurdeildarinnar þrátt fyrir að UEFA hafi breytt lögum sínum til að fara eftir lögum Evrópusambandsins. A22 hefur breytt aðeins hugmynd sinni um Ofurdeildina og þá hefur hún einnig breytt um nafn. Ofurdeildin mun hér eftir heita „Unify League“ eða Samstöðudeildin ef við reyndum að þýða þetta. The return of the Super League agitators with a new "Unify League" plan from Real Madrid-backed A22 which today says it submitted a proposal to UEFA and FIFA to "obtain official recognition for its new cross-border European club football competitions." pic.twitter.com/cK7EIzVBaN— Rob Harris (@RobHarris) December 17, 2024 Lykilatriði er breytt fyrirkomulag á leið félaga í keppnina en hún myndi þá byggja á árangri liðanna í heimadeild sinni. Áður áttu aðeins 64 félög að vera með en nú eru plön um að liðin verði 96. A22 segir að deildin innihaldi nú fjórar deildir. Tvær efstu, Stjörnudeildin og Gulldeildin, munu báðar vera með sextán lið hvor sem skiptast niður á tvo átta liða riðla. Í bláu deildinni og Sameiningadeildinni verður 32 liðum skipt niður í fjóra átta liða riðla. Liðin muna mæta öðrum liðum í riðlinum á bæði heima- og útivelli og bestu liðin fara síðan áfram í úrslitakeppnin. Undanúrslit og úrslitaleikurinn fara fram á hlutlausum velli. Real Madrid, Barcelona, Atlético Madrid, AC Milan, Arsenal, Chelsea, Inter Milan, Juventus, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur ætluðu upphaflega að vera með í Ofurdeildinni en ensku liðin hættu fljótlega við. Real Madrid og Barcelona hafa aldrei dregið í land þrátt fyrir að hin öll hafi hætt við. Eftir dóminn í desember ítrekuðu samt enska úrvalsdeildin, þýska deildin, spænska deildin og ítalska deildin andstöðu sína gegn Ofurdeildinni. 𝐄𝐗𝐂𝐋𝐔𝐒𝐈𝐕𝐄: European Super League re-launched as the 'Unify League'✍️ @SamWallaceTel#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) December 17, 2024 UEFA FIFA Ofurdeildin Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
Ofurdeildin er því aftur komin á dagskrá en stofendur hennar nýttu tækifærið eftir úrskurð Evrópudómstólsins um að UEFA og FIFA hafi misnotað yfirburðastöðu sína og brotið þar með reglur Evrópusambandsins. Þetta gerir skipuleggjandi Ofurdeildarinnar þrátt fyrir að UEFA hafi breytt lögum sínum til að fara eftir lögum Evrópusambandsins. A22 hefur breytt aðeins hugmynd sinni um Ofurdeildina og þá hefur hún einnig breytt um nafn. Ofurdeildin mun hér eftir heita „Unify League“ eða Samstöðudeildin ef við reyndum að þýða þetta. The return of the Super League agitators with a new "Unify League" plan from Real Madrid-backed A22 which today says it submitted a proposal to UEFA and FIFA to "obtain official recognition for its new cross-border European club football competitions." pic.twitter.com/cK7EIzVBaN— Rob Harris (@RobHarris) December 17, 2024 Lykilatriði er breytt fyrirkomulag á leið félaga í keppnina en hún myndi þá byggja á árangri liðanna í heimadeild sinni. Áður áttu aðeins 64 félög að vera með en nú eru plön um að liðin verði 96. A22 segir að deildin innihaldi nú fjórar deildir. Tvær efstu, Stjörnudeildin og Gulldeildin, munu báðar vera með sextán lið hvor sem skiptast niður á tvo átta liða riðla. Í bláu deildinni og Sameiningadeildinni verður 32 liðum skipt niður í fjóra átta liða riðla. Liðin muna mæta öðrum liðum í riðlinum á bæði heima- og útivelli og bestu liðin fara síðan áfram í úrslitakeppnin. Undanúrslit og úrslitaleikurinn fara fram á hlutlausum velli. Real Madrid, Barcelona, Atlético Madrid, AC Milan, Arsenal, Chelsea, Inter Milan, Juventus, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur ætluðu upphaflega að vera með í Ofurdeildinni en ensku liðin hættu fljótlega við. Real Madrid og Barcelona hafa aldrei dregið í land þrátt fyrir að hin öll hafi hætt við. Eftir dóminn í desember ítrekuðu samt enska úrvalsdeildin, þýska deildin, spænska deildin og ítalska deildin andstöðu sína gegn Ofurdeildinni. 𝐄𝐗𝐂𝐋𝐔𝐒𝐈𝐕𝐄: European Super League re-launched as the 'Unify League'✍️ @SamWallaceTel#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) December 17, 2024
UEFA FIFA Ofurdeildin Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira