Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 20:17 Lamine Yamal liggur hér sárþjáður í grasinu eftir að hann meiddist á ökkla í tapleik Barcelona á móti Leganes um helgina. Getty/Pedro Salado Lamine Yamal hefur verið óheppinn með meiðsli á þessu tímabili og er nú enn á ný kominn á meiðslalistann. Hinn sautján ára gamli Yamal meiddist á ökkla í tapinu á móti Leganés í gær. Hann fór af velli eftir 75 mínútur. Hann meiddist samt í fyrri hálfleik og bað þá um skiptingu. Yamal var samt ekki tekinn af velli og spilaði í hálftíma til viðbótar. Hann verður nú frá í þrjár til fjórar vikur vegna meiðslanna. Barcelona sagði það vera niðurstöðuna eftir nákvæma rannsókn á alvarleika þeirra. Tapleikurinn á móti Leganés varð fyrir vikið enn verri því hann kostaði Barcelona liðið líka einn sinn besta leikmann. Ökklinn hjá Yamal var líka til vandræða í byrjun nóvember og hann missti þá af þremur leikjum Barcelona og tveimur leikjum spænska landsliðsins. Yamal missir því af stórleiknum á móti Atlético Madrid um næstu helgi en þar mætast tvö efstu lið deildarinnar. Það kemur sér vel að spænska deildin er á leiðinni í jólafrí eftir leikina um næstu helgi og fyrsti leikur á nýju ári er síðan á móti D-deildarliði Barbastro í bikarnum 4. janúar. Barcelona ferðast síðan til Sádí-Arabíu til að taka þátt í spænska Ofurbikarnum en það er ólíklegt að hann verði með í þeim tveimur leikjum. Hann gæti aftur á móti náð deildarleik á móti Getafe 18. janúar. MEDICAL NEWS ❗️The first team player Lamine Yamal received a blow to the right ankle during the game against CD Leganés on Sunday. Tests carried out on Monday have revealed that the player has a grade 1 injury to a ligament in the ankle. The player is expected to be out for 3… pic.twitter.com/IAFD0pWFSS— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 16, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Yamal meiddist á ökkla í tapinu á móti Leganés í gær. Hann fór af velli eftir 75 mínútur. Hann meiddist samt í fyrri hálfleik og bað þá um skiptingu. Yamal var samt ekki tekinn af velli og spilaði í hálftíma til viðbótar. Hann verður nú frá í þrjár til fjórar vikur vegna meiðslanna. Barcelona sagði það vera niðurstöðuna eftir nákvæma rannsókn á alvarleika þeirra. Tapleikurinn á móti Leganés varð fyrir vikið enn verri því hann kostaði Barcelona liðið líka einn sinn besta leikmann. Ökklinn hjá Yamal var líka til vandræða í byrjun nóvember og hann missti þá af þremur leikjum Barcelona og tveimur leikjum spænska landsliðsins. Yamal missir því af stórleiknum á móti Atlético Madrid um næstu helgi en þar mætast tvö efstu lið deildarinnar. Það kemur sér vel að spænska deildin er á leiðinni í jólafrí eftir leikina um næstu helgi og fyrsti leikur á nýju ári er síðan á móti D-deildarliði Barbastro í bikarnum 4. janúar. Barcelona ferðast síðan til Sádí-Arabíu til að taka þátt í spænska Ofurbikarnum en það er ólíklegt að hann verði með í þeim tveimur leikjum. Hann gæti aftur á móti náð deildarleik á móti Getafe 18. janúar. MEDICAL NEWS ❗️The first team player Lamine Yamal received a blow to the right ankle during the game against CD Leganés on Sunday. Tests carried out on Monday have revealed that the player has a grade 1 injury to a ligament in the ankle. The player is expected to be out for 3… pic.twitter.com/IAFD0pWFSS— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 16, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira