Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 21:32 Sædís Rún Heiðarsdóttir og Elise Thorsnes urðu saman norskir meistarar í ár. @vifdamene Norsku meistararnir í Vålerenga fengu góðar fréttir í dag þegar lykilleikmaður liðsins ákvað að setja skóna ekki upp á hillu eins og voru einhverjar líkur á. Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með norska liðinu og varð tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Oslóarliðinu. Það var hins vegar mikil óvissa með framtíðina hjá einum leikmanni í liðinu. Hin 36 ára gamla Elise Thorsnes hjálpaði Vålerenga að ná titlinum með því að skora átta mörk og gefa tvær stoðsendingar í sumar. Það gerði hún þrátt fyrir að spila í miðri vörn liðsins. Hún var valin í úrvalslið tímabilsins. Thorsnes er fyrrum framherji og hefur skorað yfir tvö hundruð mörk í efstu deild í Noregi. Síðustu árin hefur hún fært sig aftar á völlinn en er engu að síður að skila inn mörkum. Thorsnes tilkynnti í dag að hún hafi framlengt samning sinn um eitt ár. Það verður hennar fimmta ár með Vålerenga. Hún hefur unnið tvo meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla með félaginu. „Mér líður mjög vel með þetta. Það er svolítið síðan ég fékk þetta tilboð og það vantaði bara undirskriftina. Það var gott að klára það. Það er erfitt að hætta eftir svona tímabil. Þú vilt meira og ég tel að við getum verið enn betri á næsta ári. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Elise Thorsnes á heimasíðu Vålerenga. „Mér finnst ég hafa náð betri og betri tökum á miðvarðarstöðunni. Það er mjög skemmtilegt að læra svo margt á svo stuttum tíma. Það er ekki eins mikið af nýjum hlutum að læra sem framherji en ég alltaf að læra eitthvað sem miðvörður,“ sagði Thorsnes. View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene) Norski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með norska liðinu og varð tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Oslóarliðinu. Það var hins vegar mikil óvissa með framtíðina hjá einum leikmanni í liðinu. Hin 36 ára gamla Elise Thorsnes hjálpaði Vålerenga að ná titlinum með því að skora átta mörk og gefa tvær stoðsendingar í sumar. Það gerði hún þrátt fyrir að spila í miðri vörn liðsins. Hún var valin í úrvalslið tímabilsins. Thorsnes er fyrrum framherji og hefur skorað yfir tvö hundruð mörk í efstu deild í Noregi. Síðustu árin hefur hún fært sig aftar á völlinn en er engu að síður að skila inn mörkum. Thorsnes tilkynnti í dag að hún hafi framlengt samning sinn um eitt ár. Það verður hennar fimmta ár með Vålerenga. Hún hefur unnið tvo meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla með félaginu. „Mér líður mjög vel með þetta. Það er svolítið síðan ég fékk þetta tilboð og það vantaði bara undirskriftina. Það var gott að klára það. Það er erfitt að hætta eftir svona tímabil. Þú vilt meira og ég tel að við getum verið enn betri á næsta ári. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Elise Thorsnes á heimasíðu Vålerenga. „Mér finnst ég hafa náð betri og betri tökum á miðvarðarstöðunni. Það er mjög skemmtilegt að læra svo margt á svo stuttum tíma. Það er ekki eins mikið af nýjum hlutum að læra sem framherji en ég alltaf að læra eitthvað sem miðvörður,“ sagði Thorsnes. View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene)
Norski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira