Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 21:32 Sædís Rún Heiðarsdóttir og Elise Thorsnes urðu saman norskir meistarar í ár. @vifdamene Norsku meistararnir í Vålerenga fengu góðar fréttir í dag þegar lykilleikmaður liðsins ákvað að setja skóna ekki upp á hillu eins og voru einhverjar líkur á. Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með norska liðinu og varð tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Oslóarliðinu. Það var hins vegar mikil óvissa með framtíðina hjá einum leikmanni í liðinu. Hin 36 ára gamla Elise Thorsnes hjálpaði Vålerenga að ná titlinum með því að skora átta mörk og gefa tvær stoðsendingar í sumar. Það gerði hún þrátt fyrir að spila í miðri vörn liðsins. Hún var valin í úrvalslið tímabilsins. Thorsnes er fyrrum framherji og hefur skorað yfir tvö hundruð mörk í efstu deild í Noregi. Síðustu árin hefur hún fært sig aftar á völlinn en er engu að síður að skila inn mörkum. Thorsnes tilkynnti í dag að hún hafi framlengt samning sinn um eitt ár. Það verður hennar fimmta ár með Vålerenga. Hún hefur unnið tvo meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla með félaginu. „Mér líður mjög vel með þetta. Það er svolítið síðan ég fékk þetta tilboð og það vantaði bara undirskriftina. Það var gott að klára það. Það er erfitt að hætta eftir svona tímabil. Þú vilt meira og ég tel að við getum verið enn betri á næsta ári. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Elise Thorsnes á heimasíðu Vålerenga. „Mér finnst ég hafa náð betri og betri tökum á miðvarðarstöðunni. Það er mjög skemmtilegt að læra svo margt á svo stuttum tíma. Það er ekki eins mikið af nýjum hlutum að læra sem framherji en ég alltaf að læra eitthvað sem miðvörður,“ sagði Thorsnes. View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene) Norski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með norska liðinu og varð tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Oslóarliðinu. Það var hins vegar mikil óvissa með framtíðina hjá einum leikmanni í liðinu. Hin 36 ára gamla Elise Thorsnes hjálpaði Vålerenga að ná titlinum með því að skora átta mörk og gefa tvær stoðsendingar í sumar. Það gerði hún þrátt fyrir að spila í miðri vörn liðsins. Hún var valin í úrvalslið tímabilsins. Thorsnes er fyrrum framherji og hefur skorað yfir tvö hundruð mörk í efstu deild í Noregi. Síðustu árin hefur hún fært sig aftar á völlinn en er engu að síður að skila inn mörkum. Thorsnes tilkynnti í dag að hún hafi framlengt samning sinn um eitt ár. Það verður hennar fimmta ár með Vålerenga. Hún hefur unnið tvo meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla með félaginu. „Mér líður mjög vel með þetta. Það er svolítið síðan ég fékk þetta tilboð og það vantaði bara undirskriftina. Það var gott að klára það. Það er erfitt að hætta eftir svona tímabil. Þú vilt meira og ég tel að við getum verið enn betri á næsta ári. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Elise Thorsnes á heimasíðu Vålerenga. „Mér finnst ég hafa náð betri og betri tökum á miðvarðarstöðunni. Það er mjög skemmtilegt að læra svo margt á svo stuttum tíma. Það er ekki eins mikið af nýjum hlutum að læra sem framherji en ég alltaf að læra eitthvað sem miðvörður,“ sagði Thorsnes. View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene)
Norski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira