Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Það kallast að verjast þegar þú ert að sækja“

„Maður fann það síðustu vikuna að páskarnir voru eiginlega bara fullir tillhlökkunar að æfa og bíða eftir þessum degi í rauninni,“ sagði Sindri Snær Magnússon, miðjumaður Keflavíkur eftir 1-2 sigur þeirra á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Fylkir - Keflavík 1-2 | Gríðarleg dramatík í Lautinni

Nýliðar Fylkis töpuðu 1-2 gegn Keflavík í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að hafa komist yfir með fyrsta marki Bestu deildarinnar árið 2023. Markið skoraði Benedikt Daríus Garðarsson. Sami Kamel Jafnaði metinn á 74. mínútu og sigurmarkið skoraði svo Dagur Ingi Valsson í uppbótartíma leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór og Arnór á skotskónum

Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson skoruðu báðir í 3-0 útisigri Norrköping á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Elfsborg sem gerði markalaust jafntefli við Varberg.

Fótbolti
Fréttamynd

„Geri mér býsna góðar vonir um þetta sumar“

Spennan magnast sífellt fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu sem hefur göngu sína síðar í dag. Vísir og Stöð 2 heyrðu í mönnum og spurðu einfaldlega hvaða körfur þeir gera til síns lið. Hér að neðan má heyra kröfur liðanna sem talið er að verði í miðjumoði. Þau eru Víkingur, Stjarnan, FH og ÍBV.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mar­tröð Dele Alli heldur á­fram

Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Menn eru mjög bjart­sýnir í efri byggðum Kópa­vogs“

Spennan magnast sífellt fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu sem hefur göngu sína síðar í dag. Vísir og Stöð 2 heyrðu í mönnum og spurðu einfaldlega hvaða körfur þeir gera til síns lið. Hér að neðan má heyra kröfur liðanna sem talið er að verði í botnbaráttu. Þau eru HK, Keflavík, Fylkir og Fram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Marsch neitaði Leicester

Jesse Marsch, fyrrverandi þjálfari Leeds United, mun ekki taka við enska úrvalsdeildarliðinu Leicester City. Hann ræddi við félagið en ákvað að taka ekki við starfinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Schram mættur í há­sætið

Frederik August Albrecht Schram mætti með látum inn í Bestu deildina á síðustu leiktíð þegar hann samdi við Val um mitt sumar. Þó Valsmenn hafi ekki riðið feitum hesti þá var Schram án efa einn, ef ekki sá, besti markvörður deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guardiola segir Haaland minna sig á Ronaldo

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður að því hvort að Erling Braut Haaland væri kominn á sama stall og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eftir að Haaland skoraði sitt 29. og svo 30. deildarmark í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í sigri liðsins gegn Southampton í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi skoraði og lagði upp

Paris Saint-Germain hafði betur með tveimur mörkum gegn engu þegar liðið sótti Nice heim á Allianz Riviera í frönsku efstu deildinni í fótbolta karla í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Einar spilaði lungann úr leiknum í bikarsigri

Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, spilaði fyrstu 85 mínúturnar inni á miðsvæðinu hjá Al Arabi þegar liðið bar sigurorð af Muaither í átta liða úrslitum Emír-bikarsins í Katar í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Sigríður Theódóra tryggði Íslandi farseðilinn á EM

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran 2-1 sigur þegar liðið mættir Svíþjóð í milliriðli í undankeppni EM 2023. Íslenska liðið er þar af landið með fullt hús stiga á toppi riðilsins fyrir lokaumferðina. Ísland mætir þar Úkraínu á þriðjudag.

Fótbolti