Íslenski boltinn

KR lánar Óðinn til ÍR

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óðinn er mættur í neðra Breiðholt.
Óðinn er mættur í neðra Breiðholt. ÍR

Óðinn Bjarkason mun spila með ÍR í Lengjudeild karla í knattspyrnu á komandi sumri. Hann hefur kemur á láni frá Bestu deildarliði KR.

Óðinn lék nokkra leiki með KV í 3. deildinni áður en hann kom við sögu í þremur leikjum hjá KR eftir að Bestu deildinni var skipt upp. Skoraði hann eitt mark í 7-1 sigrinum á Fram. Þá skoraði tvö mörk í 9-2 sigri á KÁ í Mjólkurbikarnum.

Óðinn kom við sögu í 2-0 sigri KR á Keflavík í Lengjubikarnum á dögunum en hefur nú verið lánaður til ÍR. Það vekur athygli þar sem Fótbolti.net greindi frá því að leikmaðurinn hefði spilað, og skorað, fyrir Njarðvík í æfingaleik í nóvember.

Óðinn er einn fjölmargra leikmanna sem ÍR hefur sótt en að sama skapi hefur fjöldi leikmanna yfirgefið liðið eftir góðan árangur á síðustu leiktíð. Þá tók Árni Freyr Guðnason við þjálfun Fylkis og því stýrir Jóhann Birnir Guðmundsson liðinu einn á komandi leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×