„Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2025 19:30 Rúben Amorim og Manchester United eru 12 stigum frá fallsæti. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY „Þeir skoruðu en ekki við. Það var munurinn á leiknum í dag,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, eftir að lið hans tapaði 1-0 fyrir Tottenham Hotspur í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Tottenham, sem var 70 prósent með boltann í fyrri hálfleik og 57 prósent í heildina, skapaði sér færi upp á 2.15 xG (vænt mörk) á meðan Rauðu djöflarnir hans Amorim sköpuðu sér færi upp á 1.54 xG. „Við fengum færi (til að skora) og komumst í góðar stöður eftir skyndisóknir. Við gerðum hvað við gátum til að ná í úrslit en á endanum skoruðu þeir en ekki við,“ sagði Amorim. „Maður byrjar með eina hugmynd og við höfum beðið eftir langri viku til að vinna í hlutum. Við vinnum að ákveðnum gildum en þegar maður missir leikmenn dag eftir dag þá breytist nálgun manns á leiknum. Við getum ekki spilað eins með Joshua Zirkzee og Amad. Við vonumst til að fá leikmenn til baka fyrir næsta leik. Við verðum að vera í þessu saman til loka leiktíðarinnar og byrja þá upp á nýtt.“ Victor Lindelöf var eini varamaður Manchester United sem hafði náð 20 ára aldri. Amorim var spurður út í táningana á bekknum og ástæðuna fyrir því að hann gerði aðeins eina skiptingu í uppbótartíma. „Þetta er erfiðasta deild í heimi. Ég er að reyna fara varlega með þá. Mér leið eins og liðið væri að pressa á að ná inn jöfnunarmarki og vildi því ekki breyta neinu. En þeir munu spila.“ „Maður reynir að lesa í leikinn og skilja hvað maður sér á æfingasvæðinu. Liðið var að sækja og gera hvað það gat til að jafna leikinn og því ákvað ég að breyta ekki,“ sagði þjálfarinn jafnframt. „Ég er ekki áhyggjufullur. Ég skil stuðningsfólk okkar og hvað fjölmiðlum finnst um stöðu liðsins. Ég hata að tapa leikjum, það er versta tilfinningin. Annað hugsa ég ekki um. Ég er hér til að hjálpa leikmönnum mínum.“ „Ég skil stöðuna sem ég er í. Ég er öruggur í mínu starfi og vill bara vinna leiki. Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum en ég er ekki áhyggjufullur yfir stöðu minni,“ sagði Amorim að lokum en Man United er í 15. sæti með 29 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Sjá meira
Tottenham, sem var 70 prósent með boltann í fyrri hálfleik og 57 prósent í heildina, skapaði sér færi upp á 2.15 xG (vænt mörk) á meðan Rauðu djöflarnir hans Amorim sköpuðu sér færi upp á 1.54 xG. „Við fengum færi (til að skora) og komumst í góðar stöður eftir skyndisóknir. Við gerðum hvað við gátum til að ná í úrslit en á endanum skoruðu þeir en ekki við,“ sagði Amorim. „Maður byrjar með eina hugmynd og við höfum beðið eftir langri viku til að vinna í hlutum. Við vinnum að ákveðnum gildum en þegar maður missir leikmenn dag eftir dag þá breytist nálgun manns á leiknum. Við getum ekki spilað eins með Joshua Zirkzee og Amad. Við vonumst til að fá leikmenn til baka fyrir næsta leik. Við verðum að vera í þessu saman til loka leiktíðarinnar og byrja þá upp á nýtt.“ Victor Lindelöf var eini varamaður Manchester United sem hafði náð 20 ára aldri. Amorim var spurður út í táningana á bekknum og ástæðuna fyrir því að hann gerði aðeins eina skiptingu í uppbótartíma. „Þetta er erfiðasta deild í heimi. Ég er að reyna fara varlega með þá. Mér leið eins og liðið væri að pressa á að ná inn jöfnunarmarki og vildi því ekki breyta neinu. En þeir munu spila.“ „Maður reynir að lesa í leikinn og skilja hvað maður sér á æfingasvæðinu. Liðið var að sækja og gera hvað það gat til að jafna leikinn og því ákvað ég að breyta ekki,“ sagði þjálfarinn jafnframt. „Ég er ekki áhyggjufullur. Ég skil stuðningsfólk okkar og hvað fjölmiðlum finnst um stöðu liðsins. Ég hata að tapa leikjum, það er versta tilfinningin. Annað hugsa ég ekki um. Ég er hér til að hjálpa leikmönnum mínum.“ „Ég skil stöðuna sem ég er í. Ég er öruggur í mínu starfi og vill bara vinna leiki. Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum en ég er ekki áhyggjufullur yfir stöðu minni,“ sagði Amorim að lokum en Man United er í 15. sæti með 29 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Sjá meira