Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 10:48 Jude Bellingham trúði því varla að hann hefði fengið að líta rauða spjaldið í gær. Getty/Juan Manuel Serrano Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, var hundóánægður vegna rauða spjaldsins sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í 1-1 jafnteflinu við Osasuna í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Hann segir dómarann ekki hafa skilið ensku nógu vel. Real missti af mikilvægum stigum í hnífjafnri baráttu við Atlético Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn. Liðið var 1-0 yfir þegar Bellingham var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks, fyrir munnsöfnuð. Myndband með rauða spjaldinu og öðrum helstu atvikum úr leiknum má finna á YouTube. Ancelotti sagði á blaðamannafundi eftir leik að dómarinn, Munuera Montero, yrði að gera sér grein fyrir muninum á ensku blótsyrðunum „fuck off“ og „fuck you“, og vildi meina að þau fyrrnefndu væru ekki nóg til að verðskulda rautt spjald. „Hann skildi ekki ensku nógu vel því Bellingham sagði „fuck off“ en ekki „fuck you“. Þýðingin var röng. Þetta þýðir bara „skiptu þér ekki af mér“. Þetta er ekki niðrandi.“ 🚨 Ancelotti: “I think the referee did not understand Jude Bellingham’s English. He said f*ck off, not f*ck you… that’s way different”.“I won’t talk more about the referee as I want to be on the bench next week”. pic.twitter.com/Ft6bhLWSwI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 15, 2025 Ancelotti var harður á því að Bellingham hefði ekki verðskuldað að fá þarna sitt fyrsta rauða spjald á tímabilinu. „Rauða spjaldið sýnir bara að dómarinn var taugaóstyrkur, ekkert meira,“ sagði Ítalinn. Ancelotti kvartaði enn frekar undan dómgæslunni og vildi meina að fleira mætti taka til úr síðustu leikjum Real, gegn Atlético og Espanyol. „Það hafa hlutir gerst í síðustu þremur leikjum sem allir hafa séð. Ég segi ekki meira því ég vil geta verið á bekknum í næsta leik,“ sagði Ancelotti. Opnaðist leið fyrir Barcelona á toppinn Kylian Mbappé hafði komið Real yfir á 15. mínútu í leiknum í gær en eftir rauða spjaldið náði Osasuna að jafna metin í seinni hálfleik þegar Ante Budimir skoraði úr vítaspyrnu. Real er því með 51 stig eftir 24 leiki og Atlético með 50 stig eftir 1-1 jafntefli við Celta Vigo í gær. Barcelona, sem er með 48 stig, gæti núna komist á toppinn með sigri gegn Rayo Vallecano á morgun. Næsti leikur Real er risaleikurinn gegn Manchester City á Santiago Bernabéu á miðvikudagskvöld, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en Real er með 3-2 forskot eftir fyrri leikinn. Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Real missti af mikilvægum stigum í hnífjafnri baráttu við Atlético Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn. Liðið var 1-0 yfir þegar Bellingham var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks, fyrir munnsöfnuð. Myndband með rauða spjaldinu og öðrum helstu atvikum úr leiknum má finna á YouTube. Ancelotti sagði á blaðamannafundi eftir leik að dómarinn, Munuera Montero, yrði að gera sér grein fyrir muninum á ensku blótsyrðunum „fuck off“ og „fuck you“, og vildi meina að þau fyrrnefndu væru ekki nóg til að verðskulda rautt spjald. „Hann skildi ekki ensku nógu vel því Bellingham sagði „fuck off“ en ekki „fuck you“. Þýðingin var röng. Þetta þýðir bara „skiptu þér ekki af mér“. Þetta er ekki niðrandi.“ 🚨 Ancelotti: “I think the referee did not understand Jude Bellingham’s English. He said f*ck off, not f*ck you… that’s way different”.“I won’t talk more about the referee as I want to be on the bench next week”. pic.twitter.com/Ft6bhLWSwI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 15, 2025 Ancelotti var harður á því að Bellingham hefði ekki verðskuldað að fá þarna sitt fyrsta rauða spjald á tímabilinu. „Rauða spjaldið sýnir bara að dómarinn var taugaóstyrkur, ekkert meira,“ sagði Ítalinn. Ancelotti kvartaði enn frekar undan dómgæslunni og vildi meina að fleira mætti taka til úr síðustu leikjum Real, gegn Atlético og Espanyol. „Það hafa hlutir gerst í síðustu þremur leikjum sem allir hafa séð. Ég segi ekki meira því ég vil geta verið á bekknum í næsta leik,“ sagði Ancelotti. Opnaðist leið fyrir Barcelona á toppinn Kylian Mbappé hafði komið Real yfir á 15. mínútu í leiknum í gær en eftir rauða spjaldið náði Osasuna að jafna metin í seinni hálfleik þegar Ante Budimir skoraði úr vítaspyrnu. Real er því með 51 stig eftir 24 leiki og Atlético með 50 stig eftir 1-1 jafntefli við Celta Vigo í gær. Barcelona, sem er með 48 stig, gæti núna komist á toppinn með sigri gegn Rayo Vallecano á morgun. Næsti leikur Real er risaleikurinn gegn Manchester City á Santiago Bernabéu á miðvikudagskvöld, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en Real er með 3-2 forskot eftir fyrri leikinn.
Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira