Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 10:48 Jude Bellingham trúði því varla að hann hefði fengið að líta rauða spjaldið í gær. Getty/Juan Manuel Serrano Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, var hundóánægður vegna rauða spjaldsins sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í 1-1 jafnteflinu við Osasuna í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Hann segir dómarann ekki hafa skilið ensku nógu vel. Real missti af mikilvægum stigum í hnífjafnri baráttu við Atlético Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn. Liðið var 1-0 yfir þegar Bellingham var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks, fyrir munnsöfnuð. Myndband með rauða spjaldinu og öðrum helstu atvikum úr leiknum má finna á YouTube. Ancelotti sagði á blaðamannafundi eftir leik að dómarinn, Munuera Montero, yrði að gera sér grein fyrir muninum á ensku blótsyrðunum „fuck off“ og „fuck you“, og vildi meina að þau fyrrnefndu væru ekki nóg til að verðskulda rautt spjald. „Hann skildi ekki ensku nógu vel því Bellingham sagði „fuck off“ en ekki „fuck you“. Þýðingin var röng. Þetta þýðir bara „skiptu þér ekki af mér“. Þetta er ekki niðrandi.“ 🚨 Ancelotti: “I think the referee did not understand Jude Bellingham’s English. He said f*ck off, not f*ck you… that’s way different”.“I won’t talk more about the referee as I want to be on the bench next week”. pic.twitter.com/Ft6bhLWSwI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 15, 2025 Ancelotti var harður á því að Bellingham hefði ekki verðskuldað að fá þarna sitt fyrsta rauða spjald á tímabilinu. „Rauða spjaldið sýnir bara að dómarinn var taugaóstyrkur, ekkert meira,“ sagði Ítalinn. Ancelotti kvartaði enn frekar undan dómgæslunni og vildi meina að fleira mætti taka til úr síðustu leikjum Real, gegn Atlético og Espanyol. „Það hafa hlutir gerst í síðustu þremur leikjum sem allir hafa séð. Ég segi ekki meira því ég vil geta verið á bekknum í næsta leik,“ sagði Ancelotti. Opnaðist leið fyrir Barcelona á toppinn Kylian Mbappé hafði komið Real yfir á 15. mínútu í leiknum í gær en eftir rauða spjaldið náði Osasuna að jafna metin í seinni hálfleik þegar Ante Budimir skoraði úr vítaspyrnu. Real er því með 51 stig eftir 24 leiki og Atlético með 50 stig eftir 1-1 jafntefli við Celta Vigo í gær. Barcelona, sem er með 48 stig, gæti núna komist á toppinn með sigri gegn Rayo Vallecano á morgun. Næsti leikur Real er risaleikurinn gegn Manchester City á Santiago Bernabéu á miðvikudagskvöld, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en Real er með 3-2 forskot eftir fyrri leikinn. Spænski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi Sjá meira
Real missti af mikilvægum stigum í hnífjafnri baráttu við Atlético Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn. Liðið var 1-0 yfir þegar Bellingham var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks, fyrir munnsöfnuð. Myndband með rauða spjaldinu og öðrum helstu atvikum úr leiknum má finna á YouTube. Ancelotti sagði á blaðamannafundi eftir leik að dómarinn, Munuera Montero, yrði að gera sér grein fyrir muninum á ensku blótsyrðunum „fuck off“ og „fuck you“, og vildi meina að þau fyrrnefndu væru ekki nóg til að verðskulda rautt spjald. „Hann skildi ekki ensku nógu vel því Bellingham sagði „fuck off“ en ekki „fuck you“. Þýðingin var röng. Þetta þýðir bara „skiptu þér ekki af mér“. Þetta er ekki niðrandi.“ 🚨 Ancelotti: “I think the referee did not understand Jude Bellingham’s English. He said f*ck off, not f*ck you… that’s way different”.“I won’t talk more about the referee as I want to be on the bench next week”. pic.twitter.com/Ft6bhLWSwI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 15, 2025 Ancelotti var harður á því að Bellingham hefði ekki verðskuldað að fá þarna sitt fyrsta rauða spjald á tímabilinu. „Rauða spjaldið sýnir bara að dómarinn var taugaóstyrkur, ekkert meira,“ sagði Ítalinn. Ancelotti kvartaði enn frekar undan dómgæslunni og vildi meina að fleira mætti taka til úr síðustu leikjum Real, gegn Atlético og Espanyol. „Það hafa hlutir gerst í síðustu þremur leikjum sem allir hafa séð. Ég segi ekki meira því ég vil geta verið á bekknum í næsta leik,“ sagði Ancelotti. Opnaðist leið fyrir Barcelona á toppinn Kylian Mbappé hafði komið Real yfir á 15. mínútu í leiknum í gær en eftir rauða spjaldið náði Osasuna að jafna metin í seinni hálfleik þegar Ante Budimir skoraði úr vítaspyrnu. Real er því með 51 stig eftir 24 leiki og Atlético með 50 stig eftir 1-1 jafntefli við Celta Vigo í gær. Barcelona, sem er með 48 stig, gæti núna komist á toppinn með sigri gegn Rayo Vallecano á morgun. Næsti leikur Real er risaleikurinn gegn Manchester City á Santiago Bernabéu á miðvikudagskvöld, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en Real er með 3-2 forskot eftir fyrri leikinn.
Spænski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi Sjá meira