Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Fundirnir sem felldu Arnar

Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars.

Fótbolti
Fréttamynd

Fótboltakonur borði of lítið

Ný rannsókn í Háskóla norðurslóða í Noregi sýnir fram á að margar knattspyrnukonur sem spila á hæsta stigi borða of lítið til að geta náð fram sínu besta í leikjum og á æfingum.

Fótbolti
Fréttamynd

Fastan og fótboltinn fari vel saman

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í gær að leyfa leikmönnum að óska eftir drykkjarhléi í fótboltaleikjum á Íslandi á meðan á Ramadan, heilagasti mánuður múslima, stendur. Mánuðinum fylgir fasta og Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, fastar þessa dagana og fagnar reglubreytingunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Man Utd missti báða mið­verðina af velli og henti frá sér unnum leik

Það má segja að Sevilla sé með tak á Manchester United en þrátt fyrir að lenda 0-2 undir á Old Trafford í kvöld tókst liðinu að jafna metin. Það er því allt jafnt fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Andalúsíu eftir viku. Það sem meira er, bæði Raphaël Varane og Lisandro Martínez fóru meiddir af velli. Sá síðari virtist alvarlega meiddur.

Fótbolti
Fréttamynd

Hamrarnir í brasi í Belgíu

West Ham United náði aðeins jafntefli gegn Gent i fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Lokatölur 1-1 og allt í járnum fyrir síðari leik liðanna í Lundúnum eftir viku.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ætlar hann að skjóta úr þessu?“

„Hvað er í gangi þarna, eigum við að ræða þetta eitthvað? Ég ætla að gera ráð fyrir því að hann sé á æfingasvæðinu og sé að setja boltann af þessu færi í samskeytin mjög reglulega. Annars getur ekki verið að hann fái að skjóta boltanum þaðan. Hvaða vitleysa er þetta?“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Bestu deildar Stúkunnar sem var vægast sagt hissa á tilraun Sveins.

Fótbolti
Fréttamynd

Mané fékk bann og sekt fyrir kjaftshöggið

Forráðamenn Bayern München hafa ákveðið að setja Sadio Mané í bann og sekta hann fyrir að slá liðsfélaga sinn, Leroy Sané, eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu mörk Real gegn Chelsea og rauða spjaldið

Evrópumeistarar Real Madrid eru í góðum málum í einvígi sínu við Chelsea í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, eftir 2-0 heimasigur í gær. Mikil spenna er  í einvígi AC Milan og Napoli eftir 1-0 heimasigur Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Vindurinn stendur undir nafni

Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Birkir Már Sævarsson er með gælunafnið „Vindurinn“ vegna þess gríðarlega hraða sem hann býr yfir. Þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall virðist ekkert farið að hægjast á Birki Má sem var fljótasti leikmaður Vals í 1. umferð Bestu deildar karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Fannst þeir fara miklu oftar upp bak­við Kenni­e“

Lárus Orri Sigurðsson leikgreindi viðureign KA og KR í 1. umferð Bestu deildar karla í Stúkunni að leik loknum. Farið var yfir sóknarleik heimamanna í leiknum en þær fóru flestar upp vinstri vænginn, í svæðið sem Kennie Chopart – hægri bakvörður KR – hafði skilið eftir á bakvið sig.

Íslenski boltinn