Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2025 17:55 Mennirnir virðast ekki á eitt hvernig samkomulagið var. Vísir/Jakob Sigurður Aðalsteinsson segir Börk Edvardsson, fyrrverandi formann Knattspyrnudeildar Vals, hafa gert samkomulag við sig um að Valur myndi ekki standa í vegi Gylfa Þórs, sonar Sigurðar, færi svo að þessi þaulreyndi landsliðsmaður myndi vilja yfirgefa Val. Þetta kemur fram í viðtali Fótbolti.net við Sigurð í dag, miðvikudag. Þar segir Sigurður jafnframt að þetta sé ein helsta ástæða þess að Gylfi Þór hafi skrifað undir hjá Val á sínum tíma. Gylfi Þór hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga eftir að hann ákvað að Hlíðarendi væri ekki fyrir sig. Gylfi Þór var svo keyptur til Víkings sem stendur nú í ströngu í Sambandsdeild Evrópu. Hann má þó ekki spila með liðinu í þeirri keppni. Börkur sagði við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun að ekkert slíkt samkomulag hefði verið í höfn. Sigurður er ekki sáttur með þau ummæli Barkar. „Hann er beint að segja að ég sé að ljúga þessu. Hann gerði þetta samkomulag ekki við Gylfa heldur mig. Ég er umboðsmaður hans,“ sagði Sigurður við Fótbolti.net um samning Gylfa Þórs við Val. Sigurður staðfestir þó að samkomulagið sé ekki til á pappír en „menn eiga bara að standa við gerða samninga. Í samningnum stendur svo að ef Gylfi færi erlendis þá fengi Valur bætur en ekki sölu.“ Gylfi Þór getur ekki spilað með Víkingum fari svo að liðið fari áfram í Sambandsdeild Evrópu en Víkingar mæta Panathinaikos í Grikklandi annað kvöld. Ekki er vitað hvenær Gylfi Þór leikur sinn fyrsta leik fyrir Víking en ljóst er að spennan er mikil og þá sérstaklega fyrir næsta leik Víkings og Vals. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn. 19. febrúar 2025 10:01 Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið „Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu. 19. febrúar 2025 08:03 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali Fótbolti.net við Sigurð í dag, miðvikudag. Þar segir Sigurður jafnframt að þetta sé ein helsta ástæða þess að Gylfi Þór hafi skrifað undir hjá Val á sínum tíma. Gylfi Þór hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga eftir að hann ákvað að Hlíðarendi væri ekki fyrir sig. Gylfi Þór var svo keyptur til Víkings sem stendur nú í ströngu í Sambandsdeild Evrópu. Hann má þó ekki spila með liðinu í þeirri keppni. Börkur sagði við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun að ekkert slíkt samkomulag hefði verið í höfn. Sigurður er ekki sáttur með þau ummæli Barkar. „Hann er beint að segja að ég sé að ljúga þessu. Hann gerði þetta samkomulag ekki við Gylfa heldur mig. Ég er umboðsmaður hans,“ sagði Sigurður við Fótbolti.net um samning Gylfa Þórs við Val. Sigurður staðfestir þó að samkomulagið sé ekki til á pappír en „menn eiga bara að standa við gerða samninga. Í samningnum stendur svo að ef Gylfi færi erlendis þá fengi Valur bætur en ekki sölu.“ Gylfi Þór getur ekki spilað með Víkingum fari svo að liðið fari áfram í Sambandsdeild Evrópu en Víkingar mæta Panathinaikos í Grikklandi annað kvöld. Ekki er vitað hvenær Gylfi Þór leikur sinn fyrsta leik fyrir Víking en ljóst er að spennan er mikil og þá sérstaklega fyrir næsta leik Víkings og Vals.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn. 19. febrúar 2025 10:01 Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið „Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu. 19. febrúar 2025 08:03 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn. 19. febrúar 2025 10:01
Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið „Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu. 19. febrúar 2025 08:03