Enski boltinn

Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Manchester United fyrir framan mynd af Erik ten Hag, fyrrum knattspyrnustjóra félagsins.
Stuðningsmenn Manchester United fyrir framan mynd af Erik ten Hag, fyrrum knattspyrnustjóra félagsins. Getty/Michael Regan

Manchester United hefur skilað að sér reikningsuppgjöri fyrir síðustu þrjá mánuði síðasta árs og útkoman er sláandi.

Manchester Evening News komst yfir tölurnar og vekur athygli á óvæntum kostnaði.

Þar kom nefnilega fram gríðarlegur kostnaður við það að reka annars vegar knattspyrnustjórann Erik ten Hag og hins vegar Dan Ashworth, sem var yfirmaður knattspyrnumála.

Manchester United borgaði alls 14,5 milljónir punda vegna þessa eða um 2570 milljónir íslenskra króna.

Við brottrekstur Ten Hag bættist einnig við kostaður að allt starfsliðið hans hætti líka á sama tíma. Rene Hake, Jelle ten Rouwelaar og Pieter Morel hættu strax eftir að Ten Hag var rekinn en Ruud van Nistelrooy stýrði liðinu í fjórum leikjum áður en Ruben Amorim tók við.

Ashworth hætti í desember, aðeins fimm mánuðum eftir að hann tók við starfinu.

Ten Hag og þjálfarateymið hans fékk um 10,4 milljónir punda samanlagt við starfslok en Ashworth fékk sjálfur fjórar milljónir punda eða yfir sjö hundruð milljónir króna.

Síðan að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri Manchester United í maí hefur United samanlagt eytt sjötíu milljónum punda á tíu árum í það reka knattspyrnustjóra. Það gera meira 12,4 milljarða í starfslokasamninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×