Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. janúar 2026 12:26 Nicolas Maduro, forseti Venesúela, var handsamaður af bandaríska hernum og fluttur til New York á laugardag. Hann verður leiddur fyrir dómara síðar í dag. AP Photo/Ariana Cubillos Delcy Rodríguez, varaforseti Venesúela, mun í dag sverja embættiseið og taka við sem forseti landsins. Nicolas Maduro forseti Venesúela, sem var handsamaður af Bandaríkjamönnum um helgina, mætir fyrir dómara í New York í dag. Rodríguez sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hún virðist rétt fram sáttarhönd til stjórnvalda í Bandaríkjunum. Í kjölfar þess að Bandaríkjamenn réðust inn í Venesúela, handtóku Maduro og fluttu hann til New York, var Rodríguez herská og sakaði Bandaríkjamenn um hreina og beina innrás í landið. Í yfirlýsingu í gærkvöldi ítrekaði hún að Venesúela væri sjálfráða land sem vildi vera án utanaðkomandi ógnar en sagði jafnframt að þarlend stjórnvöld væru reiðubúin til að vinna með Bandaríkjunum að sameiginlegri framþróun. Það þyrfti þó að gerast innan ramma alþjóðalaga. „Ekki spyrja mig hver stjórnar vegna þess að ég mun svara því og svarið verður umdeilt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í viðtali um borð í forsetaflugvélinni í gærkvöldi. Inntur eftir því hvað hann meinti með því sagði hann: „Það þýðir að við stjórnum.“ Þá sagði hann Bandaríkin þurfa fullan aðgang að landinu og olíuauðlindum þess svo hægt sé að byggja upp innviðina. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað frá því fyrir helgi en talið er ólíklegt að aðgerðir Bandaríkjamanna muni hafa mikil áhrif á olíuframboð. Venesúela framleiðir aðeins um 1 prósent af allri olíu á heimsmarkaði, meðal annars vegna þess hve lítið hefur verið fjárfest í iðnaðinum á síðustu áratugum. Mótmælt var við fangelsið í Brooklyn í morgun, þar sem Maduro forseta Venesúela og eiginkonu hans Ciliu Flores er haldið föngnum. Bæði munu mæta fyrir dómara á hádegi að staðartíma, eða klukkan fimm síðdegis að íslenskum tíma, þar sem gert er ráð fyrir að Maduro verði ákærður fyrir fíkniefnahryðjuverk og fleiri brot. Samkvæmt fréttastofu Guardian heldur ákæruvaldið því fram að Maduro hafi persónulega séð yum kókaíninnflutning til Bandaríkjanna, sem var fjármagnaður af venesúelska ríkinu í samstarfi við mörg af þekktustu glæpagengjum heims. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Venesúela Bandaríkin Bensín og olía Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. 5. janúar 2026 11:09 Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. 5. janúar 2026 10:17 Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Stjórnvöld á Kúbu fullyrða að 32 kúbverskir liðsforingjar hafi fallið í hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Venesúela um helgina. Þeir hafi unnið að aðgerðum í Venesúela að ósk þarlendra yfirvalda. 5. janúar 2026 08:34 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Fleiri fréttir Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Sjá meira
Rodríguez sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hún virðist rétt fram sáttarhönd til stjórnvalda í Bandaríkjunum. Í kjölfar þess að Bandaríkjamenn réðust inn í Venesúela, handtóku Maduro og fluttu hann til New York, var Rodríguez herská og sakaði Bandaríkjamenn um hreina og beina innrás í landið. Í yfirlýsingu í gærkvöldi ítrekaði hún að Venesúela væri sjálfráða land sem vildi vera án utanaðkomandi ógnar en sagði jafnframt að þarlend stjórnvöld væru reiðubúin til að vinna með Bandaríkjunum að sameiginlegri framþróun. Það þyrfti þó að gerast innan ramma alþjóðalaga. „Ekki spyrja mig hver stjórnar vegna þess að ég mun svara því og svarið verður umdeilt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í viðtali um borð í forsetaflugvélinni í gærkvöldi. Inntur eftir því hvað hann meinti með því sagði hann: „Það þýðir að við stjórnum.“ Þá sagði hann Bandaríkin þurfa fullan aðgang að landinu og olíuauðlindum þess svo hægt sé að byggja upp innviðina. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað frá því fyrir helgi en talið er ólíklegt að aðgerðir Bandaríkjamanna muni hafa mikil áhrif á olíuframboð. Venesúela framleiðir aðeins um 1 prósent af allri olíu á heimsmarkaði, meðal annars vegna þess hve lítið hefur verið fjárfest í iðnaðinum á síðustu áratugum. Mótmælt var við fangelsið í Brooklyn í morgun, þar sem Maduro forseta Venesúela og eiginkonu hans Ciliu Flores er haldið föngnum. Bæði munu mæta fyrir dómara á hádegi að staðartíma, eða klukkan fimm síðdegis að íslenskum tíma, þar sem gert er ráð fyrir að Maduro verði ákærður fyrir fíkniefnahryðjuverk og fleiri brot. Samkvæmt fréttastofu Guardian heldur ákæruvaldið því fram að Maduro hafi persónulega séð yum kókaíninnflutning til Bandaríkjanna, sem var fjármagnaður af venesúelska ríkinu í samstarfi við mörg af þekktustu glæpagengjum heims. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.
Venesúela Bandaríkin Bensín og olía Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. 5. janúar 2026 11:09 Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. 5. janúar 2026 10:17 Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Stjórnvöld á Kúbu fullyrða að 32 kúbverskir liðsforingjar hafi fallið í hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Venesúela um helgina. Þeir hafi unnið að aðgerðum í Venesúela að ósk þarlendra yfirvalda. 5. janúar 2026 08:34 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Fleiri fréttir Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Sjá meira
Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. 5. janúar 2026 11:09
Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. 5. janúar 2026 10:17
Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Stjórnvöld á Kúbu fullyrða að 32 kúbverskir liðsforingjar hafi fallið í hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Venesúela um helgina. Þeir hafi unnið að aðgerðum í Venesúela að ósk þarlendra yfirvalda. 5. janúar 2026 08:34