„Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. janúar 2026 19:09 Íbúi í Nuuk kallar eftir samstöðu alþjóðasamfélagsins með Grænlensku þjóðinni. Samsett Hernaðaraðgerð Bandaríkjanna í Venesúela og ummæli Bandaríkjaforseta um Grænland ýfðu upp gömul sár og vöktu reiði hjá Grænlendingum. Þetta segir íbúi í Nuuk sem hvetur Íslendinga til að „ybba gogg“ fyrir hönd Grænlendinga, eins og hún kemst að orði. Bandaríkin séu að hlusta. „Þetta er svo hernaðarlega mikilvægt. Núna er allt morandi í rússneskum og kínverskum skipum í kringum Grænland. Við þurfum á Grænlandi að halda frá sjónarhóli þjóðaröryggis og Danmörk mun ekki geta séð um það, það get ég sagt þér.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í gærkvöldi en hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Venesúela hefur sett ásælni Trumps í nýtt og óhugnanlegra samhengi. Í gær sendi formaður landsstjórnar Grænlands frá sér harðorða yfirlýsingu og sagði nóg komið. Fréttastofa ræddi í kvöldfréttum Sýnar við Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen, fyrrverandi fjölmiðla- og stjórnmálakonu um áhrif vendinganna á grænlensku þjóðina. „Þessi innrás í Venesúela opnar þessi gömlu sár svo að segja, opnar þessa umræðu aftur og hversu langt erum við komin í þessari stöðu? Það er þessi tilfinning. Hvernig er hægt að stoppa þetta af? Alþjóðasamfélagið er komið fram með sínar yfirlýsingar til Danmerkur og Grænlands og það er byrjað, en það var ekki sama í fyrra, þá vorum við mjög alein í heiminum.“ Hún rifjar upp óttann og álagið sem margir landar hennar upplifðu fyrir ári þegar Trump yngri og Charlie Kirk heitinn lentu á Grænlandi eftir að Bandaríkjaforseti hafði látið í ljós vilja til að taka yfir Grænland. „Þá var þetta miklu meiri óöryggistilfinning og hræðsla í fólkinu en í dag er meiri reiði og valdefling; einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af.“ Inga Dóra kveðst vera raunsæismanneskja og vill fá skýrari svör um hvernig það liti út fyrir Grænlendinga ef hið ótrúlega gerðist; að Bandaríkin tækju yfir Grænland. Henni finnst eins og verið sé að halda aftur af fólki að eiga umræðu um þá sviðsmynd. „Til að ekki komi upp „panick“ stemning en það þarf virkilega að tala opið um stöðuna og það finnst mér vanta eins og er því þetta gæti orðið að veruleika.“ Inga Dóra segir stöðuna flókna. „Það er eins og við séum peð í stóru spili. Fólki hefur áður fundist Trump bara vera með orðræðu og talið að ekkert væri á bak við orðin en nú er tilfinningin öðruvísi, það er þessi tilfinning að þetta gæti alveg skeð. Það gæti alveg skeð að Bandaríkin sjái um sína hagsmuni og vilji Grænland inn undir Bandaríkin.“ Hún kallar eftir því að fjölmiðlar rýni í þá sviðsmynd að Bandaríkin taki yfir Grænland. „Hvernig það myndi líta út? Því við verðum að vera viðbúin ef það skildi gerast. Því þetta er svo ótrúlegt mál.“ „Hvað viltu með Grænland? hvað er hér sem er svona áhugavert? Það eru náttúrulega auðlindir, alveg eins og er í Venesúela og það hefur mikið að segja fyrir okkur hvort þetta eru rökin fyrir því að taka Grænland yfir, hvaða afleiðingar hefði það og hver gæti varið Grænland gagnvart þessu? Þetta er rosalega alvarlegt mál.“ Hún hvetur bandamenn Grænlands til að sýna samstöðu. „Það er bandarískur konsúll hér sem er að skila skilaboðum í Hvíta húsið þannig að það má alveg sýna samstöðu og vera að ybba gogg svolítið fyrir stöðu Grænlands í þessu máli. Þetta er hvatning til Íslendinga og almennt til fólks um að sýna stuðning sinn.“ Bandaríkin Grænland Venesúela Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað talað um að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland. Það sé einkar mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Trump nefndi þetta fyrst árið 2019 á sínu fyrra kjörtímabili en mun meiri þungi hefur færst í orðræðuna vestanhafs á undanförnum dögum. 5. janúar 2026 16:56 Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. 5. janúar 2026 13:43 Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Prófessor í stjórnmálafræði segir að taka þurfi orð forseta Bandaríkjanna um Grænland og hans ásælni alvarlega. Í ljósi framgöngu Bandaríkjastjórnar í Venesúela sé ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. 5. janúar 2026 13:18 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira
„Þetta er svo hernaðarlega mikilvægt. Núna er allt morandi í rússneskum og kínverskum skipum í kringum Grænland. Við þurfum á Grænlandi að halda frá sjónarhóli þjóðaröryggis og Danmörk mun ekki geta séð um það, það get ég sagt þér.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í gærkvöldi en hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Venesúela hefur sett ásælni Trumps í nýtt og óhugnanlegra samhengi. Í gær sendi formaður landsstjórnar Grænlands frá sér harðorða yfirlýsingu og sagði nóg komið. Fréttastofa ræddi í kvöldfréttum Sýnar við Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen, fyrrverandi fjölmiðla- og stjórnmálakonu um áhrif vendinganna á grænlensku þjóðina. „Þessi innrás í Venesúela opnar þessi gömlu sár svo að segja, opnar þessa umræðu aftur og hversu langt erum við komin í þessari stöðu? Það er þessi tilfinning. Hvernig er hægt að stoppa þetta af? Alþjóðasamfélagið er komið fram með sínar yfirlýsingar til Danmerkur og Grænlands og það er byrjað, en það var ekki sama í fyrra, þá vorum við mjög alein í heiminum.“ Hún rifjar upp óttann og álagið sem margir landar hennar upplifðu fyrir ári þegar Trump yngri og Charlie Kirk heitinn lentu á Grænlandi eftir að Bandaríkjaforseti hafði látið í ljós vilja til að taka yfir Grænland. „Þá var þetta miklu meiri óöryggistilfinning og hræðsla í fólkinu en í dag er meiri reiði og valdefling; einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af.“ Inga Dóra kveðst vera raunsæismanneskja og vill fá skýrari svör um hvernig það liti út fyrir Grænlendinga ef hið ótrúlega gerðist; að Bandaríkin tækju yfir Grænland. Henni finnst eins og verið sé að halda aftur af fólki að eiga umræðu um þá sviðsmynd. „Til að ekki komi upp „panick“ stemning en það þarf virkilega að tala opið um stöðuna og það finnst mér vanta eins og er því þetta gæti orðið að veruleika.“ Inga Dóra segir stöðuna flókna. „Það er eins og við séum peð í stóru spili. Fólki hefur áður fundist Trump bara vera með orðræðu og talið að ekkert væri á bak við orðin en nú er tilfinningin öðruvísi, það er þessi tilfinning að þetta gæti alveg skeð. Það gæti alveg skeð að Bandaríkin sjái um sína hagsmuni og vilji Grænland inn undir Bandaríkin.“ Hún kallar eftir því að fjölmiðlar rýni í þá sviðsmynd að Bandaríkin taki yfir Grænland. „Hvernig það myndi líta út? Því við verðum að vera viðbúin ef það skildi gerast. Því þetta er svo ótrúlegt mál.“ „Hvað viltu með Grænland? hvað er hér sem er svona áhugavert? Það eru náttúrulega auðlindir, alveg eins og er í Venesúela og það hefur mikið að segja fyrir okkur hvort þetta eru rökin fyrir því að taka Grænland yfir, hvaða afleiðingar hefði það og hver gæti varið Grænland gagnvart þessu? Þetta er rosalega alvarlegt mál.“ Hún hvetur bandamenn Grænlands til að sýna samstöðu. „Það er bandarískur konsúll hér sem er að skila skilaboðum í Hvíta húsið þannig að það má alveg sýna samstöðu og vera að ybba gogg svolítið fyrir stöðu Grænlands í þessu máli. Þetta er hvatning til Íslendinga og almennt til fólks um að sýna stuðning sinn.“
Bandaríkin Grænland Venesúela Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað talað um að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland. Það sé einkar mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Trump nefndi þetta fyrst árið 2019 á sínu fyrra kjörtímabili en mun meiri þungi hefur færst í orðræðuna vestanhafs á undanförnum dögum. 5. janúar 2026 16:56 Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. 5. janúar 2026 13:43 Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Prófessor í stjórnmálafræði segir að taka þurfi orð forseta Bandaríkjanna um Grænland og hans ásælni alvarlega. Í ljósi framgöngu Bandaríkjastjórnar í Venesúela sé ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. 5. janúar 2026 13:18 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira
Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað talað um að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland. Það sé einkar mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Trump nefndi þetta fyrst árið 2019 á sínu fyrra kjörtímabili en mun meiri þungi hefur færst í orðræðuna vestanhafs á undanförnum dögum. 5. janúar 2026 16:56
Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. 5. janúar 2026 13:43
Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Prófessor í stjórnmálafræði segir að taka þurfi orð forseta Bandaríkjanna um Grænland og hans ásælni alvarlega. Í ljósi framgöngu Bandaríkjastjórnar í Venesúela sé ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. 5. janúar 2026 13:18