„Nú er nóg komið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. janúar 2026 23:25 Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands og Kristrún Frostadóttir svöruðu enn einni hótun Bandaríkjaforseta um að innlima Grænland. Getty Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hefur nú einnig tjáð sig um ummæli Donalds Trump og ríkisstjórnar hans í kjölfar árása Bandaríkjanna á Venesúela. Að Bandaríkin geri hótanir sínar um innlimun Grænlands að raun verður raunhæfara með deginum og Jens-Frederik segir nóg komið. Formaður landsstjórnarinnar birti færslu á samfélagsmiðlum í kvöld þar sem hann krafðist þess að Bandaríkjastjórn léti af þrýstingi sínum og rósamáli. „Við höfum verið náinn og tryggur vinur Bandaríkjanna um kynslóðir. Við höfum staðið bak við bak í gegnum erfiða tíma. Við höfum tekið ábyrgð á öryggi í Norður-Atlantshafi og ekki síst í Norður-Ameríku. Það er það sem sannir vinir gera. Einmitt þess vegna er þessi endurtekni málflutningur frá Bandaríkjunum algjörlega óásættanlegur,“ segir hann. Sjá meira: „En við þurfum samt Grænland“ „Þegar forseti Bandaríkjanna talar um að hann „þurfi á Grænlandi að halda“ og tengir okkur við Venesúela og hernaðaríhlutun, þá er það ekki bara rangt. Það er vanvirðing. Landið okkar er ekki peð í stórveldaátökum. Við erum þjóð. Land. Lýðræðisríki. Það ber að virða. Sérstaklega af nánum og tryggum vinum,“ segir hann svo. „Grænland er heimili okkar“ Jens-Frederik segist fullmeðvitaður um mikilvægi staðsetningar landsins í hernaðarsamhengi og að öryggi Grænlendinga sé vinaþjóðum og bandalögum háð. „En bandalög byggjast á trausti. Og traust krefst virðingar. Hótanir, þrýstingur og tal um innlimun á hvergi heima í sambandi vina. Þannig talar maður ekki við þjóð sem hefur aftur og aftur sýnt ábyrgð, stöðugleika og tryggð.“ Jens-Frederik Nielsen er formaður landskjörstjórnar Grænlands.Vísir/Rafn „Nú er nóg komið. Engan þrýsting meir. Ekkert rósamál. Enga fleiri innlimunardraumóra. Við erum opin fyrir viðræðum. Við erum opin fyrir samtölum. En það verður að fara fram eftir réttum leiðum og af virðingu fyrir þjóðarétti. Og réttu leiðirnar eru ekki tilviljanakenndar og tillitslausar færslur á samfélagsmiðlum,“ segir hann. „Grænland er heimili okkar og landið okkar. Og það verður það áfram,“ segir hann að lokum. Ísland standi með Grænlendingum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra birti einnig færslu seint í kvöld þar sem hún tók undir með grænlenskum og dönskum starfssystkinum sínum. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra á Þinganesi í Færeyjum.Forsætisráðuneytið „Grænland er hluti af danska konungsríkinu. Ekkert um Grænland án Grænlands. Ísland stendur þétt með vinum sínum,“ sagði hún og birti mynd af sér Jens-Frederik og Mette Frederiksen. Grænland Utanríkismál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana en undirstrikaði mikilvægi alþjóðalaga. Hún er samskiptum við norræn starfsystkin sín og fylgist vel með. 3. janúar 2026 19:23 „BRÁÐUM“ „BRÁÐUM“ skrifar Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, hástöfum í færslu á X í gær þar sem hún birtir kort af Grænlandi sem er málað með bandarískum fánalitum. 4. janúar 2026 14:37 Stjórn Maduro situr sem fastast Venesúelski herinn hefur viðurkennt valdatöku Delcy Rodríguez sem starfandi forseta landsins. Hún var varaforseti, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra í valdatíð Maduro. Því er ekki ljóst hvaða breytingar, ef einhverjar, árás Bandaríkjanna kemur til með að hafa á stjórnarfar í Venesúela. Bandamenn Maduro hafa enn töglin og hagldirnar í stjórn landsins. 4. janúar 2026 19:15 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Formaður landsstjórnarinnar birti færslu á samfélagsmiðlum í kvöld þar sem hann krafðist þess að Bandaríkjastjórn léti af þrýstingi sínum og rósamáli. „Við höfum verið náinn og tryggur vinur Bandaríkjanna um kynslóðir. Við höfum staðið bak við bak í gegnum erfiða tíma. Við höfum tekið ábyrgð á öryggi í Norður-Atlantshafi og ekki síst í Norður-Ameríku. Það er það sem sannir vinir gera. Einmitt þess vegna er þessi endurtekni málflutningur frá Bandaríkjunum algjörlega óásættanlegur,“ segir hann. Sjá meira: „En við þurfum samt Grænland“ „Þegar forseti Bandaríkjanna talar um að hann „þurfi á Grænlandi að halda“ og tengir okkur við Venesúela og hernaðaríhlutun, þá er það ekki bara rangt. Það er vanvirðing. Landið okkar er ekki peð í stórveldaátökum. Við erum þjóð. Land. Lýðræðisríki. Það ber að virða. Sérstaklega af nánum og tryggum vinum,“ segir hann svo. „Grænland er heimili okkar“ Jens-Frederik segist fullmeðvitaður um mikilvægi staðsetningar landsins í hernaðarsamhengi og að öryggi Grænlendinga sé vinaþjóðum og bandalögum háð. „En bandalög byggjast á trausti. Og traust krefst virðingar. Hótanir, þrýstingur og tal um innlimun á hvergi heima í sambandi vina. Þannig talar maður ekki við þjóð sem hefur aftur og aftur sýnt ábyrgð, stöðugleika og tryggð.“ Jens-Frederik Nielsen er formaður landskjörstjórnar Grænlands.Vísir/Rafn „Nú er nóg komið. Engan þrýsting meir. Ekkert rósamál. Enga fleiri innlimunardraumóra. Við erum opin fyrir viðræðum. Við erum opin fyrir samtölum. En það verður að fara fram eftir réttum leiðum og af virðingu fyrir þjóðarétti. Og réttu leiðirnar eru ekki tilviljanakenndar og tillitslausar færslur á samfélagsmiðlum,“ segir hann. „Grænland er heimili okkar og landið okkar. Og það verður það áfram,“ segir hann að lokum. Ísland standi með Grænlendingum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra birti einnig færslu seint í kvöld þar sem hún tók undir með grænlenskum og dönskum starfssystkinum sínum. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra á Þinganesi í Færeyjum.Forsætisráðuneytið „Grænland er hluti af danska konungsríkinu. Ekkert um Grænland án Grænlands. Ísland stendur þétt með vinum sínum,“ sagði hún og birti mynd af sér Jens-Frederik og Mette Frederiksen.
Grænland Utanríkismál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana en undirstrikaði mikilvægi alþjóðalaga. Hún er samskiptum við norræn starfsystkin sín og fylgist vel með. 3. janúar 2026 19:23 „BRÁÐUM“ „BRÁÐUM“ skrifar Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, hástöfum í færslu á X í gær þar sem hún birtir kort af Grænlandi sem er málað með bandarískum fánalitum. 4. janúar 2026 14:37 Stjórn Maduro situr sem fastast Venesúelski herinn hefur viðurkennt valdatöku Delcy Rodríguez sem starfandi forseta landsins. Hún var varaforseti, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra í valdatíð Maduro. Því er ekki ljóst hvaða breytingar, ef einhverjar, árás Bandaríkjanna kemur til með að hafa á stjórnarfar í Venesúela. Bandamenn Maduro hafa enn töglin og hagldirnar í stjórn landsins. 4. janúar 2026 19:15 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
„Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana en undirstrikaði mikilvægi alþjóðalaga. Hún er samskiptum við norræn starfsystkin sín og fylgist vel með. 3. janúar 2026 19:23
„BRÁÐUM“ „BRÁÐUM“ skrifar Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, hástöfum í færslu á X í gær þar sem hún birtir kort af Grænlandi sem er málað með bandarískum fánalitum. 4. janúar 2026 14:37
Stjórn Maduro situr sem fastast Venesúelski herinn hefur viðurkennt valdatöku Delcy Rodríguez sem starfandi forseta landsins. Hún var varaforseti, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra í valdatíð Maduro. Því er ekki ljóst hvaða breytingar, ef einhverjar, árás Bandaríkjanna kemur til með að hafa á stjórnarfar í Venesúela. Bandamenn Maduro hafa enn töglin og hagldirnar í stjórn landsins. 4. janúar 2026 19:15
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent