„Nú er nóg komið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. janúar 2026 23:25 Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands og Kristrún Frostadóttir svöruðu enn einni hótun Bandaríkjaforseta um að innlima Grænland. Getty Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hefur nú einnig tjáð sig um ummæli Donalds Trump og ríkisstjórnar hans í kjölfar árása Bandaríkjanna á Venesúela. Að Bandaríkin geri hótanir sínar um innlimun Grænlands að raun verður raunhæfara með deginum og Jens-Frederik segir nóg komið. Formaður landsstjórnarinnar birti færslu á samfélagsmiðlum í kvöld þar sem hann krafðist þess að Bandaríkjastjórn léti af þrýstingi sínum og rósamáli. „Við höfum verið náinn og tryggur vinur Bandaríkjanna um kynslóðir. Við höfum staðið bak við bak í gegnum erfiða tíma. Við höfum tekið ábyrgð á öryggi í Norður-Atlantshafi og ekki síst í Norður-Ameríku. Það er það sem sannir vinir gera. Einmitt þess vegna er þessi endurtekni málflutningur frá Bandaríkjunum algjörlega óásættanlegur,“ segir hann. Sjá meira: „En við þurfum samt Grænland“ „Þegar forseti Bandaríkjanna talar um að hann „þurfi á Grænlandi að halda“ og tengir okkur við Venesúela og hernaðaríhlutun, þá er það ekki bara rangt. Það er vanvirðing. Landið okkar er ekki peð í stórveldaátökum. Við erum þjóð. Land. Lýðræðisríki. Það ber að virða. Sérstaklega af nánum og tryggum vinum,“ segir hann svo. „Grænland er heimili okkar“ Jens-Frederik segist fullmeðvitaður um mikilvægi staðsetningar landsins í hernaðarsamhengi og að öryggi Grænlendinga sé vinaþjóðum og bandalögum háð. „En bandalög byggjast á trausti. Og traust krefst virðingar. Hótanir, þrýstingur og tal um innlimun á hvergi heima í sambandi vina. Þannig talar maður ekki við þjóð sem hefur aftur og aftur sýnt ábyrgð, stöðugleika og tryggð.“ Jens-Frederik Nielsen er formaður landskjörstjórnar Grænlands.Vísir/Rafn „Nú er nóg komið. Engan þrýsting meir. Ekkert rósamál. Enga fleiri innlimunardraumóra. Við erum opin fyrir viðræðum. Við erum opin fyrir samtölum. En það verður að fara fram eftir réttum leiðum og af virðingu fyrir þjóðarétti. Og réttu leiðirnar eru ekki tilviljanakenndar og tillitslausar færslur á samfélagsmiðlum,“ segir hann. „Grænland er heimili okkar og landið okkar. Og það verður það áfram,“ segir hann að lokum. Ísland standi með Grænlendingum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra birti einnig færslu seint í kvöld þar sem hún tók undir með grænlenskum og dönskum starfssystkinum sínum. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra á Þinganesi í Færeyjum.Forsætisráðuneytið „Grænland er hluti af danska konungsríkinu. Ekkert um Grænland án Grænlands. Ísland stendur þétt með vinum sínum,“ sagði hún og birti mynd af sér Jens-Frederik og Mette Frederiksen. Grænland Utanríkismál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana en undirstrikaði mikilvægi alþjóðalaga. Hún er samskiptum við norræn starfsystkin sín og fylgist vel með. 3. janúar 2026 19:23 „BRÁÐUM“ „BRÁÐUM“ skrifar Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, hástöfum í færslu á X í gær þar sem hún birtir kort af Grænlandi sem er málað með bandarískum fánalitum. 4. janúar 2026 14:37 Stjórn Maduro situr sem fastast Venesúelski herinn hefur viðurkennt valdatöku Delcy Rodríguez sem starfandi forseta landsins. Hún var varaforseti, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra í valdatíð Maduro. Því er ekki ljóst hvaða breytingar, ef einhverjar, árás Bandaríkjanna kemur til með að hafa á stjórnarfar í Venesúela. Bandamenn Maduro hafa enn töglin og hagldirnar í stjórn landsins. 4. janúar 2026 19:15 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Formaður landsstjórnarinnar birti færslu á samfélagsmiðlum í kvöld þar sem hann krafðist þess að Bandaríkjastjórn léti af þrýstingi sínum og rósamáli. „Við höfum verið náinn og tryggur vinur Bandaríkjanna um kynslóðir. Við höfum staðið bak við bak í gegnum erfiða tíma. Við höfum tekið ábyrgð á öryggi í Norður-Atlantshafi og ekki síst í Norður-Ameríku. Það er það sem sannir vinir gera. Einmitt þess vegna er þessi endurtekni málflutningur frá Bandaríkjunum algjörlega óásættanlegur,“ segir hann. Sjá meira: „En við þurfum samt Grænland“ „Þegar forseti Bandaríkjanna talar um að hann „þurfi á Grænlandi að halda“ og tengir okkur við Venesúela og hernaðaríhlutun, þá er það ekki bara rangt. Það er vanvirðing. Landið okkar er ekki peð í stórveldaátökum. Við erum þjóð. Land. Lýðræðisríki. Það ber að virða. Sérstaklega af nánum og tryggum vinum,“ segir hann svo. „Grænland er heimili okkar“ Jens-Frederik segist fullmeðvitaður um mikilvægi staðsetningar landsins í hernaðarsamhengi og að öryggi Grænlendinga sé vinaþjóðum og bandalögum háð. „En bandalög byggjast á trausti. Og traust krefst virðingar. Hótanir, þrýstingur og tal um innlimun á hvergi heima í sambandi vina. Þannig talar maður ekki við þjóð sem hefur aftur og aftur sýnt ábyrgð, stöðugleika og tryggð.“ Jens-Frederik Nielsen er formaður landskjörstjórnar Grænlands.Vísir/Rafn „Nú er nóg komið. Engan þrýsting meir. Ekkert rósamál. Enga fleiri innlimunardraumóra. Við erum opin fyrir viðræðum. Við erum opin fyrir samtölum. En það verður að fara fram eftir réttum leiðum og af virðingu fyrir þjóðarétti. Og réttu leiðirnar eru ekki tilviljanakenndar og tillitslausar færslur á samfélagsmiðlum,“ segir hann. „Grænland er heimili okkar og landið okkar. Og það verður það áfram,“ segir hann að lokum. Ísland standi með Grænlendingum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra birti einnig færslu seint í kvöld þar sem hún tók undir með grænlenskum og dönskum starfssystkinum sínum. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra á Þinganesi í Færeyjum.Forsætisráðuneytið „Grænland er hluti af danska konungsríkinu. Ekkert um Grænland án Grænlands. Ísland stendur þétt með vinum sínum,“ sagði hún og birti mynd af sér Jens-Frederik og Mette Frederiksen.
Grænland Utanríkismál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana en undirstrikaði mikilvægi alþjóðalaga. Hún er samskiptum við norræn starfsystkin sín og fylgist vel með. 3. janúar 2026 19:23 „BRÁÐUM“ „BRÁÐUM“ skrifar Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, hástöfum í færslu á X í gær þar sem hún birtir kort af Grænlandi sem er málað með bandarískum fánalitum. 4. janúar 2026 14:37 Stjórn Maduro situr sem fastast Venesúelski herinn hefur viðurkennt valdatöku Delcy Rodríguez sem starfandi forseta landsins. Hún var varaforseti, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra í valdatíð Maduro. Því er ekki ljóst hvaða breytingar, ef einhverjar, árás Bandaríkjanna kemur til með að hafa á stjórnarfar í Venesúela. Bandamenn Maduro hafa enn töglin og hagldirnar í stjórn landsins. 4. janúar 2026 19:15 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
„Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana en undirstrikaði mikilvægi alþjóðalaga. Hún er samskiptum við norræn starfsystkin sín og fylgist vel með. 3. janúar 2026 19:23
„BRÁÐUM“ „BRÁÐUM“ skrifar Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, hástöfum í færslu á X í gær þar sem hún birtir kort af Grænlandi sem er málað með bandarískum fánalitum. 4. janúar 2026 14:37
Stjórn Maduro situr sem fastast Venesúelski herinn hefur viðurkennt valdatöku Delcy Rodríguez sem starfandi forseta landsins. Hún var varaforseti, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra í valdatíð Maduro. Því er ekki ljóst hvaða breytingar, ef einhverjar, árás Bandaríkjanna kemur til með að hafa á stjórnarfar í Venesúela. Bandamenn Maduro hafa enn töglin og hagldirnar í stjórn landsins. 4. janúar 2026 19:15