Upphaf langra málaferla Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2026 16:00 Maduro-hjónunum ekið um götur New York í dag. AP/Stefan Jeremiah Nicolás Maduro, forseti Venesúela, og Cilia Flores, eiginkona hans, hafa verið flutt í dómshúsi í New York þar sem þau verða færð fyrir dómara fyrsta sinn. Bæði eru ákærð fyrir aðkomu að umfangsmiklu smygli fíkniefna til Bandaríkjanna og hryðjuverkastarfsemi en þau voru fjarlægð með hervaldi frá Venesúela á dögunum. Þau verða færð fyrir dómara um klukkan fimm, að íslenskum tíma, en eiga ekki að vera lengi í dómsal að þessu sinni. Þó er um að ræða upphafið á málaferlum sem talið er að gætu tekið langan tíma. Sjá einnig: Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Ákærudómstóll ákærði fyrir um sex árum Maduro, eiginkonu hans og aðra fyrir að smygla umfangsmiklu magni af fíkniefnum eða þúsundum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna og aðstoða aðra við smygl. Meðal annars með því að útvega smyglurum pólitískt skjól og aðstoða þá við að þvætta illa fengið fé. Auk þess er hann ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi. Hér að neðan má sjá myndefni af því þegar Maduro var fluttur í dómshúsið í New York í dag. Með þessu smygli er Maduro, ráðherrar hans og aðrir í elítu Venesúela sagðir hafa auðgast mjög. Þennan auð hafi þeir síðan notað til að festa sig í sessi og tryggja yfirráð sín. Meðal þeirra sem Maduro og félagar eru sagðir hafa starfað með eru FARC og ELN (uppreisnarmenn í Kólumbíu), Sinalóa-samtökin, Zetas og Tren de Arague (stór glæpasamtök í Mið- og Suður-Ameríku). Sjá einnig: Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Eiginkona hans hefur einnig verið ákærð, auk sonar þeirra, Nicolás Maduro Guerra, og þriggja annarra. Hjónin standa frammi fyrir allt að lífstíðarfangelsi. Aðrir sem hafa verið ákærðir eru Diosdado Cabello, innanríkisráðherra Venesúela, Ramon Rodriguez Chacín, fyrrverandi innanríkisráðherra, og Hector Rusthenford Guerrero Flores, eða Niño Guerrero, en hann er leiðtogi glæpasamtakanna Tren de Aragua. Maduro er einnig ákærður fyrir að eiga sjálfvirkar vélbyssur og nota þær í tengslum við glæpastarfsemi. Áhugasamir geta kynnt sér ákærurnar gegn Maduro, eiginkonu hans og hinum hér á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í öllum ákæruliðnum segir að meint brot þeirra hafi verið framin utan lögsögu Bandaríkjanna. Talinn ætla að beita sömu vörnum og Noriega Fastlega er búist við því að lögmenn Maduros muni segja að ekki sé hægt að rétta yfir honum, þar sem hann njóti friðhelgi sem sitjandi þjóðarleiðtogi. Bandaríkjamenn viðurkenna hins vegar ekki ríkisstjórn hans. Manuel Noriega, fyrrverandi forseti Panama, reyndi svipaða vörn í réttarhöldum vestanhafs eftir að hann var handsamaður í kjölfar innrásar Bandaríkjanna 1989. Það virkaði ekki og með tilliti til þess að Bandaríkjamenn viðurkenna ekki ríkisstjórn Maduros, sérstaklega eftir umdeildar kosningar 2024 þar sem ríkisstjórn hans virðist hafa svindlað verulega, þykir ekki líklegt að vörn forsetans muni duga til.´ Kosningarnar 2024 voru fordæmdar víða um heim en útgöngukannanir og önnur gögn bentu til þess að stjórnarandstaðan hafi unnið kosningarnar með yfirburðum, þó leiðtogum hennar hafi verið meinað að bjóða sig fram. Maduro birti þó aðrar niðurstöður og hélt völdum. Reynslumikill dómari Dómarinn Alvin Hellerstein mun halda utan um réttarhöldin gegn Maduro. Hann er 92 ára gamall og hefur verið dómari í tæpa þrjá áratugi. Á þeim tíma hefur hann setið yfir nokkrum stórum málum, ef svo má segja, og má þar nefna mál sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og árásunum á Tvíburaturnana árið 2001. Þetta mál verður líklega hans stærsta. Hellerstein hefur þó á undanförnum árum haldið utan um önnur mál sem snúa að Venesúela. Í apríl 2024 dæmdi hann Cliver Alvalá, fyrrverandi herforingja frá Venesúela, í að minnsta kosti 21 árs fangelsi fyrir að styðja FARC með vopnasendingum. Þá dæmdi hann í fyrra Hugo Carvajal, sem stýrði á árum áður njósnurum Hugo Chávez, forvera Maduros. Sá játaði sekt varðandi smygl á fíkniefnum og hryðjuverkastarfsemi en hann var handsamaður á Spáni eftir að hafa verið á flótta um nokkurt skeið. Bandaríkin Donald Trump Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. 5. janúar 2026 11:09 Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. 5. janúar 2026 10:17 Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Stjórnvöld á Kúbu fullyrða að 32 kúbverskir liðsforingjar hafi fallið í hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Venesúela um helgina. Þeir hafi unnið að aðgerðum í Venesúela að ósk þarlendra yfirvalda. 5. janúar 2026 08:34 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira
Þau verða færð fyrir dómara um klukkan fimm, að íslenskum tíma, en eiga ekki að vera lengi í dómsal að þessu sinni. Þó er um að ræða upphafið á málaferlum sem talið er að gætu tekið langan tíma. Sjá einnig: Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Ákærudómstóll ákærði fyrir um sex árum Maduro, eiginkonu hans og aðra fyrir að smygla umfangsmiklu magni af fíkniefnum eða þúsundum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna og aðstoða aðra við smygl. Meðal annars með því að útvega smyglurum pólitískt skjól og aðstoða þá við að þvætta illa fengið fé. Auk þess er hann ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi. Hér að neðan má sjá myndefni af því þegar Maduro var fluttur í dómshúsið í New York í dag. Með þessu smygli er Maduro, ráðherrar hans og aðrir í elítu Venesúela sagðir hafa auðgast mjög. Þennan auð hafi þeir síðan notað til að festa sig í sessi og tryggja yfirráð sín. Meðal þeirra sem Maduro og félagar eru sagðir hafa starfað með eru FARC og ELN (uppreisnarmenn í Kólumbíu), Sinalóa-samtökin, Zetas og Tren de Arague (stór glæpasamtök í Mið- og Suður-Ameríku). Sjá einnig: Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Eiginkona hans hefur einnig verið ákærð, auk sonar þeirra, Nicolás Maduro Guerra, og þriggja annarra. Hjónin standa frammi fyrir allt að lífstíðarfangelsi. Aðrir sem hafa verið ákærðir eru Diosdado Cabello, innanríkisráðherra Venesúela, Ramon Rodriguez Chacín, fyrrverandi innanríkisráðherra, og Hector Rusthenford Guerrero Flores, eða Niño Guerrero, en hann er leiðtogi glæpasamtakanna Tren de Aragua. Maduro er einnig ákærður fyrir að eiga sjálfvirkar vélbyssur og nota þær í tengslum við glæpastarfsemi. Áhugasamir geta kynnt sér ákærurnar gegn Maduro, eiginkonu hans og hinum hér á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í öllum ákæruliðnum segir að meint brot þeirra hafi verið framin utan lögsögu Bandaríkjanna. Talinn ætla að beita sömu vörnum og Noriega Fastlega er búist við því að lögmenn Maduros muni segja að ekki sé hægt að rétta yfir honum, þar sem hann njóti friðhelgi sem sitjandi þjóðarleiðtogi. Bandaríkjamenn viðurkenna hins vegar ekki ríkisstjórn hans. Manuel Noriega, fyrrverandi forseti Panama, reyndi svipaða vörn í réttarhöldum vestanhafs eftir að hann var handsamaður í kjölfar innrásar Bandaríkjanna 1989. Það virkaði ekki og með tilliti til þess að Bandaríkjamenn viðurkenna ekki ríkisstjórn Maduros, sérstaklega eftir umdeildar kosningar 2024 þar sem ríkisstjórn hans virðist hafa svindlað verulega, þykir ekki líklegt að vörn forsetans muni duga til.´ Kosningarnar 2024 voru fordæmdar víða um heim en útgöngukannanir og önnur gögn bentu til þess að stjórnarandstaðan hafi unnið kosningarnar með yfirburðum, þó leiðtogum hennar hafi verið meinað að bjóða sig fram. Maduro birti þó aðrar niðurstöður og hélt völdum. Reynslumikill dómari Dómarinn Alvin Hellerstein mun halda utan um réttarhöldin gegn Maduro. Hann er 92 ára gamall og hefur verið dómari í tæpa þrjá áratugi. Á þeim tíma hefur hann setið yfir nokkrum stórum málum, ef svo má segja, og má þar nefna mál sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og árásunum á Tvíburaturnana árið 2001. Þetta mál verður líklega hans stærsta. Hellerstein hefur þó á undanförnum árum haldið utan um önnur mál sem snúa að Venesúela. Í apríl 2024 dæmdi hann Cliver Alvalá, fyrrverandi herforingja frá Venesúela, í að minnsta kosti 21 árs fangelsi fyrir að styðja FARC með vopnasendingum. Þá dæmdi hann í fyrra Hugo Carvajal, sem stýrði á árum áður njósnurum Hugo Chávez, forvera Maduros. Sá játaði sekt varðandi smygl á fíkniefnum og hryðjuverkastarfsemi en hann var handsamaður á Spáni eftir að hafa verið á flótta um nokkurt skeið.
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. 5. janúar 2026 11:09 Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. 5. janúar 2026 10:17 Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Stjórnvöld á Kúbu fullyrða að 32 kúbverskir liðsforingjar hafi fallið í hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Venesúela um helgina. Þeir hafi unnið að aðgerðum í Venesúela að ósk þarlendra yfirvalda. 5. janúar 2026 08:34 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira
Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. 5. janúar 2026 11:09
Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. 5. janúar 2026 10:17
Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Stjórnvöld á Kúbu fullyrða að 32 kúbverskir liðsforingjar hafi fallið í hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Venesúela um helgina. Þeir hafi unnið að aðgerðum í Venesúela að ósk þarlendra yfirvalda. 5. janúar 2026 08:34