Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2026 11:21 Maria Corina Machado í Osló í desember, eftir að hún fékk friðarverðlaun Nóbels. EPA/OLE BERG-RUSTEN Maria Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist ætla að snúa aftur til landsins eins fljótt og henni er auðið. Hún segist einnig vilja afhenda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, friðarverðlaun Nóbels, sem hún hlaut í fyrra. Trump hefur sagt að hún njóti ekki nægilegrar virðingar til að stýra Venesúela eftir að hann lét nema Nicolás Maduro, forseta, á brott á dögunum. Machado var í viðtali við Sean Hannity á Fox News í gærkvöldi, þar sem hún fagnaði því að Maduro hefði verið komið úr embætti og sagði að 3. janúar yrði þekktur sem dagurinn þegar réttlæti sigraði harðræði. Um stóran áfanga væri að ræða, ekki bara fyrir íbúa Venesúela heldur einnig fyrir mannkynið. Í viðtalinu ræddi hún einnig umdeildar kosningar í Venesúela árið 2024 en þá var henni meinað að bjóða sig fram. Ríkisstjórn Maduros lýsti yfir sigri eftir kosningarnar en umfangsmiklar vísbendingar um að niðurstaðan hafi verið allt önnur og stjórnarandstaðan hafi í raun sigrað kosningarnar með yfirburðum hafa síðan þá litið dagsins ljós. Machado sagði Hannity að Maduro hefði komið í veg fyrir að hún mætti bjóða sig fram í kosningunum af því hann óttaðist hana og stjórnarandstöðuna. Þeim hafi þrátt fyrir það tekist að sigra við mjög krefjandi aðstæður. VENEZUELAN OPPOSITION LEADER @MariaCorinaYA SAYS MADURO BANNED HER FROM THE BALLOT BECAUSE HE WAS AFRAID: "We were able to bring the country together to carry these elections organized by civil society with millions of people participating. And the fact is that, cowardly, he… pic.twitter.com/3m2ys39Yh3— Sean Hannity 🇺🇸 (@seanhannity) January 6, 2026 Í kjölfarið fékk hún friðarverðlaun Nóbels, sem hún tileinkaði Donald Trump, sem hefur ítrekað talað um að hann hafi átt að vinna verðlaunin. NOBEL PEACE PRIZE RECIPIENT @MariaCorinaYA ON DEDICATING HER PRIZE TO PRESIDENT TRUMP: "Let me be very clear. As soon as I learned that we had been awarded the Nobel Peace Prize, I dedicated it to President Trump because I believed at that point that he deserved it. And a lot… pic.twitter.com/ufiMKFXnEQ— Sean Hannity 🇺🇸 (@seanhannity) January 6, 2026 Hannity spurði Machado hvort hún hefði boðist til þess að gefa Trump friðarverðlaunin sem hún fékk. Það sagðist hún ekki hafa gert enn. Hún sagðist þó vilja gefa honum verðlaunin við fyrsta tækifæri. Byggði ákvörðunina á greiningu CIA Greining starfsmanna Leyniþjónustu Bandaríkjanna á stöðunni í Venesúela er sögð hafa bent til þess að besta leiðin til að tryggja stöðugleika í landinu væri að láta Delcy Rodríguez, varaforseta Maduros, stjórna ríkinu um tíma. Samkvæmt Wall Street Journal segir greininguna hafa spilað stóra rullu í því að Trump hafi tilkynnt að hann vildi að Rodríguez stýrði ríkinu áfram en ekki Machado. Hann og embættismenn hans hafa þó sagt að henni væri hollast að fara eftir kröfum þeirra, því annars komi frekari loftárásir til greina eða mögulega yrðu hermenn sendir til Venesúela. New York Times segir Trump hafa meiri áhuga á olíu í Venesúela heldur en að ýta undir lýðræði og að samband Machado við ríkisstjórn Trumps hafi farið versnandi að undanförnu. Einnig sagður pirraður yfir verðlaununum Washington Post hafði á dögunum eftir heimildarmönnum sínum að það að Machado hefði unnið friðarverðlaunin hefði spilað inn í þá ákvörðun Trumps að útiloka hana sem mögulegan arftaka Maduros. Hún tileinkaði verðlaunin Trump en hann er sagður þeirrar skoðunar að hún hefði aldrei átt að taka við þeim og er sagður pirraður út í hana vegna þess. „Ef hún hefði hafnað þeim og sagt: Ég get ekki tekið við þeim vegna þess að þau tilheyra Donald Trump“, væri hún forseti Venesúela í dag,“ sagði einn heimildarmaður WP úr Hvíta húsinu. Trump neitaði því í viðtali við NBC News í gær. „Hún hefði ekki átt að vinna þau. En nei, það hefur ekkert með ákvörðun mína að gera.“ Stephen Miller, einn æðsti ráðgjafi Trumps, ítrekaði í viðtali við CNN í gærkvöldi að Machado gæti ekki tekið við stjórn landsins að svo stöddu. Allir sérfræðingar væru sammála um það að herinn og öryggisstofnanir ríkisins myndu ekki fylgja henni. Venesúela Bandaríkin Donald Trump Nóbelsverðlaun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Minna en fimm klukkustundum áður en fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas, höfuðborg Venesúela, um helgina og bandarískir sérsveitarmenn námu Nicolás Maduro, forseta, á brott, veðjaði einn maður á að Maduro yrði steypt af stóli. Nokkrum klukkustundum síðar fékk hann rúmlega fjögur hundruð þúsund dali vegna veðmálsins, eða um tólffalt það sem hann hafði veðjað. 6. janúar 2026 10:02 Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Stephen Miller, einn nánasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndasmiður Bandaríkjastjórnar, segir að stóra spurningin sem blasi við varðandi Grænland sé sú hvaða „meinta“ yfirráðarétt Danmörk hafi yfir landinu. 6. janúar 2026 07:43 „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Nicolás Maduro óskaði viðstöddum gleðilegs nýs árs þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í gær. Þá sagði hann að honum hefði verið rænt á heimili sínu og að hann væri stríðsfangi. Bæði hann og eiginkona hans, Cilia Flores, sögðust saklaus af þeim ákærum sem þau sæta í Bandaríkjunum. 6. janúar 2026 06:43 „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Utanríkisráðherra telur alþjóðasamfélagið ekki hafa borið næga virðingu fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir aðgerðir Bandaríkjastjórnar um liðna helgi. Hún segir áríðandi að Íslendingar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart Bandaríkjamönnum þó að „vinur sé sá er til vamms segir“. 5. janúar 2026 21:57 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Machado var í viðtali við Sean Hannity á Fox News í gærkvöldi, þar sem hún fagnaði því að Maduro hefði verið komið úr embætti og sagði að 3. janúar yrði þekktur sem dagurinn þegar réttlæti sigraði harðræði. Um stóran áfanga væri að ræða, ekki bara fyrir íbúa Venesúela heldur einnig fyrir mannkynið. Í viðtalinu ræddi hún einnig umdeildar kosningar í Venesúela árið 2024 en þá var henni meinað að bjóða sig fram. Ríkisstjórn Maduros lýsti yfir sigri eftir kosningarnar en umfangsmiklar vísbendingar um að niðurstaðan hafi verið allt önnur og stjórnarandstaðan hafi í raun sigrað kosningarnar með yfirburðum hafa síðan þá litið dagsins ljós. Machado sagði Hannity að Maduro hefði komið í veg fyrir að hún mætti bjóða sig fram í kosningunum af því hann óttaðist hana og stjórnarandstöðuna. Þeim hafi þrátt fyrir það tekist að sigra við mjög krefjandi aðstæður. VENEZUELAN OPPOSITION LEADER @MariaCorinaYA SAYS MADURO BANNED HER FROM THE BALLOT BECAUSE HE WAS AFRAID: "We were able to bring the country together to carry these elections organized by civil society with millions of people participating. And the fact is that, cowardly, he… pic.twitter.com/3m2ys39Yh3— Sean Hannity 🇺🇸 (@seanhannity) January 6, 2026 Í kjölfarið fékk hún friðarverðlaun Nóbels, sem hún tileinkaði Donald Trump, sem hefur ítrekað talað um að hann hafi átt að vinna verðlaunin. NOBEL PEACE PRIZE RECIPIENT @MariaCorinaYA ON DEDICATING HER PRIZE TO PRESIDENT TRUMP: "Let me be very clear. As soon as I learned that we had been awarded the Nobel Peace Prize, I dedicated it to President Trump because I believed at that point that he deserved it. And a lot… pic.twitter.com/ufiMKFXnEQ— Sean Hannity 🇺🇸 (@seanhannity) January 6, 2026 Hannity spurði Machado hvort hún hefði boðist til þess að gefa Trump friðarverðlaunin sem hún fékk. Það sagðist hún ekki hafa gert enn. Hún sagðist þó vilja gefa honum verðlaunin við fyrsta tækifæri. Byggði ákvörðunina á greiningu CIA Greining starfsmanna Leyniþjónustu Bandaríkjanna á stöðunni í Venesúela er sögð hafa bent til þess að besta leiðin til að tryggja stöðugleika í landinu væri að láta Delcy Rodríguez, varaforseta Maduros, stjórna ríkinu um tíma. Samkvæmt Wall Street Journal segir greininguna hafa spilað stóra rullu í því að Trump hafi tilkynnt að hann vildi að Rodríguez stýrði ríkinu áfram en ekki Machado. Hann og embættismenn hans hafa þó sagt að henni væri hollast að fara eftir kröfum þeirra, því annars komi frekari loftárásir til greina eða mögulega yrðu hermenn sendir til Venesúela. New York Times segir Trump hafa meiri áhuga á olíu í Venesúela heldur en að ýta undir lýðræði og að samband Machado við ríkisstjórn Trumps hafi farið versnandi að undanförnu. Einnig sagður pirraður yfir verðlaununum Washington Post hafði á dögunum eftir heimildarmönnum sínum að það að Machado hefði unnið friðarverðlaunin hefði spilað inn í þá ákvörðun Trumps að útiloka hana sem mögulegan arftaka Maduros. Hún tileinkaði verðlaunin Trump en hann er sagður þeirrar skoðunar að hún hefði aldrei átt að taka við þeim og er sagður pirraður út í hana vegna þess. „Ef hún hefði hafnað þeim og sagt: Ég get ekki tekið við þeim vegna þess að þau tilheyra Donald Trump“, væri hún forseti Venesúela í dag,“ sagði einn heimildarmaður WP úr Hvíta húsinu. Trump neitaði því í viðtali við NBC News í gær. „Hún hefði ekki átt að vinna þau. En nei, það hefur ekkert með ákvörðun mína að gera.“ Stephen Miller, einn æðsti ráðgjafi Trumps, ítrekaði í viðtali við CNN í gærkvöldi að Machado gæti ekki tekið við stjórn landsins að svo stöddu. Allir sérfræðingar væru sammála um það að herinn og öryggisstofnanir ríkisins myndu ekki fylgja henni.
Venesúela Bandaríkin Donald Trump Nóbelsverðlaun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Minna en fimm klukkustundum áður en fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas, höfuðborg Venesúela, um helgina og bandarískir sérsveitarmenn námu Nicolás Maduro, forseta, á brott, veðjaði einn maður á að Maduro yrði steypt af stóli. Nokkrum klukkustundum síðar fékk hann rúmlega fjögur hundruð þúsund dali vegna veðmálsins, eða um tólffalt það sem hann hafði veðjað. 6. janúar 2026 10:02 Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Stephen Miller, einn nánasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndasmiður Bandaríkjastjórnar, segir að stóra spurningin sem blasi við varðandi Grænland sé sú hvaða „meinta“ yfirráðarétt Danmörk hafi yfir landinu. 6. janúar 2026 07:43 „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Nicolás Maduro óskaði viðstöddum gleðilegs nýs árs þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í gær. Þá sagði hann að honum hefði verið rænt á heimili sínu og að hann væri stríðsfangi. Bæði hann og eiginkona hans, Cilia Flores, sögðust saklaus af þeim ákærum sem þau sæta í Bandaríkjunum. 6. janúar 2026 06:43 „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Utanríkisráðherra telur alþjóðasamfélagið ekki hafa borið næga virðingu fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir aðgerðir Bandaríkjastjórnar um liðna helgi. Hún segir áríðandi að Íslendingar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart Bandaríkjamönnum þó að „vinur sé sá er til vamms segir“. 5. janúar 2026 21:57 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Minna en fimm klukkustundum áður en fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas, höfuðborg Venesúela, um helgina og bandarískir sérsveitarmenn námu Nicolás Maduro, forseta, á brott, veðjaði einn maður á að Maduro yrði steypt af stóli. Nokkrum klukkustundum síðar fékk hann rúmlega fjögur hundruð þúsund dali vegna veðmálsins, eða um tólffalt það sem hann hafði veðjað. 6. janúar 2026 10:02
Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Stephen Miller, einn nánasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndasmiður Bandaríkjastjórnar, segir að stóra spurningin sem blasi við varðandi Grænland sé sú hvaða „meinta“ yfirráðarétt Danmörk hafi yfir landinu. 6. janúar 2026 07:43
„Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Nicolás Maduro óskaði viðstöddum gleðilegs nýs árs þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í gær. Þá sagði hann að honum hefði verið rænt á heimili sínu og að hann væri stríðsfangi. Bæði hann og eiginkona hans, Cilia Flores, sögðust saklaus af þeim ákærum sem þau sæta í Bandaríkjunum. 6. janúar 2026 06:43
„Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Utanríkisráðherra telur alþjóðasamfélagið ekki hafa borið næga virðingu fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir aðgerðir Bandaríkjastjórnar um liðna helgi. Hún segir áríðandi að Íslendingar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart Bandaríkjamönnum þó að „vinur sé sá er til vamms segir“. 5. janúar 2026 21:57