Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar 13. desember 2025 08:16 Um daginn ritaði ég nokkur orð, undir titlinum „Skamm! (-sýni)“. Fékk í framhaldinu spurningar um skógrækt og ritaði því snöggvast nokkur orð til viðbótar. Fyrir mér er skógrækt lykilþáttur íslenskrar náttúru. Í bland við vötn, læki, jökla og votlendi, hraun- og mosabreiður, sanda og fjöll styður skógurinn við ríkulegt lífríki plantna, dýra og sveppa. Í íslensku skóglendi hef ég tínt mér blá-, hrúta- og hindber til matar. Heilsað upp á rjúpurnar, hlustað á hrossagaukinn, dáðst að flórgoðanum á aðliggjandi vatni. Séð fiðruðu frændurna auðnutittlinga og krossnefi nærast á trjáfræjum á meðan maríuerlur safna skordýrum í gogginn. Ég horfi á þetta sem yndislega heild, en fyrir sumum er þetta stanslaus barátta um landamæri og yfirráð. Hvoru tveggja er rétt. Sumir bara kjósa að horfa á náttúruna og lífið í sinni hráustu mynd, frekar en að njóta fegurðarinnar í samspilinu. Skjólbelti og axlabönd Útivistarskógar, skjólbelti, kolefnisbinding, nytjaskógar til timburframleiðslu og jólatrjáa. Allt er þetta af hinu góða. Skógrækt er þó auðvitað ekki heilög, frekar en neitt annað. Nauðsynlegt er að standa vel að verki ásamt því að velja trjátegundir og staðsetningar eftir því sem best hentar. Við búum sem betur fer að sérfræðiþekkingu Skógræktarinnar (nú hluti af Land og Skógur) sem stundað hefur rannsóknir á þessu sviði frá 1908 og aðlagar sig sífellt að nýjustu þekkingu. Einnig er passað upp á skógrækt með lögum, reglugerðum og ýmsum skipulagsreglum sveitarfélaga, þ.m.t. um minja- og náttúruvernd. Forðast skal þó óraunhæfar eða óþarflega íþyngjandi hindranir, sem jafnvel gætu verið til þess eins gerðar að hreinlega stöðva skógrækt. Skógarþjóðin Íslendingar versla í vaxandi mæli jólatré úr innlendri ræktun og er stafafura þar langvinsælust. Þetta eru mjög góðar fréttir, því samanburð við kolefnisspor innfluttra jólatrjáa þarf vart að nefna. Það kom því ekki á óvart að sjá könnun fyrir nokkrum árum sýna 93% þjóðarinnar jákvæða gagnvart skógrækt. Einungis 1,6% voru neikvæðir og virðist sem hluta þeirra hafi sviðið sú staðreynd gríðarlega. Sjálfsagt er þar að finna fólkið sem hvað mest hefur lagt á sig undanfarið til að hafa áhrif á skoðanir okkar hinna. Húsið logar „Æ, við skulum ekki hringja á slökkviliðið, þá lenda allar bækurnar mínar bara í vatnsskemmdum. Húsið hlýtur að hætta að loga bráðum.“ En valið er einfaldlega ekki á milli þess hvort bækurnar séu blautar eða ekki. Valið stendur á milli þess hvort bækurnar séu blautur pappír, eða aska. Ásamt húsinu sjálfu og öllu öðru sem í því er. Jafnt opinbert, sem bakvið tjöldin, virðist hópur fólks hafa reynt að leita í allar áttir. Hvað sem er, í von um að grípa einhver eyru, eða leggja a.m.k. einhvern stein í götu skógræktar á Íslandi. Að því er virðist gegn vilja þjóðarinnar, gegn því sem best er fyrir framtíðar kynslóðir, jafnvel gegn hagsmunum Íslands. Sýnist mér þar hópur sem vill vernda núverandi ástand. Óháð því hvort núverandi ástand er í alla staði gott eða slæmt, æskilegt eða óæskilegt til frambúðar. Óháð því hvort það er yfir höfuð raunhæft að stöðva tímann á nokkrum tímapunkti. Íhaldssemi er jú í grunninn andstæð breytingum, hvað þá nýjungum og ekki skrýtið að hún krefjist þess að engu sé breytt til að viðhalda núverandi ástandi. Jafnvel að sjálfsblekkingum sé beitt til sannfæringar á því að aðgerðarleysi skili árangri og aðgerðir geri bara allt verra. Erfiður er því sá biti fyrir þá að kyngja, að grípa þurfi til allra varna til þess að hægja á breytingum. Að nýjunga og stórvirkra aðgerða sé þörf til þess vernda núverandi ástand. Dregið úr hraðanum? Ef því fólki væri raunverulega annt um náttúruna, Ísland og loftslagsmál hlyti markmið þeirra vera að beita öllum ráðum samtímis, sem sýnt hafa raunverulegan árangur í loftslagsmálum. Hvort sem það væri skógrækt, endurheimt votlendis, niðurdælingar í berggrunn eða annað. Það væri gert af krafti, óháð því hvort það kallaði á utanaðkomandi aðstoð í formi fjármagns eða plantna. Ekki síst þegar raunverulegar efndir stórra yfirlýsinga virðast varla hafa náð broti af því sem vera þyrfti. Jafnvel mætti reikna með að eitthvað af þessu myndi vera atvinnuskapandi, svo ekki sé minnst á að hjálpa okkur að verða sjálfbærari á ýmsan hátt. Fyrir flesta skiptir það máli, þó ekki alla. Falskur finnst mér tónninn sem dásamar náttúruna, en bara á eigin forsendum. Sem segist vilja allt fyrir hana gera, en bara eftir fjölmörgum ströngum skilyrðum, sem útiloka flestar raunhæfar aðgerðir og finna þeim allt til foráttu. Fagran samhljóm finnum við seint með fölskum tónum. Höfundur er plöntunörd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Um daginn ritaði ég nokkur orð, undir titlinum „Skamm! (-sýni)“. Fékk í framhaldinu spurningar um skógrækt og ritaði því snöggvast nokkur orð til viðbótar. Fyrir mér er skógrækt lykilþáttur íslenskrar náttúru. Í bland við vötn, læki, jökla og votlendi, hraun- og mosabreiður, sanda og fjöll styður skógurinn við ríkulegt lífríki plantna, dýra og sveppa. Í íslensku skóglendi hef ég tínt mér blá-, hrúta- og hindber til matar. Heilsað upp á rjúpurnar, hlustað á hrossagaukinn, dáðst að flórgoðanum á aðliggjandi vatni. Séð fiðruðu frændurna auðnutittlinga og krossnefi nærast á trjáfræjum á meðan maríuerlur safna skordýrum í gogginn. Ég horfi á þetta sem yndislega heild, en fyrir sumum er þetta stanslaus barátta um landamæri og yfirráð. Hvoru tveggja er rétt. Sumir bara kjósa að horfa á náttúruna og lífið í sinni hráustu mynd, frekar en að njóta fegurðarinnar í samspilinu. Skjólbelti og axlabönd Útivistarskógar, skjólbelti, kolefnisbinding, nytjaskógar til timburframleiðslu og jólatrjáa. Allt er þetta af hinu góða. Skógrækt er þó auðvitað ekki heilög, frekar en neitt annað. Nauðsynlegt er að standa vel að verki ásamt því að velja trjátegundir og staðsetningar eftir því sem best hentar. Við búum sem betur fer að sérfræðiþekkingu Skógræktarinnar (nú hluti af Land og Skógur) sem stundað hefur rannsóknir á þessu sviði frá 1908 og aðlagar sig sífellt að nýjustu þekkingu. Einnig er passað upp á skógrækt með lögum, reglugerðum og ýmsum skipulagsreglum sveitarfélaga, þ.m.t. um minja- og náttúruvernd. Forðast skal þó óraunhæfar eða óþarflega íþyngjandi hindranir, sem jafnvel gætu verið til þess eins gerðar að hreinlega stöðva skógrækt. Skógarþjóðin Íslendingar versla í vaxandi mæli jólatré úr innlendri ræktun og er stafafura þar langvinsælust. Þetta eru mjög góðar fréttir, því samanburð við kolefnisspor innfluttra jólatrjáa þarf vart að nefna. Það kom því ekki á óvart að sjá könnun fyrir nokkrum árum sýna 93% þjóðarinnar jákvæða gagnvart skógrækt. Einungis 1,6% voru neikvæðir og virðist sem hluta þeirra hafi sviðið sú staðreynd gríðarlega. Sjálfsagt er þar að finna fólkið sem hvað mest hefur lagt á sig undanfarið til að hafa áhrif á skoðanir okkar hinna. Húsið logar „Æ, við skulum ekki hringja á slökkviliðið, þá lenda allar bækurnar mínar bara í vatnsskemmdum. Húsið hlýtur að hætta að loga bráðum.“ En valið er einfaldlega ekki á milli þess hvort bækurnar séu blautar eða ekki. Valið stendur á milli þess hvort bækurnar séu blautur pappír, eða aska. Ásamt húsinu sjálfu og öllu öðru sem í því er. Jafnt opinbert, sem bakvið tjöldin, virðist hópur fólks hafa reynt að leita í allar áttir. Hvað sem er, í von um að grípa einhver eyru, eða leggja a.m.k. einhvern stein í götu skógræktar á Íslandi. Að því er virðist gegn vilja þjóðarinnar, gegn því sem best er fyrir framtíðar kynslóðir, jafnvel gegn hagsmunum Íslands. Sýnist mér þar hópur sem vill vernda núverandi ástand. Óháð því hvort núverandi ástand er í alla staði gott eða slæmt, æskilegt eða óæskilegt til frambúðar. Óháð því hvort það er yfir höfuð raunhæft að stöðva tímann á nokkrum tímapunkti. Íhaldssemi er jú í grunninn andstæð breytingum, hvað þá nýjungum og ekki skrýtið að hún krefjist þess að engu sé breytt til að viðhalda núverandi ástandi. Jafnvel að sjálfsblekkingum sé beitt til sannfæringar á því að aðgerðarleysi skili árangri og aðgerðir geri bara allt verra. Erfiður er því sá biti fyrir þá að kyngja, að grípa þurfi til allra varna til þess að hægja á breytingum. Að nýjunga og stórvirkra aðgerða sé þörf til þess vernda núverandi ástand. Dregið úr hraðanum? Ef því fólki væri raunverulega annt um náttúruna, Ísland og loftslagsmál hlyti markmið þeirra vera að beita öllum ráðum samtímis, sem sýnt hafa raunverulegan árangur í loftslagsmálum. Hvort sem það væri skógrækt, endurheimt votlendis, niðurdælingar í berggrunn eða annað. Það væri gert af krafti, óháð því hvort það kallaði á utanaðkomandi aðstoð í formi fjármagns eða plantna. Ekki síst þegar raunverulegar efndir stórra yfirlýsinga virðast varla hafa náð broti af því sem vera þyrfti. Jafnvel mætti reikna með að eitthvað af þessu myndi vera atvinnuskapandi, svo ekki sé minnst á að hjálpa okkur að verða sjálfbærari á ýmsan hátt. Fyrir flesta skiptir það máli, þó ekki alla. Falskur finnst mér tónninn sem dásamar náttúruna, en bara á eigin forsendum. Sem segist vilja allt fyrir hana gera, en bara eftir fjölmörgum ströngum skilyrðum, sem útiloka flestar raunhæfar aðgerðir og finna þeim allt til foráttu. Fagran samhljóm finnum við seint með fölskum tónum. Höfundur er plöntunörd.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun