Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 6. desember 2025 11:00 Nú í vikunni lagði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks fram fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar í bæjarstjórn. Þetta er síðasta fjárhagsáætlun núverandi meirihluta sem ber öll einkenni um að það er kosningarár framundan. Frítt í strætó fyrir 18 ára og yngri Við umræðu fjárhagsáætlunar lögðum við jafnaðarfólk fram all margar tillögur, t.d. að létta undir með fjölskyldum og draga úr álögum með því að vera með ókeypis í strætó fyrir öll börn 18 ára og yngri og hækkun frístundastyrks. Við lögðum til bættar samgöngur og að ráðist verði í brýnar vegbætur við Reykjanesbraut til að leysa úr umferðarhnútum. Einnig fjölgun félagslegra íbúða, átak í uppbyggingu húsnæðis m.a. í samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög, heildarstefnumótun í málefnum barna, bættu aðgengi og greiða niður skuldir. Tillögur sem eru að fullu fjármagnaðar og miða að því að stuðla að velferð og jöfnuði. Þeim var öllum hafnað. Svikin loforð Loforðalistinn er ekki langur sem birtist í málefnsamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks frá árinu 2022. Nú á að reyna að bjarga því fyrir horn sem hægt er að bjarga. Hjúkrunarheimili er ekki enn risið og hjúkrunarrýmum ekki fjölgað á kjörtímabilinu, engin heilsugæsla er komin á Vellina og ekkert verður af stækkun tónlistarskólans sem er löngu sprunginn eða að koma upp aðstöðu fyrir leikhús. Meirihlutinn lofaði að koma með áætlun um íþróttahús við grunnskóla þar sem ekki er íþróttahús en ekkert hefur sést til þeirrar vinnu á kjörtímabilinu. Þetta eru aðeins fá dæmi af mörgum sem lýsir verkleysi núverandi meirihluta í stórum sem smáum málum. Ef loforðum fylgir ekki fjármagn, þá gera þau lítið annað en að ýta undir væntingar, en hafa því miður lítið með raunveruleikann að gera. Skuldir aukast Niðurstaðan fjárhagsáætlunar er að heildarskuldir hækka milli ára og framkvæmdir eru fjármagnaðar með lántöku. Skuldir á hvern íbúa hækka á milli ára. Vaxtakostnaður og afborganir lána hafa aukist og áfram er gert ráð fyrir aukinni skuldsetningu bæjarins. Þetta gerist þrátt fyrir kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um að lækka skuldir bæjarins. Ofáætlun í lóðasölu Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir hagnaði árið 2026 af rekstri bæjarins. Þegar nánar er að gáð þá er reksturinn ekki sjálfbær því gert er ráð fyrir að sala eigna stendur undir hagnaðinum. Áætlað er að sala byggingarréttar og gatnagerðargjöld verði 5.7 milljarðar. Þessi upphæð er með því hæsta sem sést hefur í áætlunum á kjörtímabilinu. Á sama tíma er árangur meirihlutans af sölu lóða töluvert undir væntingum. Á þessu ári sem er að líða hafa t.d. aðeins verið seldur innan við helmingur byggingarréttar miðað við áætlun ársins 2025. Ef sama niðurstaða verður á næsta ári þá verður tap á rekstri bæjarins. Hæg fjölgun lóða Til að selja lóðir verða lóðir að vera til í skipulaginu. Staðan er hins vegar sú að árið 2023 fækkaði meirihlutinn lóðum í skipulagi þegar sérbýlishúsalóðir voru settar inn í skipulag Áslands 4 á kostnað fjölbýla. Við þá breytingu fækkaði íbúðum um 100. Fá deiliskipulög á þéttingarreitum hafa verið samþykkt, þó að þar séu tækifærin mikil. Lóðarhafar á þéttingarreitum kvarta yfir samráðsleysi og litlum samningsvilja bæjaryfirvalda, enda þokast lítið í uppbyggingu á þeim svæðum. Áætlanir gera ráð fyrir nýjum hverfum á Þorlákstúni og Vatnshlíð, en það tekur tíma og óljóst hvort það komi til framkvæmdar á þessu kjörtímabili. Það er ljóst að ef selja á byggingarrétt og reka bæinn með hagnaði þarf að koma til algjör stefnubreyting hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Skortur á framtíðarsýn Skuldir hafa hækkað milli ára, skuldir á hvern íbúa hafa hækkað, vaxtakostnaður og afborganir lána aukast og lítið þokast í stórum málum. Rekstur bæjarins stendur ekki undir fjárfestingum og hagnaður bæjarins stendur og fellur með sölu byggingarréttar og tekjum af gatnagerðargjöldum sem er háð sveiflukenndum markaði. Fyrirheitin eru mörg, fjármagn sett í hitt og þetta, ekkert er að fullu klárað, engin kraftur og alger skortur á framtíðarsýn. Á sama tíma hafa aðstæður breyst til hins betra með lækkun verðbólgu og vaxta með aðgerðum ríkisstjórnarinnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur. Nýjir tímar Í vinnu við fjárhagsáætlunina hefur ekki staðið á okkur jafnaðarfólki. Við erum fús til að styðja góð mál og verkefni sem stuðla að betri bæ, jöfnuði og aukinni velferð íbúanna. Tillögur okkar í fjárhagsáætlun miða að því. Við munum áfram halda á þeirri vegferð á næstu mánuðum og þegar nýr meirihluti Samfylkingarinnar tekur við eftir kosningarnar 16. maí n.k. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í vikunni lagði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks fram fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar í bæjarstjórn. Þetta er síðasta fjárhagsáætlun núverandi meirihluta sem ber öll einkenni um að það er kosningarár framundan. Frítt í strætó fyrir 18 ára og yngri Við umræðu fjárhagsáætlunar lögðum við jafnaðarfólk fram all margar tillögur, t.d. að létta undir með fjölskyldum og draga úr álögum með því að vera með ókeypis í strætó fyrir öll börn 18 ára og yngri og hækkun frístundastyrks. Við lögðum til bættar samgöngur og að ráðist verði í brýnar vegbætur við Reykjanesbraut til að leysa úr umferðarhnútum. Einnig fjölgun félagslegra íbúða, átak í uppbyggingu húsnæðis m.a. í samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög, heildarstefnumótun í málefnum barna, bættu aðgengi og greiða niður skuldir. Tillögur sem eru að fullu fjármagnaðar og miða að því að stuðla að velferð og jöfnuði. Þeim var öllum hafnað. Svikin loforð Loforðalistinn er ekki langur sem birtist í málefnsamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks frá árinu 2022. Nú á að reyna að bjarga því fyrir horn sem hægt er að bjarga. Hjúkrunarheimili er ekki enn risið og hjúkrunarrýmum ekki fjölgað á kjörtímabilinu, engin heilsugæsla er komin á Vellina og ekkert verður af stækkun tónlistarskólans sem er löngu sprunginn eða að koma upp aðstöðu fyrir leikhús. Meirihlutinn lofaði að koma með áætlun um íþróttahús við grunnskóla þar sem ekki er íþróttahús en ekkert hefur sést til þeirrar vinnu á kjörtímabilinu. Þetta eru aðeins fá dæmi af mörgum sem lýsir verkleysi núverandi meirihluta í stórum sem smáum málum. Ef loforðum fylgir ekki fjármagn, þá gera þau lítið annað en að ýta undir væntingar, en hafa því miður lítið með raunveruleikann að gera. Skuldir aukast Niðurstaðan fjárhagsáætlunar er að heildarskuldir hækka milli ára og framkvæmdir eru fjármagnaðar með lántöku. Skuldir á hvern íbúa hækka á milli ára. Vaxtakostnaður og afborganir lána hafa aukist og áfram er gert ráð fyrir aukinni skuldsetningu bæjarins. Þetta gerist þrátt fyrir kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um að lækka skuldir bæjarins. Ofáætlun í lóðasölu Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir hagnaði árið 2026 af rekstri bæjarins. Þegar nánar er að gáð þá er reksturinn ekki sjálfbær því gert er ráð fyrir að sala eigna stendur undir hagnaðinum. Áætlað er að sala byggingarréttar og gatnagerðargjöld verði 5.7 milljarðar. Þessi upphæð er með því hæsta sem sést hefur í áætlunum á kjörtímabilinu. Á sama tíma er árangur meirihlutans af sölu lóða töluvert undir væntingum. Á þessu ári sem er að líða hafa t.d. aðeins verið seldur innan við helmingur byggingarréttar miðað við áætlun ársins 2025. Ef sama niðurstaða verður á næsta ári þá verður tap á rekstri bæjarins. Hæg fjölgun lóða Til að selja lóðir verða lóðir að vera til í skipulaginu. Staðan er hins vegar sú að árið 2023 fækkaði meirihlutinn lóðum í skipulagi þegar sérbýlishúsalóðir voru settar inn í skipulag Áslands 4 á kostnað fjölbýla. Við þá breytingu fækkaði íbúðum um 100. Fá deiliskipulög á þéttingarreitum hafa verið samþykkt, þó að þar séu tækifærin mikil. Lóðarhafar á þéttingarreitum kvarta yfir samráðsleysi og litlum samningsvilja bæjaryfirvalda, enda þokast lítið í uppbyggingu á þeim svæðum. Áætlanir gera ráð fyrir nýjum hverfum á Þorlákstúni og Vatnshlíð, en það tekur tíma og óljóst hvort það komi til framkvæmdar á þessu kjörtímabili. Það er ljóst að ef selja á byggingarrétt og reka bæinn með hagnaði þarf að koma til algjör stefnubreyting hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Skortur á framtíðarsýn Skuldir hafa hækkað milli ára, skuldir á hvern íbúa hafa hækkað, vaxtakostnaður og afborganir lána aukast og lítið þokast í stórum málum. Rekstur bæjarins stendur ekki undir fjárfestingum og hagnaður bæjarins stendur og fellur með sölu byggingarréttar og tekjum af gatnagerðargjöldum sem er háð sveiflukenndum markaði. Fyrirheitin eru mörg, fjármagn sett í hitt og þetta, ekkert er að fullu klárað, engin kraftur og alger skortur á framtíðarsýn. Á sama tíma hafa aðstæður breyst til hins betra með lækkun verðbólgu og vaxta með aðgerðum ríkisstjórnarinnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur. Nýjir tímar Í vinnu við fjárhagsáætlunina hefur ekki staðið á okkur jafnaðarfólki. Við erum fús til að styðja góð mál og verkefni sem stuðla að betri bæ, jöfnuði og aukinni velferð íbúanna. Tillögur okkar í fjárhagsáætlun miða að því. Við munum áfram halda á þeirri vegferð á næstu mánuðum og þegar nýr meirihluti Samfylkingarinnar tekur við eftir kosningarnar 16. maí n.k. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun