Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar 25. nóvember 2025 17:02 Þann 1. nóvember sl., birtist grein eftir Aldísi Sigfúsdóttur, verkfræðing og íbúa á Selfossi, þar sem hún varaði við vikurflutningum Steypustöðvarinnar materials ehf. um Selfoss. Steypustöðin varð fyrir þremur árum hlutskörpust í útboði Skeiða- og Gnúpverjahrepps um efnisnám í Búrfellshólma. Útboðið snérist um nýtingu á því takmarkaða efni sem eftir er í námunni. Í greininni er látið að því liggja að vikurflutningar um Selfoss séu nýir af nálinni, en raunin er allt önnur. Flutningar á vikri frá námu í Búrfellshólma hafa átt sér stað í tæplega 50 ár ásamt því að einnig er fluttur vikur úr námum í Rangárþingi Ytra. Fyrirtækið Jarðefnaiðnaður ehf. hefur flutt vikurinn bæði úr námunni í Búrfellshólma og námum í Rangárþingi Ytra um árabil og stundar í dag flutninga á vikri einungis úr námum í Rangárþingi Ytra, sem eins og áður er ekið gegnum Selfoss. Einungis 0,1% núverandi umferðar Mikilvægt er að setja þessa flutninga í samhengi við aðra umferð á þjóðvegum landsins. Flutningarnir á vikrinum fara einungis fram frá vori fram á haust. Helst hefur komið fram gagnrýni um þessa flutninga í gegnum Selfoss, en samkvæmt tölum Vegagerðarinnar er meðaltalsumferð í gegnum Selfoss á sumrin 16.000 bifreiðar á dag. Vikurflutningarnir eru því ekki nema rúmlega 0,1% af núverandi umferð í gegnum Selfoss og engin áform eru um að auka vikurflutningana. Þvert á móti, verði flutningsmagnið svipað að umfangi og síðustu ár, mun taka 15 til 25 ár að tæma námuna og um leið leggjast þessir flutningar af. Brýnt að laga Þjórsárdalsveg Mesta hættan sem stafar af umræddum vikurflutningum er akstursleiðin um Þjórsárdalsveg, en eins og fram kemur í umsögn Vegagerðarinnar í umhverfismatinu um framkvæmdina, þá á Þjórsárdalsvegur að vera samkvæmt hönnunarforsendum 8 metra breiður. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar er hann þó einungis 6,0-7,2 metra breiður. Nýlega bókaði sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að nauðsynlegt sé að laga þann veg, enda fara um veginn miklir þungaflutningar allt árið um kring vegna þeirra fjölmörgu virkjana sem eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Einnig er Bláa lónið í mikilli uppbyggingu ferðaþjónustu í Þjórsárdal, sem mun auka mjög umferð ferðamanna um Þjórsárdalsveg á næstu árum. Sveitarstjórnin er ekki á móti umferð um vegina, heldur fer einungis fram á að vegirnir séu í samræmi við gefnar hönnunarforsendur. Ábyrgðin liggur því hjá Vegagerðinni sem ber að tryggja öryggi veganna fyrir alla umferð, bæði fólksbíla og þungaflutninga. Vegir uppfylli öryggiskröfur Hið raunverulega vandamál vegna allra þungaflutninga á landsbyggðinni snýr að því að vegakerfið hefur verið fjársvelt í áratugi og er á fjölmörgum stöðum hættulegt, ekki vegna umferðarinnar sem slíkrar heldur vegna þess að vegirnir uppfylla ekki settar kröfur eins og þeir eiga að gera. Alþingi verður að tryggja aukið fjármagn til þess að vegirnir sem við keyrum um séu öruggir. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Umferð Samgöngur Vegagerð Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. nóvember sl., birtist grein eftir Aldísi Sigfúsdóttur, verkfræðing og íbúa á Selfossi, þar sem hún varaði við vikurflutningum Steypustöðvarinnar materials ehf. um Selfoss. Steypustöðin varð fyrir þremur árum hlutskörpust í útboði Skeiða- og Gnúpverjahrepps um efnisnám í Búrfellshólma. Útboðið snérist um nýtingu á því takmarkaða efni sem eftir er í námunni. Í greininni er látið að því liggja að vikurflutningar um Selfoss séu nýir af nálinni, en raunin er allt önnur. Flutningar á vikri frá námu í Búrfellshólma hafa átt sér stað í tæplega 50 ár ásamt því að einnig er fluttur vikur úr námum í Rangárþingi Ytra. Fyrirtækið Jarðefnaiðnaður ehf. hefur flutt vikurinn bæði úr námunni í Búrfellshólma og námum í Rangárþingi Ytra um árabil og stundar í dag flutninga á vikri einungis úr námum í Rangárþingi Ytra, sem eins og áður er ekið gegnum Selfoss. Einungis 0,1% núverandi umferðar Mikilvægt er að setja þessa flutninga í samhengi við aðra umferð á þjóðvegum landsins. Flutningarnir á vikrinum fara einungis fram frá vori fram á haust. Helst hefur komið fram gagnrýni um þessa flutninga í gegnum Selfoss, en samkvæmt tölum Vegagerðarinnar er meðaltalsumferð í gegnum Selfoss á sumrin 16.000 bifreiðar á dag. Vikurflutningarnir eru því ekki nema rúmlega 0,1% af núverandi umferð í gegnum Selfoss og engin áform eru um að auka vikurflutningana. Þvert á móti, verði flutningsmagnið svipað að umfangi og síðustu ár, mun taka 15 til 25 ár að tæma námuna og um leið leggjast þessir flutningar af. Brýnt að laga Þjórsárdalsveg Mesta hættan sem stafar af umræddum vikurflutningum er akstursleiðin um Þjórsárdalsveg, en eins og fram kemur í umsögn Vegagerðarinnar í umhverfismatinu um framkvæmdina, þá á Þjórsárdalsvegur að vera samkvæmt hönnunarforsendum 8 metra breiður. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar er hann þó einungis 6,0-7,2 metra breiður. Nýlega bókaði sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að nauðsynlegt sé að laga þann veg, enda fara um veginn miklir þungaflutningar allt árið um kring vegna þeirra fjölmörgu virkjana sem eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Einnig er Bláa lónið í mikilli uppbyggingu ferðaþjónustu í Þjórsárdal, sem mun auka mjög umferð ferðamanna um Þjórsárdalsveg á næstu árum. Sveitarstjórnin er ekki á móti umferð um vegina, heldur fer einungis fram á að vegirnir séu í samræmi við gefnar hönnunarforsendur. Ábyrgðin liggur því hjá Vegagerðinni sem ber að tryggja öryggi veganna fyrir alla umferð, bæði fólksbíla og þungaflutninga. Vegir uppfylli öryggiskröfur Hið raunverulega vandamál vegna allra þungaflutninga á landsbyggðinni snýr að því að vegakerfið hefur verið fjársvelt í áratugi og er á fjölmörgum stöðum hættulegt, ekki vegna umferðarinnar sem slíkrar heldur vegna þess að vegirnir uppfylla ekki settar kröfur eins og þeir eiga að gera. Alþingi verður að tryggja aukið fjármagn til þess að vegirnir sem við keyrum um séu öruggir. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun